Aðstoðarmenn May sagðir undirbúa kosningar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. september 2018 08:40 Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. Aðstoðarmenn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, eru þegar byrjaðir að skipuleggja kosningar í nóvember með það fyrir augum að styrkja stöðuna í viðræðum um Brexit og tryggja áframhaldandi völd forsætisráðherra eftir að leiðtogar Evrópusambandsins sópuðu Brexit-tillögum forsætisráðherrans af borðinu í síðustu viku.Breska dagblaðið The Times greindi frá leynilegum fyrirætlunum forsætisráðherrans, ráðgjafa og aðstoðarmanna hennar í sunnudagsútgáfu blaðsins. Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. „Hvað ertu að gera í nóvember? Ég held nefnilega að við þurfum að boða til kosninga.“ Blaðamaður vitnar með þessum hætti í aðstoðarmann May sem ekki er nefndur á nafn.Líklegt að Theresa May segi af sér næsta sumar Staða Theresu May er verulega löskuð eftir slæman árangur í viðræðum um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu en nokkrir ráðherrar í ríkisstjórn hennar hafa sagt af sér vegna Brexit-áætlunar hennar. Times fullyrðir að líklegt sé að hún muni segja af sér embætti næsta sumar til að koma í veg fyrir að fleiri ráðherrar í hennar ríkisstjórn fari að fordæmi Borisar Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra og David Davis, fyrrverandi ráðherra útgöngumála. Johnson og Davis sögðu af sér vegna „útþynntrar útgáfu af Brexit“. Theresa May hefur enn sem komið er ekki brugðist við fréttum dagsins en í grein Times er haft eftir nánum samstarfsmanni forsætisráðherra að ekkert sé hæft í þeirri staðhæfingu að verið sé að undirbúa kosningar í Bretlandi. Brexit Tengdar fréttir May um Brexit: „Annað hvort minn samningur eða enginn“ Forsætisráðherra Bretlands segir að breskir þingmenn standi frammi fyrir vali um að samþykkja Brexit-samning stjórnar hennar við ESB eða þá engan samning yfir höfuð. 17. september 2018 08:29 Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00 Tusk vill sérstakan leiðtogafund um Brexit Leiðtogaráð ESB kemur saman til fundar í Salzburg í Austurríki síðar í vikunni. 18. september 2018 08:42 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Aðstoðarmenn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, eru þegar byrjaðir að skipuleggja kosningar í nóvember með það fyrir augum að styrkja stöðuna í viðræðum um Brexit og tryggja áframhaldandi völd forsætisráðherra eftir að leiðtogar Evrópusambandsins sópuðu Brexit-tillögum forsætisráðherrans af borðinu í síðustu viku.Breska dagblaðið The Times greindi frá leynilegum fyrirætlunum forsætisráðherrans, ráðgjafa og aðstoðarmanna hennar í sunnudagsútgáfu blaðsins. Blaðamaður Times vitnar í símtal tveggja aðstoðarmanna forsætisráðherra þar sem annar þeirra er sagður hafa talað um kosningar í nóvember. „Hvað ertu að gera í nóvember? Ég held nefnilega að við þurfum að boða til kosninga.“ Blaðamaður vitnar með þessum hætti í aðstoðarmann May sem ekki er nefndur á nafn.Líklegt að Theresa May segi af sér næsta sumar Staða Theresu May er verulega löskuð eftir slæman árangur í viðræðum um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu en nokkrir ráðherrar í ríkisstjórn hennar hafa sagt af sér vegna Brexit-áætlunar hennar. Times fullyrðir að líklegt sé að hún muni segja af sér embætti næsta sumar til að koma í veg fyrir að fleiri ráðherrar í hennar ríkisstjórn fari að fordæmi Borisar Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra og David Davis, fyrrverandi ráðherra útgöngumála. Johnson og Davis sögðu af sér vegna „útþynntrar útgáfu af Brexit“. Theresa May hefur enn sem komið er ekki brugðist við fréttum dagsins en í grein Times er haft eftir nánum samstarfsmanni forsætisráðherra að ekkert sé hæft í þeirri staðhæfingu að verið sé að undirbúa kosningar í Bretlandi.
Brexit Tengdar fréttir May um Brexit: „Annað hvort minn samningur eða enginn“ Forsætisráðherra Bretlands segir að breskir þingmenn standi frammi fyrir vali um að samþykkja Brexit-samning stjórnar hennar við ESB eða þá engan samning yfir höfuð. 17. september 2018 08:29 Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00 Tusk vill sérstakan leiðtogafund um Brexit Leiðtogaráð ESB kemur saman til fundar í Salzburg í Austurríki síðar í vikunni. 18. september 2018 08:42 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
May um Brexit: „Annað hvort minn samningur eða enginn“ Forsætisráðherra Bretlands segir að breskir þingmenn standi frammi fyrir vali um að samþykkja Brexit-samning stjórnar hennar við ESB eða þá engan samning yfir höfuð. 17. september 2018 08:29
Brexit viðræðurnar: Það mættust stálin í stinn í Salzburg Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki að sannfæra leiðtoga Evrópusambandsins um ágæti Brexit áætlunar sinnar. 20. september 2018 19:00
Tusk vill sérstakan leiðtogafund um Brexit Leiðtogaráð ESB kemur saman til fundar í Salzburg í Austurríki síðar í vikunni. 18. september 2018 08:42