Skelfing greip um sig þegar flóðbylgjan skall á Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2018 09:59 Björgunarmenn að störfum í Palu. Vísir/EPA Tæplega fjögur hundruð manns fórust þegar flóðbylgja fór yfir borgina Palu í gær. Flóðbylgjan fór af stað vegna jarðskjálfta sem mældist 7,5 að stærð en öldurnar náðu þriggja metra hæð þegar þær fóru yfir borgina á Sulawesi-eyju. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hryllinginn sem átti sér stað en þar sjást íbúar flýja skelfingu lostnir undan öldunni. Öflugir eftirskjálftar hafa riðið yfir en þúsundir heimila eru eyðilögð ásamt sjúkrahúsum, hótelum og verslunarmiðstöðvum. Björgunaraðgerðir standa yfir en rafmagnsleysi gerir björgunarfólk erfitt fyrir. Aðalleiðin til Palu er lokuð að hluta vegna aurskriðu og þá eru nokkrar brýr ónýtar eftir skjálftann og flóðbylgjuna. Yfirvöld í Indónesíu hafa gefið út að 384 fórust í þessari flóðbylgju en talið er að sú tala muni hækka. Að minnsta kosti 540 eru slasaðir. „Það eru fjöldi líka á strandlengjunni vegna flóðbylgjunnar, en hversu margir fórust er óvitað,“ hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir embættismanni. Hann bætti við að íbúarnir hefðu haft lítinn fyrirvara og voru margir á ströndinni þegar hamfararnir áttu sér stað. Hundruð voru að undirbúa hátíð á ströndinni sem átti að hefjast í gærkvöldi. Hann sagði suma hafa bjargað sér með því að klifra upp í sex metra há tré. Hér fyrir neðan má sjá myndband af því frá BBC þegar flóðbylgjan skall á borginni. Indónesía Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Tæplega fjögur hundruð manns fórust þegar flóðbylgja fór yfir borgina Palu í gær. Flóðbylgjan fór af stað vegna jarðskjálfta sem mældist 7,5 að stærð en öldurnar náðu þriggja metra hæð þegar þær fóru yfir borgina á Sulawesi-eyju. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hryllinginn sem átti sér stað en þar sjást íbúar flýja skelfingu lostnir undan öldunni. Öflugir eftirskjálftar hafa riðið yfir en þúsundir heimila eru eyðilögð ásamt sjúkrahúsum, hótelum og verslunarmiðstöðvum. Björgunaraðgerðir standa yfir en rafmagnsleysi gerir björgunarfólk erfitt fyrir. Aðalleiðin til Palu er lokuð að hluta vegna aurskriðu og þá eru nokkrar brýr ónýtar eftir skjálftann og flóðbylgjuna. Yfirvöld í Indónesíu hafa gefið út að 384 fórust í þessari flóðbylgju en talið er að sú tala muni hækka. Að minnsta kosti 540 eru slasaðir. „Það eru fjöldi líka á strandlengjunni vegna flóðbylgjunnar, en hversu margir fórust er óvitað,“ hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir embættismanni. Hann bætti við að íbúarnir hefðu haft lítinn fyrirvara og voru margir á ströndinni þegar hamfararnir áttu sér stað. Hundruð voru að undirbúa hátíð á ströndinni sem átti að hefjast í gærkvöldi. Hann sagði suma hafa bjargað sér með því að klifra upp í sex metra há tré. Hér fyrir neðan má sjá myndband af því frá BBC þegar flóðbylgjan skall á borginni.
Indónesía Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira