Stjórnin mætti endurskoða starf alltumlykjandi forstjóra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. september 2018 08:00 Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls. Fréttablaðið/Anton brink Reykjavík Sú ákvörðun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, að víkja tímabundið úr starfi hefur varpað ljósi á umfangsmikið vald forstjóra í mörgum hlutverkum. Varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur segir að hugsanlega sé tilefni til að endurskoða hlutverk forstjórans innan samstæðunnar. Stjórn OR samþykkti í gærkvöldi ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra um að víkja tímabundið úr starfi meðan úttekt fer fram á meðal annars vinnustaðamenningu fyrirtækisins í ljósi hneykslismála sem komið hafa upp undanfarna daga og varða óviðeigandi hegðun og kynferðislega áreitni stjórnenda innan samstæðunnar.Bjarni Bjarnason, forstjóri OR.Fréttablaðið/StefánBjarni Bjarnason er auk þess að vera forstjóri OR stjórnarformaður í dótturfélögunum Orku náttúrunnar (ON) og Gagnaveitu Reykjavíkur (GR). Hjá dótturfélaginu Vatns- og fráveitu sf. fer hann með ákvörðunarvald á félagsfundum ásamt framkvæmdastjóra Veitna. Þá er hann framkvæmdastjóri í dótturfélaginu OR Eignir ohf., sem hefur ekki sjálfstæðan rekstur. Af fimm dótturfélögum OR er aðeins eitt sem Bjarni hefur enga beina aðkomu að, Veitur ohf. Með leyfinu víkur Bjarni úr öllum þessum hlutverkum. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um fær Bjarni aðeins greitt fyrir stjórnarformennskuna í ON og GR. Alls fær hann tæplega hálfa milljón á mánuði aukalega vegna þessa, ofan á grunnlaun sín sem forstjóri upp á tæplega 2,4 milljónir á mánuði. Það að Bjarni víki sem forstjóri kallar því á frekari ráðstafanir í ljósi þess hversu víða hann situr við borð innan Orkuveitunnar og frekari hrókeringa er þörf. Aðspurður hvort þörf sé á að endurskoða skipuritið og draga úr því sem kalla mætti alltumlykjandi hlutverk forstjórans, segir Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar OR, að það komi til greina.Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar OR. Fréttablaðið/Valli„Þetta er tiltölulega valddreift fyrirtæki, rekið í dótturfyrirtækjum sem eru tiltölulega sjálfstæð. Daglegur rekstur er í höndum þeirra sem stýra dótturfélögunum. Í þeim skilningi er talsverð valddreifing en auðvitað er það eitthvað sem mætti skoða, við erum bara ekki komin á það stig.“ Gylfi segir óljóst hversu umfangsmikið hlutverk afleysingaforstjórans verði. „Við erum fyrst og fremst að leita að forstjórastaðgengli. Ég þori ekki að lofa því að sá sem leysir af sem forstjóri muni stíga inn í allar þessar stjórnir því það eru auðvitað varamenn þar. Það er ákvörðun sem verður að taka í samráði stjórnar og þess sem kemur inn í staðinn.“ Gylfi á ekki von á öðru en að Bjarni verði á fullum launum á meðan á leyfinu stendur. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24 Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Stjórninni barst bréf frá lögmanni hennar í kvöld en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að draga uppsögn hennar til baka. 19. september 2018 21:55 Tveggja mánaða tíð Helgu í OR hefst eftir helgi Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. 20. september 2018 07:30 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Reykjavík Sú ákvörðun Bjarna Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, að víkja tímabundið úr starfi hefur varpað ljósi á umfangsmikið vald forstjóra í mörgum hlutverkum. Varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur segir að hugsanlega sé tilefni til að endurskoða hlutverk forstjórans innan samstæðunnar. Stjórn OR samþykkti í gærkvöldi ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra um að víkja tímabundið úr starfi meðan úttekt fer fram á meðal annars vinnustaðamenningu fyrirtækisins í ljósi hneykslismála sem komið hafa upp undanfarna daga og varða óviðeigandi hegðun og kynferðislega áreitni stjórnenda innan samstæðunnar.Bjarni Bjarnason, forstjóri OR.Fréttablaðið/StefánBjarni Bjarnason er auk þess að vera forstjóri OR stjórnarformaður í dótturfélögunum Orku náttúrunnar (ON) og Gagnaveitu Reykjavíkur (GR). Hjá dótturfélaginu Vatns- og fráveitu sf. fer hann með ákvörðunarvald á félagsfundum ásamt framkvæmdastjóra Veitna. Þá er hann framkvæmdastjóri í dótturfélaginu OR Eignir ohf., sem hefur ekki sjálfstæðan rekstur. Af fimm dótturfélögum OR er aðeins eitt sem Bjarni hefur enga beina aðkomu að, Veitur ohf. Með leyfinu víkur Bjarni úr öllum þessum hlutverkum. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um fær Bjarni aðeins greitt fyrir stjórnarformennskuna í ON og GR. Alls fær hann tæplega hálfa milljón á mánuði aukalega vegna þessa, ofan á grunnlaun sín sem forstjóri upp á tæplega 2,4 milljónir á mánuði. Það að Bjarni víki sem forstjóri kallar því á frekari ráðstafanir í ljósi þess hversu víða hann situr við borð innan Orkuveitunnar og frekari hrókeringa er þörf. Aðspurður hvort þörf sé á að endurskoða skipuritið og draga úr því sem kalla mætti alltumlykjandi hlutverk forstjórans, segir Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar OR, að það komi til greina.Gylfi Magnússon, varaformaður stjórnar OR. Fréttablaðið/Valli„Þetta er tiltölulega valddreift fyrirtæki, rekið í dótturfyrirtækjum sem eru tiltölulega sjálfstæð. Daglegur rekstur er í höndum þeirra sem stýra dótturfélögunum. Í þeim skilningi er talsverð valddreifing en auðvitað er það eitthvað sem mætti skoða, við erum bara ekki komin á það stig.“ Gylfi segir óljóst hversu umfangsmikið hlutverk afleysingaforstjórans verði. „Við erum fyrst og fremst að leita að forstjórastaðgengli. Ég þori ekki að lofa því að sá sem leysir af sem forstjóri muni stíga inn í allar þessar stjórnir því það eru auðvitað varamenn þar. Það er ákvörðun sem verður að taka í samráði stjórnar og þess sem kemur inn í staðinn.“ Gylfi á ekki von á öðru en að Bjarni verði á fullum launum á meðan á leyfinu stendur.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24 Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Stjórninni barst bréf frá lögmanni hennar í kvöld en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að draga uppsögn hennar til baka. 19. september 2018 21:55 Tveggja mánaða tíð Helgu í OR hefst eftir helgi Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. 20. september 2018 07:30 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14
Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24
Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Stjórninni barst bréf frá lögmanni hennar í kvöld en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að draga uppsögn hennar til baka. 19. september 2018 21:55
Tveggja mánaða tíð Helgu í OR hefst eftir helgi Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, hefur verið ráðin forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til tveggja mánaða. 20. september 2018 07:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“