Teikningar af golfvöllum hjálpuðu honum úr fangelsi eftir 27 ár Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. september 2018 12:30 Dixon við eitt af sínum verkum. Mikill listamaður. vísir/ap Dæmdur morðingi er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum eftir 27 ára dvöl í steininum. Hann getur að mörgu leyti þakkað það myndum af golfvöllum sem hann teiknaði í steininum. Sá heitir Valentino Dixon og var að losna úr fangelsi eftir að annar maður viðurkenndi að hafa framið morðið sem Dixon var dæmdur fyrir. Dixon hélt ávallt fram sakleysi sínu og getur loks um frjálst höfuð strokið.Golf Digest varpaði ljósi á málið Dixon byrjaði að teikna myndir af golfholum. Ekki af þekktum holum heldur einhverjum sem hann ímyndaði sér. Myndirnar vöktu mikla athygli og enduðu að lokum í hinu vinsæla tímariti, Golf Digest. Með myndunum var umfjöllun um mál fangans. Er myndirnar birtust í blaðinu komst mál hans aftur í fréttirnar og fólk fór að kafa betur ofan í það. Það var skriðan sem ýtti öllu af stað og nú er hann laus úr steininum 48 ára að aldri.Augusta kallaði á hann Allt byrjaði þetta með því að fangavörður gaf honum mynd af 12. holunni á Augusta og bað hann um að teikna hana. „Eftir 19 ár í Attica fangelsinu þá talaði golfhola til mín. Það virtist svo friðsamt þar. Ég ímyndaði mér að spila golf væri eins og að veiða. Ég vissi ekkert um golf enda úr gettóinu,“ sagði Dixon en hann hefur aldrei spilað golf.Dixon vinnur við eina af myndunum sem komu honum í sviðsljósið.vísir/apHann var sakfelldur fyrir að myrða hina 17 ára gömlu Torriano Jackson í Buffalo. Dixon viðurkenndi að hafa verið á staðnum en sagðist hafa verið í búð nálægt að kaupa sér bjór er skotárásin átti sér stað. Fjölmargir gátu borið vitni um að hann hefði ekki skotið af byssu en það dugði ekki til þar sem lögfræðingur hans náði ekki í neitt af þessum vitnum.Aldrei hlustað á raunverulega morðingjann Hinn raunverulegi morðingi, Lamarr Scott, viðurkenndi við fjölmiðla nokkrum dögum eftir morðið að vera sá seki. Hann vildi ekki að vinur sinn færi saklaus í fangelsi. Bróðir þess látna sagði aftur á móti að Dixon væri morðinginn og því fór hann í fangelsi en Scott gekk laus. Hann reyndi hvað hann gat til þess að koma Dixon úr fangelsi og játaði morðið á sig tíu sinnum. Það dugði ekki til þar til núna. Hann mætti loksins fyrir rétt í gær og viðurkenndi morðið. Nokkrum tímum síðar var Dixon laus allra mála. „Þetta er besta tilfinning allra mála,“ sagði Dixon er hann gekk úr fangelsinu. Á meðal þeirra sem tóku á móti honum var dóttir hans sem var lítið barn er faðirinn fór í steininn. Hún á nú fjórtán mánaða tvíbura. Dixon vonast til þess að prófa golf á næstu misserum og mun örugglega fá boð á fjölmarga golfvelli. Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Dæmdur morðingi er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum eftir 27 ára dvöl í steininum. Hann getur að mörgu leyti þakkað það myndum af golfvöllum sem hann teiknaði í steininum. Sá heitir Valentino Dixon og var að losna úr fangelsi eftir að annar maður viðurkenndi að hafa framið morðið sem Dixon var dæmdur fyrir. Dixon hélt ávallt fram sakleysi sínu og getur loks um frjálst höfuð strokið.Golf Digest varpaði ljósi á málið Dixon byrjaði að teikna myndir af golfholum. Ekki af þekktum holum heldur einhverjum sem hann ímyndaði sér. Myndirnar vöktu mikla athygli og enduðu að lokum í hinu vinsæla tímariti, Golf Digest. Með myndunum var umfjöllun um mál fangans. Er myndirnar birtust í blaðinu komst mál hans aftur í fréttirnar og fólk fór að kafa betur ofan í það. Það var skriðan sem ýtti öllu af stað og nú er hann laus úr steininum 48 ára að aldri.Augusta kallaði á hann Allt byrjaði þetta með því að fangavörður gaf honum mynd af 12. holunni á Augusta og bað hann um að teikna hana. „Eftir 19 ár í Attica fangelsinu þá talaði golfhola til mín. Það virtist svo friðsamt þar. Ég ímyndaði mér að spila golf væri eins og að veiða. Ég vissi ekkert um golf enda úr gettóinu,“ sagði Dixon en hann hefur aldrei spilað golf.Dixon vinnur við eina af myndunum sem komu honum í sviðsljósið.vísir/apHann var sakfelldur fyrir að myrða hina 17 ára gömlu Torriano Jackson í Buffalo. Dixon viðurkenndi að hafa verið á staðnum en sagðist hafa verið í búð nálægt að kaupa sér bjór er skotárásin átti sér stað. Fjölmargir gátu borið vitni um að hann hefði ekki skotið af byssu en það dugði ekki til þar sem lögfræðingur hans náði ekki í neitt af þessum vitnum.Aldrei hlustað á raunverulega morðingjann Hinn raunverulegi morðingi, Lamarr Scott, viðurkenndi við fjölmiðla nokkrum dögum eftir morðið að vera sá seki. Hann vildi ekki að vinur sinn færi saklaus í fangelsi. Bróðir þess látna sagði aftur á móti að Dixon væri morðinginn og því fór hann í fangelsi en Scott gekk laus. Hann reyndi hvað hann gat til þess að koma Dixon úr fangelsi og játaði morðið á sig tíu sinnum. Það dugði ekki til þar til núna. Hann mætti loksins fyrir rétt í gær og viðurkenndi morðið. Nokkrum tímum síðar var Dixon laus allra mála. „Þetta er besta tilfinning allra mála,“ sagði Dixon er hann gekk úr fangelsinu. Á meðal þeirra sem tóku á móti honum var dóttir hans sem var lítið barn er faðirinn fór í steininn. Hún á nú fjórtán mánaða tvíbura. Dixon vonast til þess að prófa golf á næstu misserum og mun örugglega fá boð á fjölmarga golfvelli.
Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira