Hvert er erindi VG? Svanur Kristjánsson skrifar 24. september 2018 07:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, var mynduð 30. nóvember 2017 en í þingkosningum skömmu áður hlaut flokkur hennar tæp 17% atkvæða og 11 þingsæti. Í upphafi naut ríkisstjórnin mikilla vinsælda en 70-80% kjósenda studdu stjórnina. Á skömmum tíma dvínuðu vinsældirnar mjög. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Gallup skiptast kjósendur nú í tvo jafnstóra hópa í afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Engu að síður halda tveir stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, fylgi sínu en VG er í frjálsu falli – mælist einungis með ríflega 11% fylgi. Engin ástæða er til annars en að taka mark á þessum vísbendingum um fylgishrun VG. Skemmst er þess að minnast að flokkurinn hlaut samtals 14.477 atkvæði í síðustu þingkosningum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur en 2.700 atkvæði í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum. Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fengu einfaldlega þá stjórnarstefnu sem flokkarnir tveir lofuðu: Slegin er skjaldborg gegn öllum kerfisbreytingum. Engar breytingar gerðar í sjávarútvegi eða landbúnaði. Engar umbætur í húsnæðismálum. Endurskoðun stjórnarskrárinnar háð samþykki forystumanna allra flokka. 1. desember 2018 munu því Íslendingar fagna 100 ára fullveldi án þess að valdaflokkar landsins hafi efnt hátíðleg loforð um að endurskoða bráðabirgðastjórnarskrá lýðveldisins frá 1944. Óbreytt er stjórnarskrá sem í grundvallaratriðum er byggð á stjórnarskrá konungsríkisins Danmerkur – frá 1849! Kjósendur VG kölluðu eftir róttækum breytingum en uppskáru ríkisstjórn stöðnunar. Þingflokkur VG lýsti meira að segja yfir trausti á dómsmálaráðherra sem Hæstiréttur Íslands hefur fundið seka um lögbrot við skipun dómara í einn af dómstólum landsins. Ríkisstjórn undir forystu VG er einnig að stefna landinu í harðvítug stéttaátök, neitar m.a. að afturkalla stórfelldar kauphækkanir til alþingismanna og annarra valdhafa. Umbótaöflin í íslenskri verkalýðshreyfingu og stjórnmálum munu væntanlega sigra án atbeina forystufólks VG. Engu að síður er núverandi erindisleysi og fylgishrun VG ekkert fagnaðarefni. Umbótahreyfingin í landinu yrði sterkari með VG innanborðs. Vonandi að svo megi verða. Varla er erindi forystu VG fyrst og fremst að þjóna ríkjandi valdakerfi í landinu?Höfundur er prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, var mynduð 30. nóvember 2017 en í þingkosningum skömmu áður hlaut flokkur hennar tæp 17% atkvæða og 11 þingsæti. Í upphafi naut ríkisstjórnin mikilla vinsælda en 70-80% kjósenda studdu stjórnina. Á skömmum tíma dvínuðu vinsældirnar mjög. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Gallup skiptast kjósendur nú í tvo jafnstóra hópa í afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Engu að síður halda tveir stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, fylgi sínu en VG er í frjálsu falli – mælist einungis með ríflega 11% fylgi. Engin ástæða er til annars en að taka mark á þessum vísbendingum um fylgishrun VG. Skemmst er þess að minnast að flokkurinn hlaut samtals 14.477 atkvæði í síðustu þingkosningum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur en 2.700 atkvæði í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum. Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fengu einfaldlega þá stjórnarstefnu sem flokkarnir tveir lofuðu: Slegin er skjaldborg gegn öllum kerfisbreytingum. Engar breytingar gerðar í sjávarútvegi eða landbúnaði. Engar umbætur í húsnæðismálum. Endurskoðun stjórnarskrárinnar háð samþykki forystumanna allra flokka. 1. desember 2018 munu því Íslendingar fagna 100 ára fullveldi án þess að valdaflokkar landsins hafi efnt hátíðleg loforð um að endurskoða bráðabirgðastjórnarskrá lýðveldisins frá 1944. Óbreytt er stjórnarskrá sem í grundvallaratriðum er byggð á stjórnarskrá konungsríkisins Danmerkur – frá 1849! Kjósendur VG kölluðu eftir róttækum breytingum en uppskáru ríkisstjórn stöðnunar. Þingflokkur VG lýsti meira að segja yfir trausti á dómsmálaráðherra sem Hæstiréttur Íslands hefur fundið seka um lögbrot við skipun dómara í einn af dómstólum landsins. Ríkisstjórn undir forystu VG er einnig að stefna landinu í harðvítug stéttaátök, neitar m.a. að afturkalla stórfelldar kauphækkanir til alþingismanna og annarra valdhafa. Umbótaöflin í íslenskri verkalýðshreyfingu og stjórnmálum munu væntanlega sigra án atbeina forystufólks VG. Engu að síður er núverandi erindisleysi og fylgishrun VG ekkert fagnaðarefni. Umbótahreyfingin í landinu yrði sterkari með VG innanborðs. Vonandi að svo megi verða. Varla er erindi forystu VG fyrst og fremst að þjóna ríkjandi valdakerfi í landinu?Höfundur er prófessor emeritus við Háskóla Íslands.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar