Nafnafrumvarp opnar á tákn, tölur og rúnir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. september 2018 06:00 Frumvarpið hlaut góðar undirtektir meðal þeirra þingmanna sem þátt tóku í umræðum. Vísir/getty Fyrsta umræða um frumvarp til nýrra mannanafnalaga fór fram á Alþingi í gær. Fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið opnar það heimildir til nafngiftar upp á gátt að því undanskildu að skylt er að bera að minnsta kosti eiginnafn og vera kennt til foreldris eða foreldra. Frumvarpið er lagt fram af þingflokki Viðreisnar, Guðjóni S. Brjánssyni, Samfylkingu, og Píratanum Birni Leví Gunnarssyni. Það stefnir að því að mannanafnanefnd skuli lögð niður, nafn þarf ekki að taka íslenska eignarfallsendingu og þá er það ekki lengur skylda að nafn sé í samræmi við íslenskt málkerfi. Þá verður hverjum sem er heimilt að taka upp það ættarnafn sem honum sýnist. Nær sambærilegt frumvarp var flutt á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Nokkrar breytingar voru gerðar á texta frumvarpsins milli framlagninga og tóku þær flestar mið af athugasemdum við hið eldra. Meðal þess sem bent var á þá var að það sé ekki skylda samkvæmt því að nafn einstaklings sé ritað með latneska stafrófinu. Með öðrum orðum þá er opnað á þann möguleika að nafn samanstandi af grísku eða kyrillísku letri í heild eða að hluta og hið sama gildir um tölustafi, rúnir eða ýmis tákn. „Í raun og veru leggur frumvarpið engar skorður við nafngiftinni sem slíkri. Í sjálfu sér var það með ráðum gert að opna þetta upp á gátt en fela allsherjar- og menntamálanefnd að meta hvort ástæða væri til að nafn þyrfti að vera ritanlegt með latnesku letri,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður málsins. Í gegnum tíðina hefur verið rætt um hvort ættarnöfn skuli leyfð eður ei. Tillagan leyfir upptöku nýrra ættarnafna og gott betur. Samkvæmt frumvarpinu verður einstaklingi mögulegt að taka upp það ættarnafn er honum sýnist óháð því hvort það hafi verið eyrnamerkt annarri ætt hingað til. „Ættarnöfn njóta engrar sérstakrar verndar samkvæmt frumvarpinu. Það er samkvæmt erlendri fyrirmynd en þar er fjöldinn allur af óskyldum einstaklingum með sama ættarnafn. Ég sé ekki ástæðu til þess að einhver eignarréttur sé á nöfnum,“ segir Þorsteinn. Frumvarpið hlaut góðar undirtektir meðal þeirra þingmanna sem þátt tóku í umræðum að Sjálfstæðismanninum Brynjari Níelssyni undanskildum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mannanöfn Tengdar fréttir Leggst gegn frumvarpi um mannanöfn: „Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin“ Guðrún Kvaran segir athugasemdir sínar við frumvarpið vera svo margar "úr yrði heill bæklingur ef allt yrði sett á blað.“ 6. mars 2018 15:20 Leggja til að fólk geti skipt oft um nafn og tekið upp ættarnöfn Mannanafnanefnd yrði lögð niður og fólki yrði frjálst að skýra börn sín að vildi og taka upp ættarnöfn nái frumvarp þingmanna þriggja flokka fram að ganga á Alþingi. 23. janúar 2018 13:57 Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Fyrsta umræða um frumvarp til nýrra mannanafnalaga fór fram á Alþingi í gær. Fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið opnar það heimildir til nafngiftar upp á gátt að því undanskildu að skylt er að bera að minnsta kosti eiginnafn og vera kennt til foreldris eða foreldra. Frumvarpið er lagt fram af þingflokki Viðreisnar, Guðjóni S. Brjánssyni, Samfylkingu, og Píratanum Birni Leví Gunnarssyni. Það stefnir að því að mannanafnanefnd skuli lögð niður, nafn þarf ekki að taka íslenska eignarfallsendingu og þá er það ekki lengur skylda að nafn sé í samræmi við íslenskt málkerfi. Þá verður hverjum sem er heimilt að taka upp það ættarnafn sem honum sýnist. Nær sambærilegt frumvarp var flutt á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Nokkrar breytingar voru gerðar á texta frumvarpsins milli framlagninga og tóku þær flestar mið af athugasemdum við hið eldra. Meðal þess sem bent var á þá var að það sé ekki skylda samkvæmt því að nafn einstaklings sé ritað með latneska stafrófinu. Með öðrum orðum þá er opnað á þann möguleika að nafn samanstandi af grísku eða kyrillísku letri í heild eða að hluta og hið sama gildir um tölustafi, rúnir eða ýmis tákn. „Í raun og veru leggur frumvarpið engar skorður við nafngiftinni sem slíkri. Í sjálfu sér var það með ráðum gert að opna þetta upp á gátt en fela allsherjar- og menntamálanefnd að meta hvort ástæða væri til að nafn þyrfti að vera ritanlegt með latnesku letri,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður málsins. Í gegnum tíðina hefur verið rætt um hvort ættarnöfn skuli leyfð eður ei. Tillagan leyfir upptöku nýrra ættarnafna og gott betur. Samkvæmt frumvarpinu verður einstaklingi mögulegt að taka upp það ættarnafn er honum sýnist óháð því hvort það hafi verið eyrnamerkt annarri ætt hingað til. „Ættarnöfn njóta engrar sérstakrar verndar samkvæmt frumvarpinu. Það er samkvæmt erlendri fyrirmynd en þar er fjöldinn allur af óskyldum einstaklingum með sama ættarnafn. Ég sé ekki ástæðu til þess að einhver eignarréttur sé á nöfnum,“ segir Þorsteinn. Frumvarpið hlaut góðar undirtektir meðal þeirra þingmanna sem þátt tóku í umræðum að Sjálfstæðismanninum Brynjari Níelssyni undanskildum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mannanöfn Tengdar fréttir Leggst gegn frumvarpi um mannanöfn: „Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin“ Guðrún Kvaran segir athugasemdir sínar við frumvarpið vera svo margar "úr yrði heill bæklingur ef allt yrði sett á blað.“ 6. mars 2018 15:20 Leggja til að fólk geti skipt oft um nafn og tekið upp ættarnöfn Mannanafnanefnd yrði lögð niður og fólki yrði frjálst að skýra börn sín að vildi og taka upp ættarnöfn nái frumvarp þingmanna þriggja flokka fram að ganga á Alþingi. 23. janúar 2018 13:57 Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Leggst gegn frumvarpi um mannanöfn: „Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin“ Guðrún Kvaran segir athugasemdir sínar við frumvarpið vera svo margar "úr yrði heill bæklingur ef allt yrði sett á blað.“ 6. mars 2018 15:20
Leggja til að fólk geti skipt oft um nafn og tekið upp ættarnöfn Mannanafnanefnd yrði lögð niður og fólki yrði frjálst að skýra börn sín að vildi og taka upp ættarnöfn nái frumvarp þingmanna þriggja flokka fram að ganga á Alþingi. 23. janúar 2018 13:57
Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28