Gæti verið öflugasti fellibylur svæðisins í 60 ár Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2018 06:32 Frá Norður-Karólínu árið 1954 þegar fellibylurinn Hazel fór þar yfir. Vísir/AP Síðast þegar jafn öflugur fellibylur og Florence lenti á miðri austurströnd Bandaríkjanna, við Norður- og Suður-Karólínu, var Dwight Eisenhower í Hvíta húsinu. Búist er við því að vindhraði verði allt að 209 kílómetrar á klukkustund, gífurleg rigning mun fylgja Florence og óttast er að umfangsmikil flóð muni einnig skella á ströndinni. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og fjölda fólks hefur verið gert að yfirgefa heimili sín.Sjá einnig: Neyðarástand og rýmingar vegna Florence sem nálgast örtNorður-Karólína hefur einungis einu sinni áður orðið fyrir fjórða stigs fellibyl frá því áreiðanlegar mælingar hófust á sjötta áratug nítjándu aldar. Það var fellibylurinn Hazel sem skall á ríkinu árið 1954. Florence gæti verið fimmta stigs fellibylur þegar hann nær landi. Samkvæmt upprifjun AP fréttaveitunnar dóu minnst nítján manns og er áætlað að um 15 þúsund byggingar hafi eyðilagst. Í bænum Oak Island eyðilögðust 352 af 357 byggingum bæjarins.Nú eiga íbúar Karólínuríkjanna von á gífurlegum hamförum og eru milljónir að undirbúa sig sem best þeir geta fyrir Florence sem búist er við að nái landi á fimmtudaginn. Ríkisstjóri Suður-Karólínu hefur gert öllum íbúum strandlengju ríkisins, sem áætlað er að séu um milljón, að yfirgefa heimili sín. Hið sama hefur verið gert á berskjölduðum svæðum í Norður-Karólínu og Virginíu.Það gæti þó reynt fólki erfitt að leita skjóls því ef Florence hægir á sér við strendur Bandaríkjanna er búist við því að gífurleg rigning verði í fjöllunum vestur af strandlengjunni og það muni leiða til mikilla flóða og jafnvel aurskriða á milli strandarinnar og fjallanna. Þá búast veðurfræðingar við því að Florence muni vera yfir svæðinu um nokkurn tíma og íbúar sem búa jafnvel langt frá ströndinni þurfi að vera undirbúnir fyrir viðvarandi rafmagnsleysi, auk áðurnefndra flóða. Here are the Key Messages from the 11 pm advisory for Hurricane #Florence. pic.twitter.com/XzGiOhaGHy— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 11, 2018 Shelves were cleared out at a Costco in Apex, North Carolina on Monday ahead of Hurricane Florence. Shoppers stocked up on essential supplies to prepare for the Category 4 storm, which is set to make landfall later this week. https://t.co/JcJCxR6BF4 pic.twitter.com/6NsTQuTidL— Fox News (@FoxNews) September 11, 2018 Veður Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Síðast þegar jafn öflugur fellibylur og Florence lenti á miðri austurströnd Bandaríkjanna, við Norður- og Suður-Karólínu, var Dwight Eisenhower í Hvíta húsinu. Búist er við því að vindhraði verði allt að 209 kílómetrar á klukkustund, gífurleg rigning mun fylgja Florence og óttast er að umfangsmikil flóð muni einnig skella á ströndinni. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og fjölda fólks hefur verið gert að yfirgefa heimili sín.Sjá einnig: Neyðarástand og rýmingar vegna Florence sem nálgast örtNorður-Karólína hefur einungis einu sinni áður orðið fyrir fjórða stigs fellibyl frá því áreiðanlegar mælingar hófust á sjötta áratug nítjándu aldar. Það var fellibylurinn Hazel sem skall á ríkinu árið 1954. Florence gæti verið fimmta stigs fellibylur þegar hann nær landi. Samkvæmt upprifjun AP fréttaveitunnar dóu minnst nítján manns og er áætlað að um 15 þúsund byggingar hafi eyðilagst. Í bænum Oak Island eyðilögðust 352 af 357 byggingum bæjarins.Nú eiga íbúar Karólínuríkjanna von á gífurlegum hamförum og eru milljónir að undirbúa sig sem best þeir geta fyrir Florence sem búist er við að nái landi á fimmtudaginn. Ríkisstjóri Suður-Karólínu hefur gert öllum íbúum strandlengju ríkisins, sem áætlað er að séu um milljón, að yfirgefa heimili sín. Hið sama hefur verið gert á berskjölduðum svæðum í Norður-Karólínu og Virginíu.Það gæti þó reynt fólki erfitt að leita skjóls því ef Florence hægir á sér við strendur Bandaríkjanna er búist við því að gífurleg rigning verði í fjöllunum vestur af strandlengjunni og það muni leiða til mikilla flóða og jafnvel aurskriða á milli strandarinnar og fjallanna. Þá búast veðurfræðingar við því að Florence muni vera yfir svæðinu um nokkurn tíma og íbúar sem búa jafnvel langt frá ströndinni þurfi að vera undirbúnir fyrir viðvarandi rafmagnsleysi, auk áðurnefndra flóða. Here are the Key Messages from the 11 pm advisory for Hurricane #Florence. pic.twitter.com/XzGiOhaGHy— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 11, 2018 Shelves were cleared out at a Costco in Apex, North Carolina on Monday ahead of Hurricane Florence. Shoppers stocked up on essential supplies to prepare for the Category 4 storm, which is set to make landfall later this week. https://t.co/JcJCxR6BF4 pic.twitter.com/6NsTQuTidL— Fox News (@FoxNews) September 11, 2018
Veður Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira