Blæddi úr augum og nösum farþega eftir að flugmenn gleymdu rofanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. september 2018 08:52 Skjáskot úr myndbandi sem farþegi vélar Jet Airways deildi á Twitter. Skjáskot/Twitter Yfir þrjátíu farþegar indverska flugfélagsins Jet Airways slösuðust í flugi félagsins í morgun eftir að flugmenn vélarinnar gleymdu að kveikja á rofa sem stýrir loftþrýstingi í farþegarýminu. Í frétt BBC kemur fram að blætt hafi úr augum og nefum farþega vegna þessa. Flugvélin var á leið frá Mumbai til borgarinnar Jaipur en sneri til baka stuttu eftir flugtak. Í myndböndum sem farþegar vélarinnar deildu á Twitter má sjá súrefnisgrímur hangandi fyrir ofan sætin. Þá birti einn farþegi vélarinnar, Satish Nair, mynd af sér þar sem blæðir úr nefi hans. Hann sagði jafnframt að „öryggi farþega hafi verið virt gjörsamlega að vettugi.“Panic situation due to technical fault in @jetairways 9W 0697 going from Mumbai to Jaipur. Flt return back to Mumbai after 45 mts. All passengers are safe including me. pic.twitter.com/lnOaFbcaps— Darshak Hathi (@DarshakHathi) September 20, 2018 @jetairways Flight 9W 697 made an emergency landing back in Mumbai. Airplane lost pressure immediately after taking off...scores of passengers including me bleeding from nose....no staff to help...no announcement on board to wear the oxygen mask.passengersafety completelyignored pic.twitter.com/vO9O95aMCP— Satish Nair (@satishnairk) September 20, 2018 Þá segir í yfirlýsingu frá Jet Airways að fluginu hefði verið snúið við sökum „lækkunar á loftþrýstingi í farþegarýminu“. Félagið harmar jafnframt óþægindin sem þetta hafi valdið farþegunum. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að allir farþegarnir 166 um borð í vélinni hafi komist heilir og höldnu inn í flugstöðina við lendingu. Þá hafi verið gert að sárum nokkurra farþega vegna blóðnasa og verkja í eyrum. Fréttir af flugi Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Yfir þrjátíu farþegar indverska flugfélagsins Jet Airways slösuðust í flugi félagsins í morgun eftir að flugmenn vélarinnar gleymdu að kveikja á rofa sem stýrir loftþrýstingi í farþegarýminu. Í frétt BBC kemur fram að blætt hafi úr augum og nefum farþega vegna þessa. Flugvélin var á leið frá Mumbai til borgarinnar Jaipur en sneri til baka stuttu eftir flugtak. Í myndböndum sem farþegar vélarinnar deildu á Twitter má sjá súrefnisgrímur hangandi fyrir ofan sætin. Þá birti einn farþegi vélarinnar, Satish Nair, mynd af sér þar sem blæðir úr nefi hans. Hann sagði jafnframt að „öryggi farþega hafi verið virt gjörsamlega að vettugi.“Panic situation due to technical fault in @jetairways 9W 0697 going from Mumbai to Jaipur. Flt return back to Mumbai after 45 mts. All passengers are safe including me. pic.twitter.com/lnOaFbcaps— Darshak Hathi (@DarshakHathi) September 20, 2018 @jetairways Flight 9W 697 made an emergency landing back in Mumbai. Airplane lost pressure immediately after taking off...scores of passengers including me bleeding from nose....no staff to help...no announcement on board to wear the oxygen mask.passengersafety completelyignored pic.twitter.com/vO9O95aMCP— Satish Nair (@satishnairk) September 20, 2018 Þá segir í yfirlýsingu frá Jet Airways að fluginu hefði verið snúið við sökum „lækkunar á loftþrýstingi í farþegarýminu“. Félagið harmar jafnframt óþægindin sem þetta hafi valdið farþegunum. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að allir farþegarnir 166 um borð í vélinni hafi komist heilir og höldnu inn í flugstöðina við lendingu. Þá hafi verið gert að sárum nokkurra farþega vegna blóðnasa og verkja í eyrum.
Fréttir af flugi Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira