Einu sinni fyrir langa löngu … Þórlindur Kjartansson skrifar 21. september 2018 08:00 Þrátt fyrir hið botnlausa framboð afþreyingarefnis sem börnum stendur til boða, í gegnum síma, snjalltæki, tölvur og sjónvörp - þá er það víða ennþá svo að rödd Bessa Bjarnasonar, þar sem hann les gömul ævintýri (á Spotify), er ein áhrifaríkasta leiðin til þess að skapa kyrrð, ró, eftirtekt og eftirvæntingu meðal barna á öllum aldri. Bessi var auðvitað mikill listamaður og gat með sinni hljómfögru rödd og mátulegum galsa náð að fanga og halda athygli allra þeirra sem á hlýddu, hvort sem það voru börnin, pabbarnir—eða mömmurnar sem samt áttu víst að fá tækifæri til að sofa aðeins lengur á meðan Bessi snérist á plötuspilaranum.Sperrum eyru Að segja sögur; sannar, ýktar, lognar eða skáldaðar—mun hafa verið mikilvægur hluti af samskiptum milli mannfólks frá ómunatíð. Hæfileikinn til þess að binda röð af hugmyndum og staðreyndum saman í áhugaverða frásögn er mikilvægur eiginleiki mannskepnunnar, og þjónar nauðsynlegu hlutverki til þess að auðvelda okkur að skilja umheiminn og koma mikilvægum upplýsingum til skila milli kynslóða. Allt frá því við erum lítil börn erum við þjálfuð til að sperra eyrun, eins og hundur sem heyrir þrusk, þegar við heyrum orðin: „Einu sinni fyrir langa löngu …“ Sögurnar sem við segjum og heyrum breytast eftir því sem við eldumst og þroskumst. Það mætti þó segja að alla ævi getum við flokkað þær í grófum dráttum í tvennt. Annars vegar eru sögur afþreying og hins vegar geta þær talist til bókmennta. Þessi aðgreining á sér stað hvort sem um er að ræða sögur í bóka-, bíó-, sjónvarps- eða ljóðaformi; og þessi aðgreining á líka við óháð því hvort sögurnar eru ætlaðar börnum eða fullorðnum. Hvolpasveitin myndi til dæmis seint flokkast til bókmennta, þótt hún sé klárlega nær því heldur en Dóra landkönnuður. Aðgreiningin á milli afþreyingar og bókmennta á vitaskuld líka við um sögurnar sem fullorðnir lesa, hlusta á eða horfa á. Flestar njósna- og spennusögur eru nánast hreinræktuð afþreying, á meðan sumar sjónvarpsseríur eru í raun margbrotin bókmenntaverk (t.d. Breaking Bad).Bókmenntir og afþreying Í gegnum ævina kynnumst við ótalmörgum sögum og söguhetjum, sem eiga uppruna sinn annaðhvort í vel heppnaðri afþreyingu eða alvarlegri bókmenntum. Sumar þessar sögur verða okkur eftirminnilegri og hjartfólgnari en aðrar; og sumar stoppa stutt við í meðvitund okkar á meðan aðrar taka sér þar ævilanga bólfestu og fylgja okkur alla daga. Sumar sögur tilheyra tilfinningum á vissu æviskeiði en virka kjánalegar þegar reynt er að lesa þær síðar, aðrar eldast illa, sumar reyndust ekkert merkilegar þegar maður loksins hafði þroska til að kafa undir yfirborð þeirra, og upp úr mörgum þeirra vex maður einfaldlega. Það eru til góðar bækur og vondar bækur, vönduð og vel heppnuð afþreying, tilgerðarlegar fagurbókmenntir og allt þar á milli. Og við flokkum auðvitað bækur líka eftir því hvort þær eru ætlaðar börnum eða fullorðnum. En barnasögur skiptast fyrst og fremst í flokka eftir því hvort þær eru algjör afþreying eða geti talist bókmenntir. Og ef þær falla í síðari flokkinn, þá eru þær líka þess eðlis að fullorðnir geta notið þess að lesa þær alla tíð. Frábærar barnabækur eru í fyrsta lagi bókmenntir en í öðru lagi ætlaðar börnum. Barnasögur sem fjalla um ást, tryggð, svik, ótta, dauða, hefnd, fyrirgefningu, átök, eftirsjá, söknuð og þrá eru einmitt þær sem endast lengst í minningunni. Börnin (og við hin) lærum eitthvað um sjálf okkur þegar söguhetjurnar þurfa að glíma við það besta og versta í sjálfum sér, þar sem þær þurfa að vega og meta hvernig þær bregðast við hættu, missi, freistingum, sigrum og ósigrum, sorg og gleði—þá erum við samferða þeim og skoðum um leið okkur sjálf. Það er óþarfi að hlífa börnum of mikið við því hversu flókin blæbrigði mannlegra tilfinninga geta verið. Börn geta vel skilið að Ronja ræningjadóttir getur verið hugrökk og hrædd á sama tíma. Þau skilja líka að Matthías elskar dóttur sína þótt hann sé þrjóskur þurs og þykist ekki vilja tala við hana. Þau skilja líka að Ronja elskar pabba sinn þótt hún komist ekki hjá því að brjótast með offorsi úr kærleiksfangelsinu sem hann hafði byggt henni. Börnin skilja líka vel þá innri togstreitu sem Ronja glímir við þegar hún bjargar Birki Borkasyni, syni erkióvinar föður síns; og skilja þannig að stundum krefst það fórna að breyta rétt og standa með sjálfum sér—og að stundum getur verið stutt á milli skefjalausrar aðdáunar og fullkominnar fyrirlitningar. Allar þessar stóru spurningar eru flóknari, ástríðufyllri og erfiðari heldur en það sem er boðið upp á í prinsessu- og ofurhetjuafþreyingarsúpunni á Netflix. Og í gegnum þessar spurningar, ástríður og tilfinningar verðum við smám saman að þroskaðri manneskjum.Góðar sögur, góðar manneskjur Það er nefnilega engin vitleysa að það sé gott fyrir okkur að lesa góðar bækur og hlusta á góðar sögur. Það er meira að segja búið að rannsaka það, reikna það og sanna það í Excel-skjölum. Fólk sem les bókmenntir þroskar með sér hæfileika til þess að setja sig í spor annarra. Það skilur heiminn betur. Vísindin segja það. Þótt það sé gaman að sjá Súperman sigra Lex Luthor í þúsundasta skiptið þá eru það alvarlegu og margslungnu sögurnar, eins og Bróðir minn ljónshjarta, Litli prinsinn, Blái hnötturinn og Ronja ræningjadóttir—sem börn taka raunverulegu ástfóstri við. Og það er í gegnum þannig sögur sem við lærum og þroskumst. Góðar sögur eru vitaskuld ekki bara alvarlegar, heldur líka góð afþreying—og þær þurfa ekki allar að vera ódauðleg meistaraverk til þess að þær séu þess virði að lesa, sjá og horfa. En óneitanlega batnar veröldin ögn í hvert sinn sem einhver sér eða les söguna um Ronju ræningjadóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Menning Þórlindur Kjartansson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir hið botnlausa framboð afþreyingarefnis sem börnum stendur til boða, í gegnum síma, snjalltæki, tölvur og sjónvörp - þá er það víða ennþá svo að rödd Bessa Bjarnasonar, þar sem hann les gömul ævintýri (á Spotify), er ein áhrifaríkasta leiðin til þess að skapa kyrrð, ró, eftirtekt og eftirvæntingu meðal barna á öllum aldri. Bessi var auðvitað mikill listamaður og gat með sinni hljómfögru rödd og mátulegum galsa náð að fanga og halda athygli allra þeirra sem á hlýddu, hvort sem það voru börnin, pabbarnir—eða mömmurnar sem samt áttu víst að fá tækifæri til að sofa aðeins lengur á meðan Bessi snérist á plötuspilaranum.Sperrum eyru Að segja sögur; sannar, ýktar, lognar eða skáldaðar—mun hafa verið mikilvægur hluti af samskiptum milli mannfólks frá ómunatíð. Hæfileikinn til þess að binda röð af hugmyndum og staðreyndum saman í áhugaverða frásögn er mikilvægur eiginleiki mannskepnunnar, og þjónar nauðsynlegu hlutverki til þess að auðvelda okkur að skilja umheiminn og koma mikilvægum upplýsingum til skila milli kynslóða. Allt frá því við erum lítil börn erum við þjálfuð til að sperra eyrun, eins og hundur sem heyrir þrusk, þegar við heyrum orðin: „Einu sinni fyrir langa löngu …“ Sögurnar sem við segjum og heyrum breytast eftir því sem við eldumst og þroskumst. Það mætti þó segja að alla ævi getum við flokkað þær í grófum dráttum í tvennt. Annars vegar eru sögur afþreying og hins vegar geta þær talist til bókmennta. Þessi aðgreining á sér stað hvort sem um er að ræða sögur í bóka-, bíó-, sjónvarps- eða ljóðaformi; og þessi aðgreining á líka við óháð því hvort sögurnar eru ætlaðar börnum eða fullorðnum. Hvolpasveitin myndi til dæmis seint flokkast til bókmennta, þótt hún sé klárlega nær því heldur en Dóra landkönnuður. Aðgreiningin á milli afþreyingar og bókmennta á vitaskuld líka við um sögurnar sem