Telja að strengjabrúður Bandaríkjanna hafi staðið að baki hryðjuverkaárás Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. september 2018 07:30 Þátttakendur í göngunni, sem og aðrir viðstaddir, áttu fótum sínum fjör að launa þegar skothríðin hófst. Tólf hermenn og þrettán áhorfendur fórust auk árásarmannanna. Íranir segja önnur ríki styðja vígamennina. Fréttablaðið/epa Æðstu ráðamenn í Íran segja að Bandaríkin og bandamenn þeirra við Persaflóa beri ábyrgð á árás á skrúðgöngu hermanna í borginni Ahvaz í suðvesturhluta landsins á laugardag. 29 fórust í árásinni. Sem fyrr segir átti árásin sér stað í fyrradag. Ganga hermannanna var í tilefni þess að 38 ár eru liðin frá því að stríð milli Írans og Íraks hófst en það stóð yfir í átta ár. Fjöldi áhorfenda, bæði óbreyttir borgarar og ráðamenn, var saman kominn til að berja gönguna augum. Það var þá sem fjórir árásarmenn, klæddir í fullan hermannaskrúða, hófu skothríð á viðstadda. Í hópi hinna látnu voru tólf hermenn en aðrir sem létust voru áhorfendur, þar á meðal konur og börn. Hermenn felldu árásarmennina fjóra. Samtökin al-Ahvaziya hafa lýst því yfir að árásin hafi verið á þeirra vegum. Ráðherrar og menn í æðstu stöðum innan hersins hafa ekki tekið þá yfirlýsingu góða og gilda. Þess í stað beina þeir fingri í átt að þeim sem þeir telja að styðji við bak samtakanna og annarra hryðjuverkamanna á svæðinu. „Hryðjuverkasveitir, þjálfaðar, æfðar, vopnaðar og launaðar af stjórnvöldum erlends ríkis, hafa ráðist á Ahvaz. Að mati Írans liggur ábyrgðin hjá nærliggjandi ríkjum sem styðja slíkar sveitir og bandarískum herrum þeirra,“ segir utanríkisráðherra Írans, Javad Zarif, í tísti um árásina. Ríkin eru ekki nefnd í tístinu en talið er að Zarif hafi átt við Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum (SAF) og Ísrael. Þau eiga sammerkt að vera óvinveitt Íran og hafa lýst því yfir að þau muni gera það sem þau geta til að draga úr áhrifamætti samtakanna í Miðausturlöndum. Ayatollah Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, tók í svipaðan streng í sinni yfirlýsingu. Sagði hann að árásina mætti rekja til „strengjabrúðna Bandaríkjanna“ sem hefðu það markmið að skapa glundroða og ringulreið í landi sínu. Hið sama gerði Hassan Rouhani, forseti Írans. „Þessir hryðjuverkamenn voru þjálfaðir af tveimur Persaflóaríkjum. Þeir eru ekki frá Daesh [ISIS] eða öðrum hópum sem berjast gegn hinu íslamska ríki Íran. Þess í stað eru þeir tengdir Bandaríkjunum og Mossad [leyniþjónustu Ísraels],“ segir Abolfazl Shekarchi, talsmaður íranska hersins, í samtali við íranska miðilinn IRNA. Fréttaveitan AP hefur eftir Yacoub Hor al-Tostari, talsmanni al-Ahvaziya samtakanna, að þessi dagur hafi verið valinn fyrir árásina með tilliti til skrúðgöngunnar. Þennan dag vildi Íran einmitt sýna umheiminum að ríkið væri „voldugt“ og með fulla stjórn. Abdulkhaleq Abdulla, einn af ráðgjöfum Mohammed bin Zayed, krónprins SAF, sagði í tísti að árás á hernaðarlegt skotmark væri ekki hryðjuverkaárás. Atburðurinn er ekki til þess fallinn að lægja öldurnar á milli Bandaríkjanna og Írans en leiðtogar þjóðanna munu hittast á miðvikudag í New York á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna (SÞ). „Rouhani hefur bælt þjóð sína í fjölda ára og honum væri nær að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Bandaríkin fordæma allar hryðjuverkaárásir um allan heim,“ segir Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ. Birtist í Fréttablaðinu Írak Íran Ísrael Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Á þriðja tug látnir í skotárás í Íran Að minnsta kosti 24 létust og 53 særðust í skotárás sem gerð var á hernaðarskrúðgöngu í borginni Ahvas í suðvesturhluta Íran. 22. september 2018 10:31 Hvetur leiðtoga Írans til þess að líta í spegil Nikki Haley, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum hvetur leiðtoga Írans til þess að „líta í spegil“ vilji þeir komast að því hverjar séu ástæðurnar sem lágu að baki mannskæðri skotárás á hersýningu í gær. 23. september 2018 23:30 Gagnrýnir Bandaríkin eftir mannskæða skotárás Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC. 23. september 2018 11:04 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Æðstu ráðamenn í Íran segja að Bandaríkin og bandamenn þeirra við Persaflóa beri ábyrgð á árás á skrúðgöngu hermanna í borginni Ahvaz í suðvesturhluta landsins á laugardag. 