Dómari fór í vettvangsferð til að skoða hvort hráki væri mögulegur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2018 12:09 Héraðsdómur Reykjavíkur vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað mann sem hrækti í tvígang á lögreglumann út um glugga í samkvæmi á síðasta ári. Maðurinn var sýknaður þar sem ekki var ákært fyrir rétt brot. Dómari í málinu skoðaði aðstæður á vettvangi þar sem hrákarnir áttu sér stað til þess athuga hvort mögulegt væri að hrækja út um glugga íbúðarinnar.Málið má rekja til þess að í febrúar á síðasta ári voru lögreglumenn kallaðir að íbúð í Reykjavík vegna hávaða úr íbúð á efri hæð hússins. Þar hafi samkvæmi staðið yfir í lengri tíma. Í fyrstu lofuðu þeir sem stóðu fyrir veislunni að lækka í hávaðanum.Það loforð stóð hins vegar stutt þar sem skömmu síðar var lögregla aftur kölluð á vettvang vegna hávaða úr íbúðinni. Þá komu sex lögreglumennn á vettvang. Ræddu veislugestir við lögreglu úr glugga á efri hæð hússins þar sem þeir neituðu að opna hurðina.Segir í skýrslu lögreglu að mennirnir hafi verið mjög ókurteisir við lögreglu en þó lofað að lækka aftur í tónlistinni. Þegar lögregla ætlaði að yfirgefa vettvang hrækti einn veislugestanna í tvígang á lögreglumann út um gluggann á íbúðinni.Lentu báðir hrákarnir á lögreglumanninnum sem þá krafðist þess að þeir opnuðu hurðina. Var maðurinn handtekinn í kjölfarið og síðar ákærður fyrir að hafa ráðist með ofbeldi eða hótunum á opinberan starfsmann við störf. Lögreglumenn lenda í ýmsu á vaktinni líkt og þetta mál sýnir.Vísir/VilhelmÞvertók fyrir að hafa ætlað sér að hitta lögreglumanninn Fyrir dómi viðurkenndi maðurinn að hafa hrækt út um gluggann. Svo virðist hins vegar sem hann hafi séð mikið eftir því þar sem hann bar vitni um að hrákarnir hefðu verið fáranleg viðbrögð og bæði „sóðalegt og barnalegt“ athæfi, hann hafi þó verið ósáttur við lögregluna umrætt kvöld. Hann neitaði þó því að hafa miðað á lögreglumanninn og taldi hann útilokað að hrákarnir hafi getað lent á lögreglumanninum, glugginn væri þannig úr garði gerður að aðeins væri hægt að hrækja beint niður, lögreglumaðurinn hafi ekki verið staðsettur þar undir.Lögreglumaðurinn sem mátti þola það að hrækt hafi verið á hann sagðist fyrir dómi ekki vera í vafa um annað en að maðurinn hafi verið að reyna að miða á sig.Ámælisverð hegðun og algjört virðingarleysi gagnvart nágrönnum og lögreglu Í niðurstöðu héraðsdóms má lesa að dómari taldi sig þurfa að fara á vettvang hrákanna til þess að meta aðstæður og leiddi sú skoðun í ljós að „hæglega er hægt að hrækja út um glugga íbúðarinnar, eins og hann er úr garði gerður“.Taldi dómari að miðað við vitnisburð lögreglumanna á vettvangi, og í ljósi þess að ekkert hafi komið fram sem rýrði sönnuargildi framburðar þeirra, að sannað væri að maðurinn hefði hrækt á lögreglumanninn og að hann hafi ætlað sér að hæfa lögreglumanninn, framburður mannsins um annað væri ótrúverðugur.Segir í dóminum að þrátt fyrir að hegðun mannsins hafi „verið ámælisverð og beri vott um algjöra óvirðingu og skeytingarleysi gagnvart annars vegar nágrönnum og hins vegar lögreglu“, telji dómurinn að miðað við dómafordæmi ætti að heimfæra ætti háttsemi mannsins undir 234. grein almennra hegningarlaga, sem fjallar um að hver sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, skuli sæta sektum eða fangelsi, en ekki brot gegn valdstjórninni líkt og maðurinn var ákærður fyrir.Var hann því sýknaður af ákærunni þar sem í málinu aðeins var ákært fyrir brot gegn valdstjórninni. Þarf íslenska ríkið einnig að greiða málsvarnarlaun verjanda mannsins, alls 611 þúsund krónur.Dóm héraðsdóms má lesa hér. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað mann sem hrækti í tvígang á lögreglumann út um glugga í samkvæmi á síðasta ári. Maðurinn var sýknaður þar sem ekki var ákært fyrir rétt brot. Dómari í málinu skoðaði aðstæður á vettvangi þar sem hrákarnir áttu sér stað til þess athuga hvort mögulegt væri að hrækja út um glugga íbúðarinnar.Málið má rekja til þess að í febrúar á síðasta ári voru lögreglumenn kallaðir að íbúð í Reykjavík vegna hávaða úr íbúð á efri hæð hússins. Þar hafi samkvæmi staðið yfir í lengri tíma. Í fyrstu lofuðu þeir sem stóðu fyrir veislunni að lækka í hávaðanum.Það loforð stóð hins vegar stutt þar sem skömmu síðar var lögregla aftur kölluð á vettvang vegna hávaða úr íbúðinni. Þá komu sex lögreglumennn á vettvang. Ræddu veislugestir við lögreglu úr glugga á efri hæð hússins þar sem þeir neituðu að opna hurðina.Segir í skýrslu lögreglu að mennirnir hafi verið mjög ókurteisir við lögreglu en þó lofað að lækka aftur í tónlistinni. Þegar lögregla ætlaði að yfirgefa vettvang hrækti einn veislugestanna í tvígang á lögreglumann út um gluggann á íbúðinni.Lentu báðir hrákarnir á lögreglumanninnum sem þá krafðist þess að þeir opnuðu hurðina. Var maðurinn handtekinn í kjölfarið og síðar ákærður fyrir að hafa ráðist með ofbeldi eða hótunum á opinberan starfsmann við störf. Lögreglumenn lenda í ýmsu á vaktinni líkt og þetta mál sýnir.Vísir/VilhelmÞvertók fyrir að hafa ætlað sér að hitta lögreglumanninn Fyrir dómi viðurkenndi maðurinn að hafa hrækt út um gluggann. Svo virðist hins vegar sem hann hafi séð mikið eftir því þar sem hann bar vitni um að hrákarnir hefðu verið fáranleg viðbrögð og bæði „sóðalegt og barnalegt“ athæfi, hann hafi þó verið ósáttur við lögregluna umrætt kvöld. Hann neitaði þó því að hafa miðað á lögreglumanninn og taldi hann útilokað að hrákarnir hafi getað lent á lögreglumanninum, glugginn væri þannig úr garði gerður að aðeins væri hægt að hrækja beint niður, lögreglumaðurinn hafi ekki verið staðsettur þar undir.Lögreglumaðurinn sem mátti þola það að hrækt hafi verið á hann sagðist fyrir dómi ekki vera í vafa um annað en að maðurinn hafi verið að reyna að miða á sig.Ámælisverð hegðun og algjört virðingarleysi gagnvart nágrönnum og lögreglu Í niðurstöðu héraðsdóms má lesa að dómari taldi sig þurfa að fara á vettvang hrákanna til þess að meta aðstæður og leiddi sú skoðun í ljós að „hæglega er hægt að hrækja út um glugga íbúðarinnar, eins og hann er úr garði gerður“.Taldi dómari að miðað við vitnisburð lögreglumanna á vettvangi, og í ljósi þess að ekkert hafi komið fram sem rýrði sönnuargildi framburðar þeirra, að sannað væri að maðurinn hefði hrækt á lögreglumanninn og að hann hafi ætlað sér að hæfa lögreglumanninn, framburður mannsins um annað væri ótrúverðugur.Segir í dóminum að þrátt fyrir að hegðun mannsins hafi „verið ámælisverð og beri vott um algjöra óvirðingu og skeytingarleysi gagnvart annars vegar nágrönnum og hins vegar lögreglu“, telji dómurinn að miðað við dómafordæmi ætti að heimfæra ætti háttsemi mannsins undir 234. grein almennra hegningarlaga, sem fjallar um að hver sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, skuli sæta sektum eða fangelsi, en ekki brot gegn valdstjórninni líkt og maðurinn var ákærður fyrir.Var hann því sýknaður af ákærunni þar sem í málinu aðeins var ákært fyrir brot gegn valdstjórninni. Þarf íslenska ríkið einnig að greiða málsvarnarlaun verjanda mannsins, alls 611 þúsund krónur.Dóm héraðsdóms má lesa hér.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Sjá meira