Engum tekist að hrifsa stig af Liverpool Hjörvar Ólafsson skrifar 24. september 2018 07:30 Hollendingurinn Joel Matip skoraði eitt marka Liverpool um helgina vísir/getty Liverpool trónir taplaust á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla þegar sex umferðir hafa verið leiknar í deildinni. Liverpool sem hafði betur gegn Southampton er nú eina taplausa liðið á leiktíðinni þar sem Chelsea gerði markalaust jafntefli við West Ham United. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gaf svissneska landsliðsframherjanum Xherdan Shaqiri tækifæri í byrjunarliðinu í leiknum gegn Southampton og hann þakkaði traustið með því að eiga þátt í tveimur af þremur mörkum liðsins í sannfærandi 3-0 sigri. Mohamed Salah batt svo endahnút á þriggja leikja markaþurrð sína þegar hann skoraði þriðja mark Liverpool í leiknum. Manchester City rak af sér slyðruorðið eftir tap gegn franska liðinu Lyon í fyrstu umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku með því að gjörsigra Cardiff með fimm mörkum gegn engu. Manchester City og Chelsea fylgja fast á hæla Liverpool í toppbaráttu deildarinnar. Eins og staðan er núna stefnir í þriggja liða baráttu um enska meistaratitilinn, en Manchester United mistókst að hafa betur í þriðja deildarleik sínum í röð þegar liðið gerði 1-1 jafntelfi gegn Wolves. Arsenal bar hins vegar sigur úr býtum í fjórða deildarleik sínum í röð þegar liðið vann nokkuð þægilegan 2-0 sigur gegn Everton og Tottenham Hotspur komst aftur á sigurbraut með 2-1 sigri sínum gegn Brighton. Watford er svo áfram í námunda við toppliðin eftir 1-1 jafntefli gegn Fulham. José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að leikmenn liðsins hefðu ekki sýnt nægilega löngun og ákefð til þess að fara með sigur af hólmi gegn nýliðunum í Wolves sem hafa nú náð í stig á móti bæði Manchester United og Manchester City. Manchester United er nú átta stigum á eftir toppliði deildarinnar, Liverpool, og má ekki misstíga sig mikið meira fram að jólum ætli liðið að vera með í titilbaráttunni eftir áramót. Það er huggun harmi gegn fyrir stuðningsmenn Manchester United að þrátt fyrir að ekki hafi ekki tekist að kreista fram sigur inni á vellinum vann Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri liðsins, persónulegan sigur með því að mæta á völlinn í fyrsta skipti eftir að hafa fengið heilablóðfall í vor. Jóhann Berg Guðmundsson lék einkar vel fyrir Burnley sem vann langþráðan sigur þegar liðið vann sannfærandi 4-0 sigur gegn Bournemouth. Þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni á yfirstandandi leiktíð og raunar fyrsti sigur liðsins í rúman mánuð. Síðasti sigurleikur liðsins var gegn tyrkneska liðinu Istanbul Basaksehir í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar um miðjan ágúst síðastliðinn. Jóhann Berg lagði upp annað mark Burnley í leiknum, en hann sendi þá hárnákvæma fyrirgjöf á Aaron Lennon sem kom aðvífandi á fjærstöngina og kláraði færið með góðu skoti. Þeir áttu báðir góðan leik á vængjunum hjá liðinu. Íslenski landsliðsmaðurinn átti svo skot í stöngina sem Ashley Barnes fylgdi eftir og skilaði boltanum í netið. Burnley kom sér upp úr fallsæti með þessum sigri, en liðið er með fjögur stig og er tveimur stigum á undan Huddersfield, Cardiff og Newcastle sem eru með tvö stig hvert lið í fallsætunum. Það er gleðilegt að Jóhann Berg sé kominn á fulla ferð eftir að hafa tognað aftan í læri í upphafi tímabilsins og það er mikilvægt bæði í þeirri baráttu sem fram undan er hjá Burnley við að fikra sig upp töfluna og fyrir íslenska landsliðið í komandi verkefnum. Hann var í nokkrum enskum fjölmiðlum valinn maður leiksins, en aðrir enskir fjölmiðlar heilluðust meira af frammistöðu Aarons Lennon. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira
