Knattspyrnusamband Íslands er búið að opinbera hvaða dómarar dæma leikina sex í lokaumferð Pepsi-deildar karla sem fram fer öll á sama tíma á morgun klukkan 14.00.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, Ívar Orri Kristjánsson, Sigurður Hjörtur Þrastarson og Þóroddur Hjaltalín fá leikina sem að skipta máli í lokaumferðinni þar sem barist er um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð.
Vilhjálmur Alvar dæmir leik Vals og Keflavíkur á Hlíðarenda þar sem að Valsmenn verða Íslandsmeistarar með sigri sama hvað önnur lið gera. Keflavík á enn eftir að vinna leik í deildinni.
Breiðablik er í öðru sæti með 41 stig, tveimur stigum á eftir Val, og verður meistari með sigri á KA á heimavelli ef Valur tapar eða með stórsigri skildi Valur gera jafntefli. Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmir leikinn.
FH og KR berjast svo um fjórða sætið, það síðasta sem að gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Bæði lið eru með 34 stig.
Ívar Orri Kristjánsson dæmir leik Stjörnunnar og FH á Samsung-vellinum í Garðabæ og Þóroddur Hjaltalín lýkur sumrinum á heimavelli hamingjunnar í Víkinni þar sem að KR-ingar geta tryggt sér Evrópusæti með sigri.
Helgi Mikael Jónasso dæmir leik Fylkis og Fjölnis sem að skiptir engu máli og Egill Arnar Sigurþórsson heldur um flautuna í leik Grindavíkur og ÍBV.
Búið að raða niður dómurum fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild karla
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn




Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn

