Ýjar að því að starf Rosenstein sé í hættu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2018 23:30 Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ýjað að því í viðtali við Fox News að starf Rod Rosensteins, aðstoðardómsmálaráðherra og yfirmanns Roberts Muellers sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og tengsl þeirra við framboð Bandaríkjaforseta, sé í hættu.Þetta kemur fram í viðtali við Pompeo sem birt verður á sunnudaginn en bútar úr því hafa verið sýndir. Í viðtalinu er Pompeo spurður um frétt New York Times þar sem blaðið hafði eftir heimildarmönnum að Rosenstein hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum og lagt til hljóðrita Trump til að sýna fram á ringulreiðina sem ríki í Hvíta húsinu. Rosenstein hefur hafnað fréttaflutning blaðsins.Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Vísir/AP„Ef þú getur ekki verið einn af liðinu, ef þú styður ekki það sem við erum að gera, þá ættirðu kannski að vera að gera eitthvað annað,“ er haft eftir Pompeo í viðtalinu. Er hann þá spurður hvort að það sem Rosenstein er sagður hafa verið að áætla feli það í sér að vera liðsmaður í liðinu. „Ekki nálægt því,“ svarar Pompeo. Rannsókn Muellers hefur verið sem þyrnir í augum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um lengri tíma og hefur sú reiði oftar en ekki beinst að Rosenstein sem varð yfirmaður hennar eftir að Jeff Session, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði sig frá rannsókninni.Trump hefur ítrekað verið sagður vilja losna við Rosenstein og eftir að frétt New York Times um Rosenstein birtist í vikunni hafa vangaveltur þess efnis að Trump muni láta verða að því að reka Rosenstein orðið fyrirferðarmeira. Sjálfur ýtti Trump undir slíkar vangaveltur á föstudaginn á fjöldafundi í Springfield í Missouri þar sem hann hét því að losa Bandarísku alríkislögreglunna og dómsmálaráðuneytið undan „óþef svikseminnar“.Chris asks Secretary of State Mike Pompeo about Deputy Attorney General Rosenstein reportedly talking about secretly recording President Trump. Full interview tomorrow 2PM / 7PM ET on Fox News Channel. Check your local listings for morning air times. pic.twitter.com/LYs3THF6u2 — FoxNewsSunday (@FoxNewsSunday) September 22, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdum Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, hefur hafnað fréttum um að hann hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum. 21. september 2018 22:07 Vilja bola umsjónarmanni Rússarannsóknarinnar úr embætti Tveir af íhaldsamari meðlimum bandaríska Repúblikanaflokksins vinna nú að því að víkja aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, úr starfi. 26. júlí 2018 06:48 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ýjað að því í viðtali við Fox News að starf Rod Rosensteins, aðstoðardómsmálaráðherra og yfirmanns Roberts Muellers sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og tengsl þeirra við framboð Bandaríkjaforseta, sé í hættu.Þetta kemur fram í viðtali við Pompeo sem birt verður á sunnudaginn en bútar úr því hafa verið sýndir. Í viðtalinu er Pompeo spurður um frétt New York Times þar sem blaðið hafði eftir heimildarmönnum að Rosenstein hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum og lagt til hljóðrita Trump til að sýna fram á ringulreiðina sem ríki í Hvíta húsinu. Rosenstein hefur hafnað fréttaflutning blaðsins.Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.Vísir/AP„Ef þú getur ekki verið einn af liðinu, ef þú styður ekki það sem við erum að gera, þá ættirðu kannski að vera að gera eitthvað annað,“ er haft eftir Pompeo í viðtalinu. Er hann þá spurður hvort að það sem Rosenstein er sagður hafa verið að áætla feli það í sér að vera liðsmaður í liðinu. „Ekki nálægt því,“ svarar Pompeo. Rannsókn Muellers hefur verið sem þyrnir í augum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um lengri tíma og hefur sú reiði oftar en ekki beinst að Rosenstein sem varð yfirmaður hennar eftir að Jeff Session, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði sig frá rannsókninni.Trump hefur ítrekað verið sagður vilja losna við Rosenstein og eftir að frétt New York Times um Rosenstein birtist í vikunni hafa vangaveltur þess efnis að Trump muni láta verða að því að reka Rosenstein orðið fyrirferðarmeira. Sjálfur ýtti Trump undir slíkar vangaveltur á föstudaginn á fjöldafundi í Springfield í Missouri þar sem hann hét því að losa Bandarísku alríkislögreglunna og dómsmálaráðuneytið undan „óþef svikseminnar“.Chris asks Secretary of State Mike Pompeo about Deputy Attorney General Rosenstein reportedly talking about secretly recording President Trump. Full interview tomorrow 2PM / 7PM ET on Fox News Channel. Check your local listings for morning air times. pic.twitter.com/LYs3THF6u2 — FoxNewsSunday (@FoxNewsSunday) September 22, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdum Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, hefur hafnað fréttum um að hann hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum. 21. september 2018 22:07 Vilja bola umsjónarmanni Rússarannsóknarinnar úr embætti Tveir af íhaldsamari meðlimum bandaríska Repúblikanaflokksins vinna nú að því að víkja aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, úr starfi. 26. júlí 2018 06:48 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira
Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48
Hafnar fréttum um að hann hafi unnið að því að koma Trump frá völdum Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, hefur hafnað fréttum um að hann hafi rætt möguleikann á að virkja ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna um að koma Bandaríkjaforseta frá völdum. 21. september 2018 22:07
Vilja bola umsjónarmanni Rússarannsóknarinnar úr embætti Tveir af íhaldsamari meðlimum bandaríska Repúblikanaflokksins vinna nú að því að víkja aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, úr starfi. 26. júlí 2018 06:48