Lagði til byggingu veggjar yfir Sahara Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2018 10:50 Sahara-eyðimörkin er um fimm þúsund kílómetra breið og tilheyrir fjölmörgum ríkjum, sem öll eiga það sameiginlegt að vera ekki Spánn. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því við Josep Borrell, utanríkisráðherra Spánar, að Spánverjar ættu að byggja vegg yfir Sahara-eyðimörkina. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að innflytjendur frá Afríku kæmu til Evrópu í jafn miklu mæli og nú. Þetta kemur fram í fjölmiðlum á Spáni sem segja samtal Trump og Borrell hafa átt sér stað í júní þegar hann heimsótti Bandaríkin með konungi og drottningu Spánar. Borrell mun hafa sagt frá þessum samskiptum sínum við Trump á hádegisverði um síðustu helgi. Utanríkisráðuneytið hefur staðfest ummælin. Sky News segir Trump hafa vitnað í eigið verkefni til að draga úr fjölda ólöglegra innflytjenda frá Suður-Ameríku. Hann hefur lengi viljað byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó en án stuðnings frá þingmönnum hefur lítið gengið í þeim málum. Mörgum þykir það óhagkvæmt að byggja rúmlega þrjú þúsund kílómetra langan vegg. „Landamærin við Sahara geta varla verið lengri en landamæri okkar og Mexíkó,“ á Trump að hafa sagt við Borell. Sahara-eyðimörkin er um fimm þúsund kílómetra breið og tilheyrir fjölmörgum ríkjum, sem öll eiga það sameiginlegt að vera ekki Spánn. Það gæti því reynst yfirvöldum Spánar erfitt að byggja vegg þvert yfir eyðimörkina. Minnst 33.600 farand- og flóttamenn hafa ferðast til Spánar það sem af er þessu ári og er það þrefalt fleiri en á sama tímabili í fyrra. Minnst 1.723 hafa dáið við að reyna að komast til Spánar. Samkvæmt Guardian hefur það reynt verulega á innviði í Suður-Spáni og hafa stjórnarandstæðingar gagnrýnt Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, fyrir linkind gagnvart innflytjendum. Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því við Josep Borrell, utanríkisráðherra Spánar, að Spánverjar ættu að byggja vegg yfir Sahara-eyðimörkina. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að innflytjendur frá Afríku kæmu til Evrópu í jafn miklu mæli og nú. Þetta kemur fram í fjölmiðlum á Spáni sem segja samtal Trump og Borrell hafa átt sér stað í júní þegar hann heimsótti Bandaríkin með konungi og drottningu Spánar. Borrell mun hafa sagt frá þessum samskiptum sínum við Trump á hádegisverði um síðustu helgi. Utanríkisráðuneytið hefur staðfest ummælin. Sky News segir Trump hafa vitnað í eigið verkefni til að draga úr fjölda ólöglegra innflytjenda frá Suður-Ameríku. Hann hefur lengi viljað byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó en án stuðnings frá þingmönnum hefur lítið gengið í þeim málum. Mörgum þykir það óhagkvæmt að byggja rúmlega þrjú þúsund kílómetra langan vegg. „Landamærin við Sahara geta varla verið lengri en landamæri okkar og Mexíkó,“ á Trump að hafa sagt við Borell. Sahara-eyðimörkin er um fimm þúsund kílómetra breið og tilheyrir fjölmörgum ríkjum, sem öll eiga það sameiginlegt að vera ekki Spánn. Það gæti því reynst yfirvöldum Spánar erfitt að byggja vegg þvert yfir eyðimörkina. Minnst 33.600 farand- og flóttamenn hafa ferðast til Spánar það sem af er þessu ári og er það þrefalt fleiri en á sama tímabili í fyrra. Minnst 1.723 hafa dáið við að reyna að komast til Spánar. Samkvæmt Guardian hefur það reynt verulega á innviði í Suður-Spáni og hafa stjórnarandstæðingar gagnrýnt Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, fyrir linkind gagnvart innflytjendum.
Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira