Segir lokanir VÍS mikil mistök Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2018 14:00 Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins , er ósátt við VÍS. Vísir/vilhelm Þingmaður Framsóknarflokksins furðar sig á því að VÍS geti ekki rekið skrifstofu í 20 þúsund manna bæjarfélagi. Hún hefur þegar hætt viðskiptum við fyrirtækið og segir ákvörðun VÍS um að loka skrifstofum á landsbyggðinni vera mikil mistök. Mikil ónáægja hefur verið með ákvörðun Vátrygginafélags Íslands að sameina og loka útibuúm fyrirtækisins á landsbyggðinni. VÍS hyggst alls loka átta skrifstofum á næstunni. Sex þeirra verða sameinaðar öðrum en tveimur þjónustuskrifstofum alveg lokað, á Höfn og í Vestmannaeyjum. Eftir breytingarnar mun VÍS reka sex þjónustuskrifstofur; í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Sauðárkróki og Ísafirði. Fram kom í tilkynningu frá VIS að fyrirtækið hyggist þess í stað leggja aukna áherslu á stafrænar lausnir, til að mynda í gegnum síma og heimasíðu VÍS, sem fyrirtækið segir vera í takti við óskir viðskiptavina þeirra. Fjöldi einstaklinga og samtaka hafa lýst opinberlega yfir óánægju með þessa ákvörðun. Á föstudag samþykktu þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi að skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við VÍS. Þá lýsti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, ákvörðuninni sem árás á landsbyggðina. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og íbúi í Reykjanesbæ, er ein þeirra sem hefur hætt að kaupa þjónust frá VíS eftir breytingarnar. „Þetta kom mér bara gríðarlega á óvart að þessi ákvörðun skuli hafa verið tekin af VÍS þar sem við búum hérna í einu stærsta sveitarfélagi landsins og hér eru náttúrulega fleiri sveitarfélög, þetta er rúmlega 20.000 manna samfélag þannig að ég átta mig ekki alveg á þessari ákvörðun,“ segir Silja Dögg. Hún segir ákvörðun fyrirtækisins vera mikil mistök. „Ástæðan fyrir því að maður fór í viðskipti við þetta fyrirtæki var að það væri skrifstofa hér, það væri gott starfsfólk sem væri gott að eiga samskipti við. Þetta er ekkert alltaf spurning um krónur og aura oft er þetta spurning um viðmót og góða þjónustu þannig að núna geri ég ráð fyrir því að þetta fyrirtæki muni missa stóran hluta viðskiptavina, allavega á Suðurnesjum og víðar, þeir eru náttúrulega að loka útibúum víðar á landinu, því miður. Þetta eru stór mistök að mínu mati hjá þeim,“ segir Silja Dögg. Ekki fengust viðbrögð frá VÍS þegar eftir því var leitað. Neytendur Tengdar fréttir Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma. 21. september 2018 08:00 Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Tryggingafélagið VÍS mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki . 20. september 2018 13:54 Vilja Vestlendinga úr viðskiptum við VÍS Þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við Vátryggingafélag Íslands. 21. september 2018 15:56 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins furðar sig á því að VÍS geti ekki rekið skrifstofu í 20 þúsund manna bæjarfélagi. Hún hefur þegar hætt viðskiptum við fyrirtækið og segir ákvörðun VÍS um að loka skrifstofum á landsbyggðinni vera mikil mistök. Mikil ónáægja hefur verið með ákvörðun Vátrygginafélags Íslands að sameina og loka útibuúm fyrirtækisins á landsbyggðinni. VÍS hyggst alls loka átta skrifstofum á næstunni. Sex þeirra verða sameinaðar öðrum en tveimur þjónustuskrifstofum alveg lokað, á Höfn og í Vestmannaeyjum. Eftir breytingarnar mun VÍS reka sex þjónustuskrifstofur; í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Sauðárkróki og Ísafirði. Fram kom í tilkynningu frá VIS að fyrirtækið hyggist þess í stað leggja aukna áherslu á stafrænar lausnir, til að mynda í gegnum síma og heimasíðu VÍS, sem fyrirtækið segir vera í takti við óskir viðskiptavina þeirra. Fjöldi einstaklinga og samtaka hafa lýst opinberlega yfir óánægju með þessa ákvörðun. Á föstudag samþykktu þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi að skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við VÍS. Þá lýsti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, ákvörðuninni sem árás á landsbyggðina. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og íbúi í Reykjanesbæ, er ein þeirra sem hefur hætt að kaupa þjónust frá VíS eftir breytingarnar. „Þetta kom mér bara gríðarlega á óvart að þessi ákvörðun skuli hafa verið tekin af VÍS þar sem við búum hérna í einu stærsta sveitarfélagi landsins og hér eru náttúrulega fleiri sveitarfélög, þetta er rúmlega 20.000 manna samfélag þannig að ég átta mig ekki alveg á þessari ákvörðun,“ segir Silja Dögg. Hún segir ákvörðun fyrirtækisins vera mikil mistök. „Ástæðan fyrir því að maður fór í viðskipti við þetta fyrirtæki var að það væri skrifstofa hér, það væri gott starfsfólk sem væri gott að eiga samskipti við. Þetta er ekkert alltaf spurning um krónur og aura oft er þetta spurning um viðmót og góða þjónustu þannig að núna geri ég ráð fyrir því að þetta fyrirtæki muni missa stóran hluta viðskiptavina, allavega á Suðurnesjum og víðar, þeir eru náttúrulega að loka útibúum víðar á landinu, því miður. Þetta eru stór mistök að mínu mati hjá þeim,“ segir Silja Dögg. Ekki fengust viðbrögð frá VÍS þegar eftir því var leitað.
Neytendur Tengdar fréttir Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma. 21. september 2018 08:00 Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Tryggingafélagið VÍS mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki . 20. september 2018 13:54 Vilja Vestlendinga úr viðskiptum við VÍS Þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við Vátryggingafélag Íslands. 21. september 2018 15:56 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma. 21. september 2018 08:00
Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Tryggingafélagið VÍS mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki . 20. september 2018 13:54
Vilja Vestlendinga úr viðskiptum við VÍS Þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við Vátryggingafélag Íslands. 21. september 2018 15:56