Upphitun: Pressan öll á Vettel Bragi Þórðarson skrifar 28. september 2018 22:45 Sebestian Vettel er með auga á titilbaráttunni vísir/getty Sextánda umferðin í Formúlu 1 fer fram í Sochi í Rússlandi um helgina. 40 stig skilja að þá Lewis Hamilton og Sebastian Vettel í keppni ökuþóra þegar sex keppnir eru eftir. Brautin í Sochi er í raun götubraut, þar sem ekið er á götum Ólympíuþorpsins sem smíðað var fyrir Vetrarólympíuleikanna árið 2014. Fyrsti kappaksturinn á brautinni var einmitt í október það ár og hefur verið keppt í Rússlandi síðan. Þegar horft er á kort af brautinni er ekki annað hægt en að horfa á þriðju beygju. Vinstri beygjan er í raun fullkominn hálfhringur með 750 metra radíus. Því reynir sérstaklega á hægri dekk bílanna í kappakstrinum.Útsýnið á brautinni í Rússlandi er ágættvísir/gettyEinvígi á toppnumLjóst er að einungis Hamilton og Vettel eiga möguleika á titli ökumanna og lið þeirra, Mercedes og Ferrari berjast um titil bílasmiða. Takist Lewis að auka forskot sitt í Rússlandi gæti það gert út um sigurvonir Vettel, þó að Sebastian muni þó eiga stærðfræðilega möguleika á titli. Ekki er öll nótt úti hjá Ferrari ökumanninum. Klári hann allar þær sex keppnir sem eftir eru á undan keppinaut sýnum verður hann að öllum líkindum heimsmeistari. Því er öll pressan á Vettel um helgina og má því búast við algjörri flugeldasýningu frá Þjóðverjanum. Bílarnir verða ræstir af stað í kappakstrinum klukkan 11 á sunnudaginn. Að sjálfsögðu verður keppnin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport ásamt tímatökum og æfingum. Formúla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sextánda umferðin í Formúlu 1 fer fram í Sochi í Rússlandi um helgina. 40 stig skilja að þá Lewis Hamilton og Sebastian Vettel í keppni ökuþóra þegar sex keppnir eru eftir. Brautin í Sochi er í raun götubraut, þar sem ekið er á götum Ólympíuþorpsins sem smíðað var fyrir Vetrarólympíuleikanna árið 2014. Fyrsti kappaksturinn á brautinni var einmitt í október það ár og hefur verið keppt í Rússlandi síðan. Þegar horft er á kort af brautinni er ekki annað hægt en að horfa á þriðju beygju. Vinstri beygjan er í raun fullkominn hálfhringur með 750 metra radíus. Því reynir sérstaklega á hægri dekk bílanna í kappakstrinum.Útsýnið á brautinni í Rússlandi er ágættvísir/gettyEinvígi á toppnumLjóst er að einungis Hamilton og Vettel eiga möguleika á titli ökumanna og lið þeirra, Mercedes og Ferrari berjast um titil bílasmiða. Takist Lewis að auka forskot sitt í Rússlandi gæti það gert út um sigurvonir Vettel, þó að Sebastian muni þó eiga stærðfræðilega möguleika á titli. Ekki er öll nótt úti hjá Ferrari ökumanninum. Klári hann allar þær sex keppnir sem eftir eru á undan keppinaut sýnum verður hann að öllum líkindum heimsmeistari. Því er öll pressan á Vettel um helgina og má því búast við algjörri flugeldasýningu frá Þjóðverjanum. Bílarnir verða ræstir af stað í kappakstrinum klukkan 11 á sunnudaginn. Að sjálfsögðu verður keppnin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport ásamt tímatökum og æfingum.
Formúla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira