„Það erfiðasta sem ég hef gert“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. september 2018 12:45 Kristín Þóra Haraldsdóttir leikur eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Lof mér að falla. Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. Kristín hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í myndinni og er hún fyrsti gestur Stefáns Árna Pálssonar í nýjum þætti á Vísi sem ber nafnið Einkalífið. Í þáttunum er rætt við fólk sem er að skara fram úr á sínu sviði. Þessir mánuðir eru viðburðaríkir hjá Kristínu Þóru en fyrr í vikunni vann hún til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Queer Lisboa í Portúgal en það var fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur, sem frumsýnd var í vor og hlaut einnig mikið lof. „Það var gríðarlegt traust á tökustað, gríðarlegt traust milli allra,“ segir Kristín Þóra um Lof mér að falla. Eitt atriðið í myndinni er sérstaklega sláandi en þar leikur Kristín á móti Víkingi Kristjánssyni. Í atriðinu er raunverulegur heimur sprautufíkla sýndur á mjög grafískan hátt og ofbeldi sem sjaldan hefur sést fyrir augum Íslendinga. „Ég get alveg viðurkennt það að þetta er það erfiðasta sem ég hef gert. En á sama tíma hugsaði ég að þetta er raunveruleiki svo margra og ég get alveg harkað af mér að leika í þessari senu. Það sem var átakanlegt við þetta allt, var hvað þetta er satt. Fólk er að ganga í gegnum þetta og það fannst mér rosalega erfið tilhugsun.“ Í þættinum ræðir Kristín einnig um samstarf sitt við aðstandendur kvikmyndarinnar Lof mér að falla og leikarana, um ástæðuna af hverju hún ákvað að gerast leikkona og þau gríðarlega mikilvægu skilaboð sem kvikmyndin sendir út í samfélagið. Síðan var farið vel yfir feril Kristínar í leiklistinni. Hér að neðan má sjá fyrsta þáttinn af Einkalífinu en þátturinn verður vikulega og kemur út alla fimmtudaga. Bíó og sjónvarp Einkalífið Menning Tengdar fréttir Reyndi að setja sig inn í heim Magneu Kristín Þóra Haraldsdóttir sýnir stórleik í kvikmyndinni Lof mér að falla þar sem hún leikur Magneu á eldri árum. 6. september 2018 06:00 Yfir 34 þúsund manns séð Lof mér að falla Eftir sautján daga í sýningu er Lof mér að falla orðin fjórða vinsælasta mynd ársins, situr sem fastast á toppi aðsóknarlistans sína þriðju helgi í röð og er orðin tekjuhæsta íslenska mynd ársins. 24. september 2018 16:30 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu. Kristín hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í myndinni og er hún fyrsti gestur Stefáns Árna Pálssonar í nýjum þætti á Vísi sem ber nafnið Einkalífið. Í þáttunum er rætt við fólk sem er að skara fram úr á sínu sviði. Þessir mánuðir eru viðburðaríkir hjá Kristínu Þóru en fyrr í vikunni vann hún til verðlauna á kvikmyndahátíðinni Queer Lisboa í Portúgal en það var fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur, sem frumsýnd var í vor og hlaut einnig mikið lof. „Það var gríðarlegt traust á tökustað, gríðarlegt traust milli allra,“ segir Kristín Þóra um Lof mér að falla. Eitt atriðið í myndinni er sérstaklega sláandi en þar leikur Kristín á móti Víkingi Kristjánssyni. Í atriðinu er raunverulegur heimur sprautufíkla sýndur á mjög grafískan hátt og ofbeldi sem sjaldan hefur sést fyrir augum Íslendinga. „Ég get alveg viðurkennt það að þetta er það erfiðasta sem ég hef gert. En á sama tíma hugsaði ég að þetta er raunveruleiki svo margra og ég get alveg harkað af mér að leika í þessari senu. Það sem var átakanlegt við þetta allt, var hvað þetta er satt. Fólk er að ganga í gegnum þetta og það fannst mér rosalega erfið tilhugsun.“ Í þættinum ræðir Kristín einnig um samstarf sitt við aðstandendur kvikmyndarinnar Lof mér að falla og leikarana, um ástæðuna af hverju hún ákvað að gerast leikkona og þau gríðarlega mikilvægu skilaboð sem kvikmyndin sendir út í samfélagið. Síðan var farið vel yfir feril Kristínar í leiklistinni. Hér að neðan má sjá fyrsta þáttinn af Einkalífinu en þátturinn verður vikulega og kemur út alla fimmtudaga.
Bíó og sjónvarp Einkalífið Menning Tengdar fréttir Reyndi að setja sig inn í heim Magneu Kristín Þóra Haraldsdóttir sýnir stórleik í kvikmyndinni Lof mér að falla þar sem hún leikur Magneu á eldri árum. 6. september 2018 06:00 Yfir 34 þúsund manns séð Lof mér að falla Eftir sautján daga í sýningu er Lof mér að falla orðin fjórða vinsælasta mynd ársins, situr sem fastast á toppi aðsóknarlistans sína þriðju helgi í röð og er orðin tekjuhæsta íslenska mynd ársins. 24. september 2018 16:30 Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Reyndi að setja sig inn í heim Magneu Kristín Þóra Haraldsdóttir sýnir stórleik í kvikmyndinni Lof mér að falla þar sem hún leikur Magneu á eldri árum. 6. september 2018 06:00
Yfir 34 þúsund manns séð Lof mér að falla Eftir sautján daga í sýningu er Lof mér að falla orðin fjórða vinsælasta mynd ársins, situr sem fastast á toppi aðsóknarlistans sína þriðju helgi í röð og er orðin tekjuhæsta íslenska mynd ársins. 24. september 2018 16:30