Óli Stefán vildi ekkert segja um sína framtíð: Algjört aukaatriði núna Smári Jökull Jónsson á Grindavíkurvelli skrifar 29. september 2018 16:37 Óli Stefán vildi engu svara um sína framtíð. vísir/ernir „Þetta er kannski svolítið takturinn í liðinu síðustu 5-6 vikurnar. Það er búið að vera ótrúlega erfitt og ég var að vona að við myndum finna gleðina og taktinn því við lögðum vikuna þannig upp, styttum æfingar og höfðu þær snarpari. Því miður skilaði það sér ekki og við vorum og höfum verið hálf loftlausir,“ sagði Óli Stefán Flóventsson eftir 5-2 tap gegn ÍBV í dag en þetta var síðasti leikur hans með Grindavíkurliðið. Grindavík endar tímabilið í 10.sæti eftir að hafa verið á toppnum snemma í mótinu. „Afskaplega svekkjandi og lélegt hjá okkur. Við vorum komnir í ágætis stöðu og höldum ekki takti. Það er eitthvað sem ég þarf að skoða fyrst og síðast því þetta er svipað og gerðist í fyrra í seinni umferðinni,“ sagði Óli Stefán og bætti við að það gæti haft áhrif á liðið að tilkynnt var fyrir skömmu að hann yrði ekki áfram þjálfari liðsins. „Svo má velta því fyrir sér hvort þessi stormur í kringum mín mál og óvissan með framhaldið hafi haft eitthvað að segja. Auðvitað tek ég það á sjálfan mig, þetta er mér að kenna og ég bið fólkið og félagið afsökunar á því. Við eigum samt að geta gert betur.“ Grindavík náði fínum árangri í fyrra en missti markahrókinn Andra Rúnar Bjarnason eins og mikið var rætt um fyrir tímabil. „Við hefðum þurft að hafa hópinn breiðari, við missum leikmenn úr kjarnanum síðan í fyrra og einnig eftir gluggann í ár. Við vorum að spila mikið á sama mannskapnum og lítið hægt að dreifa álaginu. Það þarf að stuða hópinn og vera á tánum.“ „Þegar maður hallar sér aftur og er búinn að svekkja sig á úrslitum síðustu vikna, búinn að knúsa strákana og gera þá ballklára þá þurfum við að horfa í það að við erum áfram í Pepsi-deild og það er eitthvað til að byggja á. Það er augljóst að það þarf eitthvað ferkst og nýjar áherslur. Tímasetningin á þessum breytingum er góð, það sést langar leiðir,“ sagði Óli Stefán og bætti við að það væru tækifæri til staðar í Grindavík að byggja á. „Menn þurfa að vanda til verka og staðsetja liðið og hvað á að gera í framhaldinu. Það er tækifæri á því hér í Grindavík. Það þarf að taka þessa góðu hluti sem við höfum gert, alveg frá stjórn, stuðningsmönnum og að þjálfun hjá strákunum og halda áfram að byggja í kringum það.“ Óli Stefán hefur mikið verið orðaður við KA undanfarið og einhverjir gengið svo langt að segja að ráðning hans þar sé svo gott sem frágengin. „Þetta er algjört aukaatriði núna. Ég get ekki farið að tala um mína framtíð strax eftir að strákarnir liggja svona. Við þurfum á hvor öðrum að halda núna og ég lít svo á að mínu verki hér sé ekki lokið af því að við þurfum að hjálpa hverjum öðrum á fætur.“ „Við þurfum að taka utan um hvern annan og finna gleðina. Þetta eru miklir keppnismenn og þeir hafa gert allt sem hefur verið beðið um og það hefur ekki virkað. Ég veit að þeir liggja í sárum núna og það er meiri einbeiting á því núna áður en mín framtíð liggur fyrir, það er algjört aukaatriði núna,“ sagði Óli Stefán að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - ÍBV 2-5 | Gunnar Heiðar kvaddi með þrennu ÍBV vann stórsigur á Grindavík á heimavelli Suðurnesjamanna í dag en lokatölur urðu 5-2. Gunnar Heiðar Þorvaldsson endaði ferilinn með þrennu en hann hefur gefið það út að hann ætli að leggja skóna á hilluna. 29. september 2018 16:45 Óli Stefán efstur á blaði hjá KA KA vill fá Óla Stefán Flóventsson sem næsta þjálfari en þetta staðfesti framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar félagsins í samtali við Morgunblaðið í kvöld. 27. september 2018 19:23 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
„Þetta er kannski svolítið takturinn í liðinu síðustu 5-6 vikurnar. Það er búið að vera ótrúlega erfitt og ég var að vona að við myndum finna gleðina og taktinn því við lögðum vikuna þannig upp, styttum æfingar og höfðu þær snarpari. Því miður skilaði það sér ekki og við vorum og höfum verið hálf loftlausir,“ sagði Óli Stefán Flóventsson eftir 5-2 tap gegn ÍBV í dag en þetta var síðasti leikur hans með Grindavíkurliðið. Grindavík endar tímabilið í 10.sæti eftir að hafa verið á toppnum snemma í mótinu. „Afskaplega svekkjandi og lélegt hjá okkur. Við vorum komnir í ágætis stöðu og höldum ekki takti. Það er eitthvað sem ég þarf að skoða fyrst og síðast því þetta er svipað og gerðist í fyrra í seinni umferðinni,“ sagði Óli Stefán og bætti við að það gæti haft áhrif á liðið að tilkynnt var fyrir skömmu að hann yrði ekki áfram þjálfari liðsins. „Svo má velta því fyrir sér hvort þessi stormur í kringum mín mál og óvissan með framhaldið hafi haft eitthvað að segja. Auðvitað tek ég það á sjálfan mig, þetta er mér að kenna og ég bið fólkið og félagið afsökunar á því. Við eigum samt að geta gert betur.“ Grindavík náði fínum árangri í fyrra en missti markahrókinn Andra Rúnar Bjarnason eins og mikið var rætt um fyrir tímabil. „Við hefðum þurft að hafa hópinn breiðari, við missum leikmenn úr kjarnanum síðan í fyrra og einnig eftir gluggann í ár. Við vorum að spila mikið á sama mannskapnum og lítið hægt að dreifa álaginu. Það þarf að stuða hópinn og vera á tánum.“ „Þegar maður hallar sér aftur og er búinn að svekkja sig á úrslitum síðustu vikna, búinn að knúsa strákana og gera þá ballklára þá þurfum við að horfa í það að við erum áfram í Pepsi-deild og það er eitthvað til að byggja á. Það er augljóst að það þarf eitthvað ferkst og nýjar áherslur. Tímasetningin á þessum breytingum er góð, það sést langar leiðir,“ sagði Óli Stefán og bætti við að það væru tækifæri til staðar í Grindavík að byggja á. „Menn þurfa að vanda til verka og staðsetja liðið og hvað á að gera í framhaldinu. Það er tækifæri á því hér í Grindavík. Það þarf að taka þessa góðu hluti sem við höfum gert, alveg frá stjórn, stuðningsmönnum og að þjálfun hjá strákunum og halda áfram að byggja í kringum það.“ Óli Stefán hefur mikið verið orðaður við KA undanfarið og einhverjir gengið svo langt að segja að ráðning hans þar sé svo gott sem frágengin. „Þetta er algjört aukaatriði núna. Ég get ekki farið að tala um mína framtíð strax eftir að strákarnir liggja svona. Við þurfum á hvor öðrum að halda núna og ég lít svo á að mínu verki hér sé ekki lokið af því að við þurfum að hjálpa hverjum öðrum á fætur.“ „Við þurfum að taka utan um hvern annan og finna gleðina. Þetta eru miklir keppnismenn og þeir hafa gert allt sem hefur verið beðið um og það hefur ekki virkað. Ég veit að þeir liggja í sárum núna og það er meiri einbeiting á því núna áður en mín framtíð liggur fyrir, það er algjört aukaatriði núna,“ sagði Óli Stefán að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - ÍBV 2-5 | Gunnar Heiðar kvaddi með þrennu ÍBV vann stórsigur á Grindavík á heimavelli Suðurnesjamanna í dag en lokatölur urðu 5-2. Gunnar Heiðar Þorvaldsson endaði ferilinn með þrennu en hann hefur gefið það út að hann ætli að leggja skóna á hilluna. 29. september 2018 16:45 Óli Stefán efstur á blaði hjá KA KA vill fá Óla Stefán Flóventsson sem næsta þjálfari en þetta staðfesti framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar félagsins í samtali við Morgunblaðið í kvöld. 27. september 2018 19:23 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - ÍBV 2-5 | Gunnar Heiðar kvaddi með þrennu ÍBV vann stórsigur á Grindavík á heimavelli Suðurnesjamanna í dag en lokatölur urðu 5-2. Gunnar Heiðar Þorvaldsson endaði ferilinn með þrennu en hann hefur gefið það út að hann ætli að leggja skóna á hilluna. 29. september 2018 16:45
Óli Stefán efstur á blaði hjá KA KA vill fá Óla Stefán Flóventsson sem næsta þjálfari en þetta staðfesti framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar félagsins í samtali við Morgunblaðið í kvöld. 27. september 2018 19:23
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn