Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2018 17:37 Borgarfulltrúinn Heiða Björg Hilmarsdóttir birti þessa mynd af smáhýsum með fréttinni. Mynd/Facebooksíða Heiðu Bjargar Reykjavíkurborg hyggst verja 450 milljónum króna í kaup á 25 smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í miklum félagslegum vanda. Þetta var samþykkt í borgarráði í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni nú síðdegis. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að smáhýsin verði tengd veitukerfi og að verið sé að kalla lóðir sem gætu hentað undir þau. Málefni heimilislausra voru mikið í deigunni í sumar og sagði minnihlutinn í borgarstjórn að algert aðgerðaleysi ríkti í málaflokknum hjá borginni. Greint var frá því í sumar að umboðsmaður Alþingis hafi sagt að almennur og viðvarandi vandi væri til staðar hjá Reykjavíkurborg í tengslum við húsnæðismál utangarðsfólks. Hið sama ætti við um hóp einstaklinga með fjölþættan vanda að því er fram kom í niðurstöðu frumkvæðisathugunar umboðsmanns. Fjölgað hefur í hópi utangarðsfólks í höfuðborginni um 95 prósent frá árinu 2012.Hlutafjárframlög til FélagsbústaðaBorgarráð samþykkti einnig að auka stuðning við Félagsbústaði vegna kaupa og uppbyggingar á félagslegu leiguhúsnæði. Segir í tilkynningu frá borginni að borgarsjóður muni veita sérstök fjárframlög til að byggja fleiri leiguíbúðir umfram það sem þegar er gert, bæði að hálfu ríkis og borgar. Stuðningurinn gildir afturvirkt frá 1. janúar 2018 og felur í sér 50-75 milljón króna hækkun á framlögum til uppbyggingar félagslegs húsnæðis. Ákveðið var að biðla til ráðherra um að afnema fjármagnstekjuskatt af lánum sem borgarsjóður veitir Félagsbústöðum ehf. Á þessu ári er gert ráð fyrir að leiguíbúðum Félagsbústaða fjölgi um 100 íbúðir,“ segir í tilkynningunni.Að neðan má sjá Facebook-færslu Heiðu Bjargar. Borgarstjórn Tengdar fréttir Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. 7. ágúst 2018 19:30 Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16 Heimilislausir hafa engan samastað á tjaldsvæðum í vetur Ekki stendur til að hafa tjaldsvæðið í Laugardal opið heimilislausu fólki í vetur en þeim sem hafast við í hjólhýsum eða tjöldum stendur ekkert annað úrræði til boða. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni. 14. september 2018 19:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Reykjavíkurborg hyggst verja 450 milljónum króna í kaup á 25 smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í miklum félagslegum vanda. Þetta var samþykkt í borgarráði í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni nú síðdegis. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að smáhýsin verði tengd veitukerfi og að verið sé að kalla lóðir sem gætu hentað undir þau. Málefni heimilislausra voru mikið í deigunni í sumar og sagði minnihlutinn í borgarstjórn að algert aðgerðaleysi ríkti í málaflokknum hjá borginni. Greint var frá því í sumar að umboðsmaður Alþingis hafi sagt að almennur og viðvarandi vandi væri til staðar hjá Reykjavíkurborg í tengslum við húsnæðismál utangarðsfólks. Hið sama ætti við um hóp einstaklinga með fjölþættan vanda að því er fram kom í niðurstöðu frumkvæðisathugunar umboðsmanns. Fjölgað hefur í hópi utangarðsfólks í höfuðborginni um 95 prósent frá árinu 2012.Hlutafjárframlög til FélagsbústaðaBorgarráð samþykkti einnig að auka stuðning við Félagsbústaði vegna kaupa og uppbyggingar á félagslegu leiguhúsnæði. Segir í tilkynningu frá borginni að borgarsjóður muni veita sérstök fjárframlög til að byggja fleiri leiguíbúðir umfram það sem þegar er gert, bæði að hálfu ríkis og borgar. Stuðningurinn gildir afturvirkt frá 1. janúar 2018 og felur í sér 50-75 milljón króna hækkun á framlögum til uppbyggingar félagslegs húsnæðis. Ákveðið var að biðla til ráðherra um að afnema fjármagnstekjuskatt af lánum sem borgarsjóður veitir Félagsbústöðum ehf. Á þessu ári er gert ráð fyrir að leiguíbúðum Félagsbústaða fjölgi um 100 íbúðir,“ segir í tilkynningunni.Að neðan má sjá Facebook-færslu Heiðu Bjargar.
Borgarstjórn Tengdar fréttir Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. 7. ágúst 2018 19:30 Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16 Heimilislausir hafa engan samastað á tjaldsvæðum í vetur Ekki stendur til að hafa tjaldsvæðið í Laugardal opið heimilislausu fólki í vetur en þeim sem hafast við í hjólhýsum eða tjöldum stendur ekkert annað úrræði til boða. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni. 14. september 2018 19:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Mikilvægt að sveitarfélög vinni saman að málefnum heimilislausra Reykjavík er eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu sem starfrækir neyðarúrræði vegna utangarðsfólks. 7. ágúst 2018 19:30
Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16
Heimilislausir hafa engan samastað á tjaldsvæðum í vetur Ekki stendur til að hafa tjaldsvæðið í Laugardal opið heimilislausu fólki í vetur en þeim sem hafast við í hjólhýsum eða tjöldum stendur ekkert annað úrræði til boða. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar telur að fólkið muni leita á ýmis svæði í borginni. 14. september 2018 19:00