Liverpool trónir taplaust á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla þegar sex umferðir hafa verið leiknar í deildinni. Liverpool sem hafði betur gegn Southampton er nú eina taplausa liðið á leiktíðinni þar sem Chelsea gerði markalaust jafntefli við West Ham United. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gaf svissneska landsliðsframherjanum Xherdan Shaqiri tækifæri í byrjunarliðinu í leiknum gegn Southampton og hann þakkaði traustið með því að eiga þátt í tveimur af þremur mörkum liðsins í sannfærandi 3-0 sigri. Mohamed Salah batt svo endahnút á þriggja leikja markaþurrð sína þegar hann skoraði þriðja mark Liverpool í leiknum. Manchester City rak af sér slyðruorðið eftir tap gegn franska liðinu Lyon í fyrstu umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku með því að gjörsigra Cardiff með fimm mörkum gegn engu. Manchester City og Chelsea fylgja fast á hæla Liverpool í toppbaráttu deildarinnar. Eins og staðan er núna stefnir í þriggja liða baráttu um enska meistaratitilinn, en Manchester United mistókst að hafa betur í þriðja deildarleik sínum í röð þegar liðið gerði 1-1 jafntelfi gegn Wolves. Arsenal bar hins vegar sigur úr býtum í fjórða deildarleik sínum í röð þegar liðið vann nokkuð þægilegan 2-0 sigur gegn Everton og Tottenham Hotspur komst aftur á sigurbraut með 2-1 sigri sínum gegn Brighton. Watford er svo áfram í námunda við toppliðin eftir 1-1 jafntefli gegn Fulham. José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að leikmenn liðsins hefðu ekki sýnt nægilega löngun og ákefð til þess að fara með sigur af hólmi gegn nýliðunum í Wolves sem hafa nú náð í stig á móti bæði Manchester United og Manchester City. Manchester United er nú átta stigum á eftir toppliði deildarinnar, Liverpool, og má ekki misstíga sig mikið meira fram að jólum ætli liðið að vera með í titilbaráttunni eftir áramót. Það er huggun harmi gegn fyrir stuðningsmenn Manchester United að þrátt fyrir að ekki hafi ekki tekist að kreista fram sigur inni á vellinum vann Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri liðsins, persónulegan sigur með því að mæta á völlinn í fyrsta skipti eftir að hafa fengið heilablóðfall í vor. Jóhann Berg Guðmundsson lék einkar vel fyrir Burnley sem vann langþráðan sigur þegar liðið vann sannfærandi 4-0 sigur gegn Bournemouth. Þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni á yfirstandandi leiktíð og raunar fyrsti sigur liðsins í rúman mánuð. Síðasti sigurleikur liðsins var gegn tyrkneska liðinu Istanbul Basaksehir í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar um miðjan ágúst síðastliðinn. Jóhann Berg lagði upp annað mark Burnley í leiknum, en hann sendi þá hárnákvæma fyrirgjöf á Aaron Lennon sem kom aðvífandi á fjærstöngina og kláraði færið með góðu skoti. Þeir áttu báðir góðan leik á vængjunum hjá liðinu. Íslenski landsliðsmaðurinn átti svo skot í stöngina sem Ashley Barnes fylgdi eftir og skilaði boltanum í netið. Burnley kom sér upp úr fallsæti með þessum sigri, en liðið er með fjögur stig og er tveimur stigum á undan Huddersfield, Cardiff og Newcastle sem eru með tvö stig hvert lið í fallsætunum. Það er gleðilegt að Jóhann Berg sé kominn á fulla ferð eftir að hafa tognað aftan í læri í upphafi tímabilsins og það er mikilvægt bæði í þeirri baráttu sem fram undan er hjá Burnley við að fikra sig upp töfluna og fyrir íslenska landsliðið í komandi verkefnum. Hann var í nokkrum enskum fjölmiðlum valinn maður leiksins, en aðrir enskir fjölmiðlar heilluðust meira af frammistöðu Aarons Lennon.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira