Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes, fór með sigur af hólmi í rússneska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag.
Fyrir kappakstrinn í dag hafði Hamilton endað í efstu tveimur sætunum í síðustu sex keppnum og vann hann fjórar af þeim keppnum.
Sebastian Vettel, tók þriðja sætið í dag en það var Finninn og liðfélagi Hamilton, Valtteri Bottas sem tók annað sætið en það voru aðeins tvær sekúndur á milli þeirra.
Í upphafi var Hamilton í vandræðum með vélina og dekkin en þau vandamál voru leyst og setti hann t.d. nýtt met yfir hraðasta hringinn á brautinni en tíminn var 1:36,185.
Á einum tímapunkti í kappakstrinum í dag var Vettel á undan Hamilton en missti hann á undan sér eftir mistök.
Vettel er nú fimmtíu stigum á eftir Hamilton í heildarkeppninni.