29 fórust í árásinni. Sem fyrr segir átti árásin sér stað í fyrradag. Ganga hermannanna var í tilefni þess að 38 ár eru liðin frá því að stríð milli Írans og Íraks hófst en það stóð yfir í átta ár. Fjöldi áhorfenda, bæði óbreyttir borgarar og ráðamenn, var saman kominn til að berja gönguna augum. Það var þá sem fjórir árásarmenn, klæddir í fullan hermannaskrúða, hófu skothríð á viðstadda. Í hópi hinna látnu voru tólf hermenn en aðrir sem létust voru áhorfendur, þar á meðal konur og börn. Hermenn felldu árásarmennina fjóra. Samtökin al-Ahvaziya hafa lýst því yfir að árásin hafi verið á þeirra vegum. Ráðherrar og menn í æðstu stöðum innan hersins hafa ekki tekið þá yfirlýsingu góða og gilda. Þess í stað beina þeir fingri í átt að þeim sem þeir telja að styðji við bak samtakanna og annarra hryðjuverkamanna á svæðinu. „Hryðjuverkasveitir, þjálfaðar, æfðar, vopnaðar og launaðar af stjórnvöldum erlends ríkis, hafa ráðist á Ahvaz. Að mati Írans liggur ábyrgðin hjá nærliggjandi ríkjum sem styðja slíkar sveitir og bandarískum herrum þeirra,“ segir utanríkisráðherra Írans, Javad Zarif, í tísti um árásina. Ríkin eru ekki nefnd í tístinu en talið er að Zarif hafi átt við Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum (SAF) og Ísrael. Þau eiga sammerkt að vera óvinveitt Íran og hafa lýst því yfir að þau muni gera það sem þau geta til að draga úr áhrifamætti samtakanna í Miðausturlöndum. Ayatollah Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, tók í svipaðan streng í sinni yfirlýsingu. Sagði hann að árásina mætti rekja til „strengjabrúðna Bandaríkjanna“ sem hefðu það markmið að skapa glundroða og ringulreið í landi sínu. Hið sama gerði Hassan Rouhani, forseti Írans. „Þessir hryðjuverkamenn voru þjálfaðir af tveimur Persaflóaríkjum. Þeir eru ekki frá Daesh [ISIS] eða öðrum hópum sem berjast gegn hinu íslamska ríki Íran. Þess í stað eru þeir tengdir Bandaríkjunum og Mossad [leyniþjónustu Ísraels],“ segir Abolfazl Shekarchi, talsmaður íranska hersins, í samtali við íranska miðilinn IRNA. Fréttaveitan AP hefur eftir Yacoub Hor al-Tostari, talsmanni al-Ahvaziya samtakanna, að þessi dagur hafi verið valinn fyrir árásina með tilliti til skrúðgöngunnar. Þennan dag vildi Íran einmitt sýna umheiminum að ríkið væri „voldugt“ og með fulla stjórn. Abdulkhaleq Abdulla, einn af ráðgjöfum Mohammed bin Zayed, krónprins SAF, sagði í tísti að árás á hernaðarlegt skotmark væri ekki hryðjuverkaárás. Atburðurinn er ekki til þess fallinn að lægja öldurnar á milli Bandaríkjanna og Írans en leiðtogar þjóðanna munu hittast á miðvikudag í New York á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna (SÞ). „Rouhani hefur bælt þjóð sína í fjölda ára og honum væri nær að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Bandaríkin fordæma allar hryðjuverkaárásir um allan heim,“ segir Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.
Birtist í Fréttablaðinu Írak Íran Ísrael Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Á þriðja tug látnir í skotárás í Íran Að minnsta kosti 24 létust og 53 særðust í skotárás sem gerð var á hernaðarskrúðgöngu í borginni Ahvas í suðvesturhluta Íran. 22. september 2018 10:31 Hvetur leiðtoga Írans til þess að líta í spegil Nikki Haley, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum hvetur leiðtoga Írans til þess að „líta í spegil“ vilji þeir komast að því hverjar séu ástæðurnar sem lágu að baki mannskæðri skotárás á hersýningu í gær. 23. september 2018 23:30 Gagnrýnir Bandaríkin eftir mannskæða skotárás Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC. 23. september 2018 11:04 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Á þriðja tug látnir í skotárás í Íran Að minnsta kosti 24 létust og 53 særðust í skotárás sem gerð var á hernaðarskrúðgöngu í borginni Ahvas í suðvesturhluta Íran. 22. september 2018 10:31
Hvetur leiðtoga Írans til þess að líta í spegil Nikki Haley, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum hvetur leiðtoga Írans til þess að „líta í spegil“ vilji þeir komast að því hverjar séu ástæðurnar sem lágu að baki mannskæðri skotárás á hersýningu í gær. 23. september 2018 23:30
Gagnrýnir Bandaríkin eftir mannskæða skotárás Hassan Rouhani, forseti Írans, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega eftir mannskæða skotárás sem gerð var á hersýningu í borginni Ahvaz í gær. Þetta kemur fram á vef BBC. 23. september 2018 11:04