Segja börn sækja í klám vegna lélegrar kynfræðslu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2018 14:30 Bæði stelpur og strákar skoða klám á netinu til að fræðast um kynlíf. Vísir/getty Hópur nemenda á menntavísindasviði við Háskóla Íslands hafa hrint af stað vitundarvakningu um börn, snjalltæki og klámvæðingu. „Þetta spratt í raun út frá umræðum um helstu vandamál samfélagsins sem herja á börn. Það var móðir sem sagði okkur reynslusögu frá sjö ára syni sínum sem slysaðist inn á klámsíðu og áfallinu sem hún fékk yfir óhindruðu aðgengi hans að slíku efni. Þá ekki bara í gegnum klámsíður heldur auglýsingar sem birtast börnunum einnig í gegnum öpp sem þau nota,” segir Elín Lára Baldursdóttir, nemi í tómstundar- og félagsfræði. Hún segir hópinn vilja vekja athygli á þessu auðvelda aðgengi og skapa umræður í samfélaginu. „Við viljum umræðu um kynlíf og virðingu í samskiptum upp á yfirborðið. Markmiðið er að reyna að höfða til foreldra. Þetta er málefni og umræða sem getur reynst flókin en það er nauðsynlegt að efla foreldra og hvetja til að taka þetta samtal,” segir hún um markmið hópsins. Elín Lára Baldursdóttir, nemi í tómstundar- og félagsfræði.Öll með sinn einkaskjá Í framhaldi fór hópurinn að grenslast fyrir og segir Elín að þau hafi alls ekki gert sér grein fyrir hversu stórt vandamálið sé. Þau settu á laggirnar Facebook-síðu og nota myllumerkið #ofungt, sem er þá vísan í að flestir eru of ungir þegar klám verður á vegi þeirra í gegnum snjalltækið. Hún hvetur fólk til að segja söguna sína undir myllumerkinu. „Lang flest börn eru með snjallsíma, sem í raun er bara þeirra einkaskjár. Það er ekkert lengur þannig að lokuð herbergishurð verji þau frá umheiminum, hann er bara allur í símanum,” bendir hún á. Hún segir gagnrýna hugsun mikilvæga börnum í dag. Það þarf að ræða við þau og sá tímapunktur sé komin að ræða opinskátt um kynlíf. „Tækniþróunin hefur verið svo hröð síðustu ár og þetta kannski runnið úr greipum foreldra. Þau kunna ekkert endilega á öll forrit sem börnin eru að nota í símanum sínum.” segir hún. „Reynslusögurnar sem ég heyrði í tímanum voru sjokkerandi. Ég hef gluggað í rannsóknir þar sem kemur fram að meðalaldur drengja sem skoða klám er 11 ára. Þarna voru sögur af börnum niður í sex ára.“Fræðsla í skólum ekki nægilega upplýsandi Aðspurð hvað sé til ráða segist hún vilja sjá kynfræðslu eflda til muna í skólum. „Eins og kynfræðslan er sett upp í dag þá er ekki verið að ræða þessa nánd og samskipti sem þurfa að eiga sér stað í kynlífi. Það er svo mikilvægur punktur í þessu öllu. Það þarf að ræða opinskátt afleiðingarnar sem eru eftir klámáhorf - klám kennir brengluðu samskipti. Við höfum líka heyrt sögur frá krökkum sem nota klám sem kynfræðslu því þau telja þá fræðslu sem skólinn býður upp á ekki nægilega upplýsandi. Þetta getur bara alls ekki verið feimnismál lengur, við verðum að taka upplýsta umræðu um þetta,” segir hún. Börn og uppeldi Kynlíf Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Hópur nemenda á menntavísindasviði við Háskóla Íslands hafa hrint af stað vitundarvakningu um börn, snjalltæki og klámvæðingu. „Þetta spratt í raun út frá umræðum um helstu vandamál samfélagsins sem herja á börn. Það var móðir sem sagði okkur reynslusögu frá sjö ára syni sínum sem slysaðist inn á klámsíðu og áfallinu sem hún fékk yfir óhindruðu aðgengi hans að slíku efni. Þá ekki bara í gegnum klámsíður heldur auglýsingar sem birtast börnunum einnig í gegnum öpp sem þau nota,” segir Elín Lára Baldursdóttir, nemi í tómstundar- og félagsfræði. Hún segir hópinn vilja vekja athygli á þessu auðvelda aðgengi og skapa umræður í samfélaginu. „Við viljum umræðu um kynlíf og virðingu í samskiptum upp á yfirborðið. Markmiðið er að reyna að höfða til foreldra. Þetta er málefni og umræða sem getur reynst flókin en það er nauðsynlegt að efla foreldra og hvetja til að taka þetta samtal,” segir hún um markmið hópsins. Elín Lára Baldursdóttir, nemi í tómstundar- og félagsfræði.Öll með sinn einkaskjá Í framhaldi fór hópurinn að grenslast fyrir og segir Elín að þau hafi alls ekki gert sér grein fyrir hversu stórt vandamálið sé. Þau settu á laggirnar Facebook-síðu og nota myllumerkið #ofungt, sem er þá vísan í að flestir eru of ungir þegar klám verður á vegi þeirra í gegnum snjalltækið. Hún hvetur fólk til að segja söguna sína undir myllumerkinu. „Lang flest börn eru með snjallsíma, sem í raun er bara þeirra einkaskjár. Það er ekkert lengur þannig að lokuð herbergishurð verji þau frá umheiminum, hann er bara allur í símanum,” bendir hún á. Hún segir gagnrýna hugsun mikilvæga börnum í dag. Það þarf að ræða við þau og sá tímapunktur sé komin að ræða opinskátt um kynlíf. „Tækniþróunin hefur verið svo hröð síðustu ár og þetta kannski runnið úr greipum foreldra. Þau kunna ekkert endilega á öll forrit sem börnin eru að nota í símanum sínum.” segir hún. „Reynslusögurnar sem ég heyrði í tímanum voru sjokkerandi. Ég hef gluggað í rannsóknir þar sem kemur fram að meðalaldur drengja sem skoða klám er 11 ára. Þarna voru sögur af börnum niður í sex ára.“Fræðsla í skólum ekki nægilega upplýsandi Aðspurð hvað sé til ráða segist hún vilja sjá kynfræðslu eflda til muna í skólum. „Eins og kynfræðslan er sett upp í dag þá er ekki verið að ræða þessa nánd og samskipti sem þurfa að eiga sér stað í kynlífi. Það er svo mikilvægur punktur í þessu öllu. Það þarf að ræða opinskátt afleiðingarnar sem eru eftir klámáhorf - klám kennir brengluðu samskipti. Við höfum líka heyrt sögur frá krökkum sem nota klám sem kynfræðslu því þau telja þá fræðslu sem skólinn býður upp á ekki nægilega upplýsandi. Þetta getur bara alls ekki verið feimnismál lengur, við verðum að taka upplýsta umræðu um þetta,” segir hún.
Börn og uppeldi Kynlíf Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda