Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Jakob Bjarnar skrifar 24. september 2018 10:15 Bjarni Már er ósáttur við það hvernig umræðan hefur þróast og vonar að úttekt muni leiða hið rétta í ljós. fréttablaðið/GVA/ERNIR Bjarni Már Júlíusson, fráfarandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfyrirtækis OR, segir málið komið í farveg sem hann er sáttur við. „Ég er ánægður með það að málið sé komið í farveg. Gerð verður úttekt á málinu öllu og ég óttast það ekki,“ segir Bjarni Már í samtali við Vísi.Flókin atburðarás Eins og fram hefur komið var Bjarna Má vikið frá störfum eftir fund Bjarna Bjarnasonar forstjóra OR og Áslaugu Thelmu Einarsdóttur og eiginmanns hennar Einars Bárðarsonar. Þau hjónin eru afar ósátt við það að Áslaugu Thelmu var sagt upp störfum hjá ON. Áslaug Thelma hefur sagt uppsögn sína fullkomlega tilhæfulausa og ætlar að sækja rétt sinn.Hér er atburðarás hins fremur flókna máls rakin. Stjórn OR hefur haft málið til umfjöllunar og efnt hefur verið úttektar á málinu öllu. Bjarni fagnar því en vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Þó liggur fyrir að hans útleggingar á því hvers vegna Áslaug Thelma var látin fara frá fyrirtækinu ríma ekki við sýn Áslaugar á aðdraganda þess. Ekki öll kurl komin til grafar Bjarni Már vísar til þess að hann sé bundinn trúnaði og vill ekki fara yfir það hvernig það horfir við sér. En, fagnar úttekt á málinu, eins og áður sagði.„Ég treysti því að þar sé rými fyrir staðreyndir málsins.“ Vísir hafði eftir Bjarna fljótlega eftir að málið kom upp að hann sé ekki sá dónakall sem fólk vill ætla. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar með aðkomu utanaðkomandi sérfræðinga mun annast rannsóknina en ekki liggur fyrir hvenær niðurstöðu þeirrar úttektar er að vænta. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, óskaði eftir því að stíga tímabundið til hliðar meðan úttektin fer fram, sem snýr meðal annars að vinnustaðamenningu hjá Orkuveitunni. Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. Borgarstjórn MeToo Orkumál Stjórnsýsla Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Bjarni Már Júlíusson, fráfarandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfyrirtækis OR, segir málið komið í farveg sem hann er sáttur við. „Ég er ánægður með það að málið sé komið í farveg. Gerð verður úttekt á málinu öllu og ég óttast það ekki,“ segir Bjarni Már í samtali við Vísi.Flókin atburðarás Eins og fram hefur komið var Bjarna Má vikið frá störfum eftir fund Bjarna Bjarnasonar forstjóra OR og Áslaugu Thelmu Einarsdóttur og eiginmanns hennar Einars Bárðarsonar. Þau hjónin eru afar ósátt við það að Áslaugu Thelmu var sagt upp störfum hjá ON. Áslaug Thelma hefur sagt uppsögn sína fullkomlega tilhæfulausa og ætlar að sækja rétt sinn.Hér er atburðarás hins fremur flókna máls rakin. Stjórn OR hefur haft málið til umfjöllunar og efnt hefur verið úttektar á málinu öllu. Bjarni fagnar því en vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Þó liggur fyrir að hans útleggingar á því hvers vegna Áslaug Thelma var látin fara frá fyrirtækinu ríma ekki við sýn Áslaugar á aðdraganda þess. Ekki öll kurl komin til grafar Bjarni Már vísar til þess að hann sé bundinn trúnaði og vill ekki fara yfir það hvernig það horfir við sér. En, fagnar úttekt á málinu, eins og áður sagði.„Ég treysti því að þar sé rými fyrir staðreyndir málsins.“ Vísir hafði eftir Bjarna fljótlega eftir að málið kom upp að hann sé ekki sá dónakall sem fólk vill ætla. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar með aðkomu utanaðkomandi sérfræðinga mun annast rannsóknina en ekki liggur fyrir hvenær niðurstöðu þeirrar úttektar er að vænta. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, óskaði eftir því að stíga tímabundið til hliðar meðan úttektin fer fram, sem snýr meðal annars að vinnustaðamenningu hjá Orkuveitunni. Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða.
Borgarstjórn MeToo Orkumál Stjórnsýsla Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30
Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00
Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25