Ráðherra ætlar ekki að áfrýja dóminum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. september 2018 12:40 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Vísir/Eyþór Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem í byrjun vikunnar felldi úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, háls-nef-og eyrnalæknis, um aðild að rammasamningi við sérgreinalækna. Íslenska ríkinu var gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað. Sjá nánar: Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi Framúrkeyrsla hefur verið á fjárlagalið samningsins og er það ástæðan fyrir því að þrír heilbrigðisráðherrar í röð hafa tekið þá ákvörðun að ekki yrðu teknir fleiri sérfræðilæknar inn á samninginn. Eftir að Svandís hafði gaumgæft niðurstöðu dómsins með ríkislögmanni og metið kosti og galla þess að áfrýja ákvað hún að réttast væri að áfrýja ekki dóminum. Svandís gerði grein fyrir ákvörðun sinni í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1. Hún sagði að það væri mikilvægt fyrir alla sem ættu í hlut að fá niðurstöðu í málinu. Það væri ekki málinu til framdráttar að standa í frekari málaferlum. „Dómurinn er vel ígrundaður og niðurstaðan er leiðbeining. Hann undirstrikar mikilvægi þess að þetta fyrirkomulag verði endurskoðað, ekki bara samningurinn eins og hann er heldur líka framkvæmd hans og þá í samræmi við ábendingar sem viðhöfum í raun frá Ríkisendurskoðun um það að ríkið, sem greiðir þjónustuna, hafi frumkvæði að því og skoðun á því hvaða heilbrigðisþjónusta er keypt, í hvaða magni og af hverjum. Niðurstaða dómsins um að faglegt mat fari fram á hverri umsókn fyrir sig er í raun og veru lykilstef sem er mjög mikilvægt að hafa í forgrunni þegar næstu ákvarðanir eru teknar,“ sagði Svandís. Svandís sagði jafnframt að sérfræðilæknar eigi ekki einhliða rétt á samningi og beri að taka afstöðu til þeirra umsókna í samræmi við þær forsendur sem fram komu í dóminum og gera faglegt mat á hverjum og einum. Hún segist hafa horft til þess að fjárheimildir Alþingis séu uppurnar og að það verði að reisa skorður við því að það haldi áfram að fara út úr ríkissjóði umfram ákvörðun Alþingis. Það sama eigi við um ákvarðanir forvera hennar í starfi, Kristjáns Þórs Júlíussonar og Óttars Proppé. Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 „Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem í byrjun vikunnar felldi úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, háls-nef-og eyrnalæknis, um aðild að rammasamningi við sérgreinalækna. Íslenska ríkinu var gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað. Sjá nánar: Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi Framúrkeyrsla hefur verið á fjárlagalið samningsins og er það ástæðan fyrir því að þrír heilbrigðisráðherrar í röð hafa tekið þá ákvörðun að ekki yrðu teknir fleiri sérfræðilæknar inn á samninginn. Eftir að Svandís hafði gaumgæft niðurstöðu dómsins með ríkislögmanni og metið kosti og galla þess að áfrýja ákvað hún að réttast væri að áfrýja ekki dóminum. Svandís gerði grein fyrir ákvörðun sinni í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1. Hún sagði að það væri mikilvægt fyrir alla sem ættu í hlut að fá niðurstöðu í málinu. Það væri ekki málinu til framdráttar að standa í frekari málaferlum. „Dómurinn er vel ígrundaður og niðurstaðan er leiðbeining. Hann undirstrikar mikilvægi þess að þetta fyrirkomulag verði endurskoðað, ekki bara samningurinn eins og hann er heldur líka framkvæmd hans og þá í samræmi við ábendingar sem viðhöfum í raun frá Ríkisendurskoðun um það að ríkið, sem greiðir þjónustuna, hafi frumkvæði að því og skoðun á því hvaða heilbrigðisþjónusta er keypt, í hvaða magni og af hverjum. Niðurstaða dómsins um að faglegt mat fari fram á hverri umsókn fyrir sig er í raun og veru lykilstef sem er mjög mikilvægt að hafa í forgrunni þegar næstu ákvarðanir eru teknar,“ sagði Svandís. Svandís sagði jafnframt að sérfræðilæknar eigi ekki einhliða rétt á samningi og beri að taka afstöðu til þeirra umsókna í samræmi við þær forsendur sem fram komu í dóminum og gera faglegt mat á hverjum og einum. Hún segist hafa horft til þess að fjárheimildir Alþingis séu uppurnar og að það verði að reisa skorður við því að það haldi áfram að fara út úr ríkissjóði umfram ákvörðun Alþingis. Það sama eigi við um ákvarðanir forvera hennar í starfi, Kristjáns Þórs Júlíussonar og Óttars Proppé.
Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 „Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21
Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28
Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13
„Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25