Starfandi forstjóra OR falið að boða fyrrverandi forstöðumann á fund Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. september 2018 19:30 Starfandi forstjóri Orkuveitunnar ætlar að funda með Áslaugu Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanni Orku náttúrunnar. Mikilvægt sé að fá upplýsingar frá henni áður en frekari ákvörðun í máli hennar verði tekin. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar lagði fram drög að úttekt á vinnustaðnum fyrir stjórnarfund í dag. Helga Jónsdóttir tók við sem forstjóri Orkuveitunnar í dag eftir að Bjarni Bjarnason, fyrrverandi forstjóri, steig til hliðar á meðan tveggja mánaða vinnustaðarúttekt fer fram. Helga átti fund með stjórn fyrirtækisins í dag þar sem innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar kynnti drög á úttekt sinni. „Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar, sem að stýrir úttektinni gerði grein fyrir því hvernig fyrirkomulagið er hugsað og hvernig verður unnið að þessu. Það eru drög enn þá þannig að það er ekki alveg tilbúið en það var mjög mikill einhugur í stjórninni og það er mikilvægt að stjórnin stendur skýrt að baki því að hérna verði gerð úttekt,“ segir Helga. Innri endurskoðun borgarinnar hefur sinnt innri endurskoðun Orkuveitunnar frá því um síðustu áramót. Er ekki þörf á að hún fái óháða aðila með sér í úttektina? „Ef hana skortir þekkingu á einhverju sviði eða þarf viðbótarliðsafla, þá mun hún geta sótt sér hana.“ Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sendi erindi á stjórnarfund Orkuveitunnar í síðustu viku. Erindið var tekið fyrir á stjórnarfundinum í dag og forstjóranum falið að boða Áslaugu á fund. „Ég hef þann ásetning að reyna að boða til fundar fyrir lok þessarar viku en verð samt að slá þann varnagla að það er geysilega margt sem að beið og nánast hver mínúta skipulögð frá því ég kom hingað inn í húsið í morgun.“ Borgarstjórn MeToo Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Starfandi forstjóri Orkuveitunnar ætlar að funda með Áslaugu Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanni Orku náttúrunnar. Mikilvægt sé að fá upplýsingar frá henni áður en frekari ákvörðun í máli hennar verði tekin. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar lagði fram drög að úttekt á vinnustaðnum fyrir stjórnarfund í dag. Helga Jónsdóttir tók við sem forstjóri Orkuveitunnar í dag eftir að Bjarni Bjarnason, fyrrverandi forstjóri, steig til hliðar á meðan tveggja mánaða vinnustaðarúttekt fer fram. Helga átti fund með stjórn fyrirtækisins í dag þar sem innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar kynnti drög á úttekt sinni. „Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar, sem að stýrir úttektinni gerði grein fyrir því hvernig fyrirkomulagið er hugsað og hvernig verður unnið að þessu. Það eru drög enn þá þannig að það er ekki alveg tilbúið en það var mjög mikill einhugur í stjórninni og það er mikilvægt að stjórnin stendur skýrt að baki því að hérna verði gerð úttekt,“ segir Helga. Innri endurskoðun borgarinnar hefur sinnt innri endurskoðun Orkuveitunnar frá því um síðustu áramót. Er ekki þörf á að hún fái óháða aðila með sér í úttektina? „Ef hana skortir þekkingu á einhverju sviði eða þarf viðbótarliðsafla, þá mun hún geta sótt sér hana.“ Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sendi erindi á stjórnarfund Orkuveitunnar í síðustu viku. Erindið var tekið fyrir á stjórnarfundinum í dag og forstjóranum falið að boða Áslaugu á fund. „Ég hef þann ásetning að reyna að boða til fundar fyrir lok þessarar viku en verð samt að slá þann varnagla að það er geysilega margt sem að beið og nánast hver mínúta skipulögð frá því ég kom hingað inn í húsið í morgun.“
Borgarstjórn MeToo Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira