Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. september 2018 22:30 Það voru litlir kærleikar með Khabib og Conor í kvöld. vísir/getty Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov mættust í fyrsta skipti í kvöld á blaðamannafundi í New York. Mikil eftirvænting var hjá aðdáendum að sjá írska vélbyssukjaftinn mæta aftur til leiks. Conor var á eftir Khabib er hann réðst á rútuna í Brooklyn fyrr á árinu. Nú var engin rúta á milli þeirra en barist með orðum. Þann 6. október verður svo barist í búrinu. Blaðamannafundir Conors byrja aldrei á réttum tíma og þessi byrjaði 40 mínútum of seint. Conor mætti með gömlu beltin sín tvö og flösku af Proper Twelve viskí sem hann er að framleiða. Hann opnaði flöskuna og gaf bæði Dana White, forseta UFC, og Khabib í glas. Khabib afþakkaði og sagðist ekki drekka. Conor drakk því glasið hans sem og glas White. Conor byrjaði fundinn á því að gagnrýna UFC fyrir að þora ekki að vera með áhorfendur á fundinum. Svo byrjaði hann að hakka Khabib í sig. Sagði hann hafa gert í brækurnar í rútunni sem Írinn réðst á. Svo gerði hann frekara grín að Rússanum. Sagði hann hafa verið aðdáanda sem hafi keypt boli með mynd af sér. Svo þegar rússneskir glæpamenn hafi mokað peningum í hann hafi hann breyst. Conor sagði að Rússarnir hötuðu Khabib og vildu sjá hann rotaðan. Það verkefni ætlaði hann að klára fyrir rússnesku þjóðina. Khabib hélt ró sinni. Sagði lítið og oftast er hann reyndi að tala var hann truflaður af írska vélbyssukjaftinum. Það var ekki fyrr en þeir fóru að ræða um aðdragandann að rútuárásinni sem Khabib æsti sig loksins. Gríðarlegur áhugi var á blaðamannafundinum og yfir hálf milljón manna fylgdist með á Youtube-síðu UFC. Sjá má fundinn hér að neðan. Hann byrjar eftir 43 mínútur á myndbandinu. MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Conor hefur ekkert lært Pétur Marínó Jónsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson fara yfir stöðuna hjá UFC í nýjasta þætti Fimmtu lotunnar á Vísi. 3. ágúst 2018 12:45 Sjáðu það besta af blaðamannafundum Conors Eftir rúman sólarhring byrjar Conor McGregor aftur formlega í vinnunni sinni hjá UFC. Það hafa margir beðið eftir því. 19. september 2018 15:00 Enn í áfalli eftir árás Conors Strávigtarmeistari UFC, Rose Namajunas, varð fyrir miklu andlegu áfalli þegar Conor McGregor gekk berserksgang í Brooklyn og réðst á rútu bardagakappanna. Hún þorir ekki enn út úr húsi. 5. september 2018 13:00 Conor semur og þarf ekki að sitja inni þarf að sinna samfélagsþjónustu og mögulega að fara á reiðinámskeið. 26. júlí 2018 14:09 Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov mættust í fyrsta skipti í kvöld á blaðamannafundi í New York. Mikil eftirvænting var hjá aðdáendum að sjá írska vélbyssukjaftinn mæta aftur til leiks. Conor var á eftir Khabib er hann réðst á rútuna í Brooklyn fyrr á árinu. Nú var engin rúta á milli þeirra en barist með orðum. Þann 6. október verður svo barist í búrinu. Blaðamannafundir Conors byrja aldrei á réttum tíma og þessi byrjaði 40 mínútum of seint. Conor mætti með gömlu beltin sín tvö og flösku af Proper Twelve viskí sem hann er að framleiða. Hann opnaði flöskuna og gaf bæði Dana White, forseta UFC, og Khabib í glas. Khabib afþakkaði og sagðist ekki drekka. Conor drakk því glasið hans sem og glas White. Conor byrjaði fundinn á því að gagnrýna UFC fyrir að þora ekki að vera með áhorfendur á fundinum. Svo byrjaði hann að hakka Khabib í sig. Sagði hann hafa gert í brækurnar í rútunni sem Írinn réðst á. Svo gerði hann frekara grín að Rússanum. Sagði hann hafa verið aðdáanda sem hafi keypt boli með mynd af sér. Svo þegar rússneskir glæpamenn hafi mokað peningum í hann hafi hann breyst. Conor sagði að Rússarnir hötuðu Khabib og vildu sjá hann rotaðan. Það verkefni ætlaði hann að klára fyrir rússnesku þjóðina. Khabib hélt ró sinni. Sagði lítið og oftast er hann reyndi að tala var hann truflaður af írska vélbyssukjaftinum. Það var ekki fyrr en þeir fóru að ræða um aðdragandann að rútuárásinni sem Khabib æsti sig loksins. Gríðarlegur áhugi var á blaðamannafundinum og yfir hálf milljón manna fylgdist með á Youtube-síðu UFC. Sjá má fundinn hér að neðan. Hann byrjar eftir 43 mínútur á myndbandinu.
MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Conor hefur ekkert lært Pétur Marínó Jónsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson fara yfir stöðuna hjá UFC í nýjasta þætti Fimmtu lotunnar á Vísi. 3. ágúst 2018 12:45 Sjáðu það besta af blaðamannafundum Conors Eftir rúman sólarhring byrjar Conor McGregor aftur formlega í vinnunni sinni hjá UFC. Það hafa margir beðið eftir því. 19. september 2018 15:00 Enn í áfalli eftir árás Conors Strávigtarmeistari UFC, Rose Namajunas, varð fyrir miklu andlegu áfalli þegar Conor McGregor gekk berserksgang í Brooklyn og réðst á rútu bardagakappanna. Hún þorir ekki enn út úr húsi. 5. september 2018 13:00 Conor semur og þarf ekki að sitja inni þarf að sinna samfélagsþjónustu og mögulega að fara á reiðinámskeið. 26. júlí 2018 14:09 Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Fimmta lotan: Conor hefur ekkert lært Pétur Marínó Jónsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson fara yfir stöðuna hjá UFC í nýjasta þætti Fimmtu lotunnar á Vísi. 3. ágúst 2018 12:45
Sjáðu það besta af blaðamannafundum Conors Eftir rúman sólarhring byrjar Conor McGregor aftur formlega í vinnunni sinni hjá UFC. Það hafa margir beðið eftir því. 19. september 2018 15:00
Enn í áfalli eftir árás Conors Strávigtarmeistari UFC, Rose Namajunas, varð fyrir miklu andlegu áfalli þegar Conor McGregor gekk berserksgang í Brooklyn og réðst á rútu bardagakappanna. Hún þorir ekki enn út úr húsi. 5. september 2018 13:00
Conor semur og þarf ekki að sitja inni þarf að sinna samfélagsþjónustu og mögulega að fara á reiðinámskeið. 26. júlí 2018 14:09
Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00