Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2018 17:37 Borgarfulltrúinn Heiða Björg Hilmarsdóttir birti þessa mynd af smáhýsum með fréttinni. Mynd/Facebooksíða Heiðu Bjargar Reykjavíkurborg hyggst verja 450 milljónum króna í kaup á 25 smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í miklum félagslegum vanda. Þetta var samþykkt í borgarráði í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni nú síðdegis. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að smáhýsin verði tengd veitukerfi og að verið sé að kalla lóðir sem gætu hentað undir þau. Málefni heimilislausra voru mikið í deigunni í sumar og sagði minnihlutinn í borgarstjórn að algert aðgerðaleysi ríkti í málaflokknum hjá borginni. Greint var frá því í sumar að umboðsmaður Alþingis hafi sagt að almennur og viðvarandi vandi væri til staðar hjá Reykjavíkurborg í tengslum við húsnæðismál utangarðsfólks. Hið sama ætti við um hóp einstaklinga með fjölþættan vanda að því er fram kom í niðurstöðu frumkvæðisathugunar umboðsmanns. Fjölgað hefur í hópi utangarðsfólks í höfuðborginni um 95 prósent frá árinu 2012.Hlutafjárframlög til FélagsbústaðaBorgarráð samþykkti einnig að auka stuðning við Félagsbústaði vegna kaupa og uppbyggingar á félagslegu leiguhúsnæði. Segir í tilkynningu frá borginni að borgarsjóður muni veita sérstök fjárframlög til að byggja fleiri leiguíbúðir umfram það sem þegar er gert, bæði að hálfu ríkis og borgar. Stuðningurinn gildir afturvirkt frá 1. janúar 2018 og felur í sér 50-75 milljón króna hækkun á framlögum til uppbyggingar félagslegs húsnæðis. Ákveðið var að biðla til ráðherra um að afnema fjármagnstekjuskatt af lánum sem borgarsjóður veitir Félagsbústöðum ehf. Á þessu ári er gert ráð fyrir að leiguíbúðum Félagsbústaða fjölgi um 100 íbúðir,“ segir í tilkynningunni.Að neðan má sjá Facebook-færslu Heiðu Bjargar. Borgarstjórn Tengdar fréttir Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. 7. ágúst 2018 19:30 Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16 Heimilislausir hafa engan samastað á tjaldsvæðum í vetur Ekki stendur til að hafa tjaldsvæðið í Laugardal opið heimilislausu fólki í vetur en þeim sem hafast við í hjólhýsum eða tjöldum stendur ekkert annað úrræði til boða. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni. 14. september 2018 19:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Reykjavíkurborg hyggst verja 450 milljónum króna í kaup á 25 smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í miklum félagslegum vanda. Þetta var samþykkt í borgarráði í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni nú síðdegis. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að smáhýsin verði tengd veitukerfi og að verið sé að kalla lóðir sem gætu hentað undir þau. Málefni heimilislausra voru mikið í deigunni í sumar og sagði minnihlutinn í borgarstjórn að algert aðgerðaleysi ríkti í málaflokknum hjá borginni. Greint var frá því í sumar að umboðsmaður Alþingis hafi sagt að almennur og viðvarandi vandi væri til staðar hjá Reykjavíkurborg í tengslum við húsnæðismál utangarðsfólks. Hið sama ætti við um hóp einstaklinga með fjölþættan vanda að því er fram kom í niðurstöðu frumkvæðisathugunar umboðsmanns. Fjölgað hefur í hópi utangarðsfólks í höfuðborginni um 95 prósent frá árinu 2012.Hlutafjárframlög til FélagsbústaðaBorgarráð samþykkti einnig að auka stuðning við Félagsbústaði vegna kaupa og uppbyggingar á félagslegu leiguhúsnæði. Segir í tilkynningu frá borginni að borgarsjóður muni veita sérstök fjárframlög til að byggja fleiri leiguíbúðir umfram það sem þegar er gert, bæði að hálfu ríkis og borgar. Stuðningurinn gildir afturvirkt frá 1. janúar 2018 og felur í sér 50-75 milljón króna hækkun á framlögum til uppbyggingar félagslegs húsnæðis. Ákveðið var að biðla til ráðherra um að afnema fjármagnstekjuskatt af lánum sem borgarsjóður veitir Félagsbústöðum ehf. Á þessu ári er gert ráð fyrir að leiguíbúðum Félagsbústaða fjölgi um 100 íbúðir,“ segir í tilkynningunni.Að neðan má sjá Facebook-færslu Heiðu Bjargar.
Borgarstjórn Tengdar fréttir Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. 7. ágúst 2018 19:30 Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16 Heimilislausir hafa engan samastað á tjaldsvæðum í vetur Ekki stendur til að hafa tjaldsvæðið í Laugardal opið heimilislausu fólki í vetur en þeim sem hafast við í hjólhýsum eða tjöldum stendur ekkert annað úrræði til boða. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni. 14. september 2018 19:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. 7. ágúst 2018 19:30
Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16
Heimilislausir hafa engan samastað á tjaldsvæðum í vetur Ekki stendur til að hafa tjaldsvæðið í Laugardal opið heimilislausu fólki í vetur en þeim sem hafast við í hjólhýsum eða tjöldum stendur ekkert annað úrræði til boða. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni. 14. september 2018 19:00