fullorðnir lesa, hlusta á eða horfa á. Flestar njósna- og spennusögur eru nánast hreinræktuð afþreying, á meðan sumar sjónvarpsseríur eru í raun margbrotin bókmenntaverk (t.d. Breaking Bad).Bókmenntir og afþreying Í gegnum ævina kynnumst við ótalmörgum sögum og söguhetjum, sem eiga uppruna sinn annaðhvort í vel heppnaðri afþreyingu eða alvarlegri bókmenntum. Sumar þessar sögur verða okkur eftirminnilegri og hjartfólgnari en aðrar; og sumar stoppa stutt við í meðvitund okkar á meðan aðrar taka sér þar ævilanga bólfestu og fylgja okkur alla daga. Sumar sögur tilheyra tilfinningum á vissu æviskeiði en virka kjánalegar þegar reynt er að lesa þær síðar, aðrar eldast illa, sumar reyndust ekkert merkilegar þegar maður loksins hafði þroska til að kafa undir yfirborð þeirra, og upp úr mörgum þeirra vex maður einfaldlega. Það eru til góðar bækur og vondar bækur, vönduð og vel heppnuð afþreying, tilgerðarlegar fagurbókmenntir og allt þar á milli. Og við flokkum auðvitað bækur líka eftir því hvort þær eru ætlaðar börnum eða fullorðnum. En barnasögur skiptast fyrst og fremst í flokka eftir því hvort þær eru algjör afþreying eða geti talist bókmenntir. Og ef þær falla í síðari flokkinn, þá eru þær líka þess eðlis að fullorðnir geta notið þess að lesa þær alla tíð. Frábærar barnabækur eru í fyrsta lagi bókmenntir en í öðru lagi ætlaðar börnum. Barnasögur sem fjalla um ást, tryggð, svik, ótta, dauða, hefnd, fyrirgefningu, átök, eftirsjá, söknuð og þrá eru einmitt þær sem endast lengst í minningunni. Börnin (og við hin) lærum eitthvað um sjálf okkur þegar söguhetjurnar þurfa að glíma við það besta og versta í sjálfum sér, þar sem þær þurfa að vega og meta hvernig þær bregðast við hættu, missi, freistingum, sigrum og ósigrum, sorg og gleði—þá erum við samferða þeim og skoðum um leið okkur sjálf. Það er óþarfi að hlífa börnum of mikið við því hversu flókin blæbrigði mannlegra tilfinninga geta verið. Börn geta vel skilið að Ronja ræningjadóttir getur verið hugrökk og hrædd á sama tíma. Þau skilja líka að Matthías elskar dóttur sína þótt hann sé þrjóskur þurs og þykist ekki vilja tala við hana. Þau skilja líka að Ronja elskar pabba sinn þótt hún komist ekki hjá því að brjótast með offorsi úr kærleiksfangelsinu sem hann hafði byggt henni. Börnin skilja líka vel þá innri togstreitu sem Ronja glímir við þegar hún bjargar Birki Borkasyni, syni erkióvinar föður síns; og skilja þannig að stundum krefst það fórna að breyta rétt og standa með sjálfum sér—og að stundum getur verið stutt á milli skefjalausrar aðdáunar og fullkominnar fyrirlitningar. Allar þessar stóru spurningar eru flóknari, ástríðufyllri og erfiðari heldur en það sem er boðið upp á í prinsessu- og ofurhetjuafþreyingarsúpunni á Netflix. Og í gegnum þessar spurningar, ástríður og tilfinningar verðum við smám saman að þroskaðri manneskjum.Góðar sögur, góðar manneskjur Það er nefnilega engin vitleysa að það sé gott fyrir okkur að lesa góðar bækur og hlusta á góðar sögur. Það er meira að segja búið að rannsaka það, reikna það og sanna það í Excel-skjölum. Fólk sem les bókmenntir þroskar með sér hæfileika til þess að setja sig í spor annarra. Það skilur heiminn betur. Vísindin segja það. Þótt það sé gaman að sjá Súperman sigra Lex Luthor í þúsundasta skiptið þá eru það alvarlegu og margslungnu sögurnar, eins og Bróðir minn ljónshjarta, Litli prinsinn, Blái hnötturinn og Ronja ræningjadóttir—sem börn taka raunverulegu ástfóstri við. Og það er í gegnum þannig sögur sem við lærum og þroskumst. Góðar sögur eru vitaskuld ekki bara alvarlegar, heldur líka góð afþreying—og þær þurfa ekki allar að vera ódauðleg meistaraverk til þess að þær séu þess virði að lesa, sjá og horfa. En óneitanlega batnar veröldin ögn í hvert sinn sem einhver sér eða les söguna um Ronju ræningjadóttur.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun