Jafnlaunavottun fyrirtækja líklega frestað um 12 mánuði Sveinn Arnarsson skrifar 28. september 2018 06:00 Um áramótin flytjast jafnréttismál frá velferðarráðuneytinu til forsætisráðuneytisins. Fréttablaðið/GVA Vinna er hafin í ráðuneytinu til að gefa fyrirtækjum aukinn frest til að klára jafnlaunavottun sem átti að lögfestast um áramótin og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru miklar líkur taldar á því að velferðarráðherra heimili að fresta gildistökunni um heilt ár. Aðeins 11 prósent þeirra 140 fyrirtækja sem verða að vera búin að uppfylla jafnlaunastaðalinn, hafa uppfyllt hann nú þegar. Nærri 130 stór fyrirtæki hér á landi muni ekki klára jafnlaunavottunina fyrir áramót. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægast að langflest stóru fyrirtækjanna séu í ferli við að klára jafnlaunavottunina. Hins vegar séu aðeins tvö fyrirtæki sem sinni faggildingunni eins og staðan er í dag og því ærið verkefni að öll fyrirtæki fái jafnlaunavottun fyrir áramót. „Við vöruðum við því á sínum tíma að þetta væri tímafrekt og flókið ferli sem fyrirtækin þurfi að fara í til að uppfylla jafnlaunavottunina. Sú spá okkar er að raungerast nú. Hins vegar skiptir mestu máli að stóru fyrirtækin eru öll annaðhvort búin að fá jafnlaunavottun eða eru í vinnu við það að uppfylla staðalinn,“ segir Halldór Benjamín.Halldór Benjamín ÞorbergssonJafnréttisstofa hefur þá lagalegu skyldu í lögum um jafna stöðu karla og kvenna að hafa eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga. Hins vegar virðist svo vera að stofnunin hafi ekki eftirlit með framkvæmd jafnlaunavottunar. „Við höfum ekki eftirlit með jafnlaunavottuninni. Það eru samtök aðila vinnumarkaðarins sem fengu það verkefni. Við tökum við þegar fyrirtæki hafa öðlast vottun, þá veitum við fyrirtækjum heimild til að nota jafnlaunamerkið og höldum lista yfir þau fyrirtæki sem hafa öðlast þessa vottun samkvæmt jafnréttislögum,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Nokkra mánuði tekur fyrir stór fyrirtæki að fá jafnlaunavottunina og því orðið ljóst nú í lok september að stór fyrirtæki hér á landi verði ekki búin að uppfylla þessar lagalegu skyldur í upphafi nýs árs. Katrín Björg segir að nú sé unnið að því innan stjórnsýslunnar að gefa þessum fyrirtækjum frest. „Það er vinna í gangi í velferðarráðuneytinu núna sem snýst um að fresta gildistökunni um ár að uppfylltum ákveðnum skilyrðum til að gera fyrirtækjum kleift að fá jafnlaunavottun innan tilskilins tíma.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vottunarferlið svipi til bifreiðaskoðunar Á næstu fjóru mánuðum þurfa 91 prósent vinnustaða með fleiri en 250 starfsmenn hljóta jafnlaunavottun, vilji þeir ekki fá dagsektir í upphafi næsta árs. 30. ágúst 2018 15:00 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Vinna er hafin í ráðuneytinu til að gefa fyrirtækjum aukinn frest til að klára jafnlaunavottun sem átti að lögfestast um áramótin og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru miklar líkur taldar á því að velferðarráðherra heimili að fresta gildistökunni um heilt ár. Aðeins 11 prósent þeirra 140 fyrirtækja sem verða að vera búin að uppfylla jafnlaunastaðalinn, hafa uppfyllt hann nú þegar. Nærri 130 stór fyrirtæki hér á landi muni ekki klára jafnlaunavottunina fyrir áramót. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægast að langflest stóru fyrirtækjanna séu í ferli við að klára jafnlaunavottunina. Hins vegar séu aðeins tvö fyrirtæki sem sinni faggildingunni eins og staðan er í dag og því ærið verkefni að öll fyrirtæki fái jafnlaunavottun fyrir áramót. „Við vöruðum við því á sínum tíma að þetta væri tímafrekt og flókið ferli sem fyrirtækin þurfi að fara í til að uppfylla jafnlaunavottunina. Sú spá okkar er að raungerast nú. Hins vegar skiptir mestu máli að stóru fyrirtækin eru öll annaðhvort búin að fá jafnlaunavottun eða eru í vinnu við það að uppfylla staðalinn,“ segir Halldór Benjamín.Halldór Benjamín ÞorbergssonJafnréttisstofa hefur þá lagalegu skyldu í lögum um jafna stöðu karla og kvenna að hafa eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga. Hins vegar virðist svo vera að stofnunin hafi ekki eftirlit með framkvæmd jafnlaunavottunar. „Við höfum ekki eftirlit með jafnlaunavottuninni. Það eru samtök aðila vinnumarkaðarins sem fengu það verkefni. Við tökum við þegar fyrirtæki hafa öðlast vottun, þá veitum við fyrirtækjum heimild til að nota jafnlaunamerkið og höldum lista yfir þau fyrirtæki sem hafa öðlast þessa vottun samkvæmt jafnréttislögum,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Nokkra mánuði tekur fyrir stór fyrirtæki að fá jafnlaunavottunina og því orðið ljóst nú í lok september að stór fyrirtæki hér á landi verði ekki búin að uppfylla þessar lagalegu skyldur í upphafi nýs árs. Katrín Björg segir að nú sé unnið að því innan stjórnsýslunnar að gefa þessum fyrirtækjum frest. „Það er vinna í gangi í velferðarráðuneytinu núna sem snýst um að fresta gildistökunni um ár að uppfylltum ákveðnum skilyrðum til að gera fyrirtækjum kleift að fá jafnlaunavottun innan tilskilins tíma.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vottunarferlið svipi til bifreiðaskoðunar Á næstu fjóru mánuðum þurfa 91 prósent vinnustaða með fleiri en 250 starfsmenn hljóta jafnlaunavottun, vilji þeir ekki fá dagsektir í upphafi næsta árs. 30. ágúst 2018 15:00 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Vottunarferlið svipi til bifreiðaskoðunar Á næstu fjóru mánuðum þurfa 91 prósent vinnustaða með fleiri en 250 starfsmenn hljóta jafnlaunavottun, vilji þeir ekki fá dagsektir í upphafi næsta árs. 30. ágúst 2018 15:00
Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59
Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29