Óttar Yngvason biðst afsökunar á orðum sínum Jakob Bjarnar skrifar 9. október 2018 14:04 Einar K. Guðfinnsson telur ummæli Óttars lykta af mannfyrirlitningu en sá hinn síðarnefndi harmar það að hafa orðað hugsanir sínar illa. Óttar Yngvason, lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar á orðum sínum sem snúa að atvinnuþátttöku útlendinga við fiskeldi vestur á fjörðum. Ummæli hans féllu í þættinum Kastljósi í gærkvöldi í viðtali við Einar Þorsteinsson, einn umsjónarmanna þáttarins, á þá leið að þeir sem aðallega störfuðu við fiskeldi vestur á fjörðum væru örfáir og þá helst Pólverjar eða útlendingar. Óttar stílar yfirlýsingu sína á Einar, en hún er svohljóðandi:„Til Einars, stjórnanda Kastljóss. Vegna orða minna í Kastljósi í gær vill undirritaður taka fram, að þjóðerni þeirra sem vinna í laxeldi er málefninu óviðkomandi. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki orðað þetta betur. Um leið er rétt að benda á, að starfsmannatölur sem ég nefndi áttu einungis við nýbyrjað laxeldi í Patreksfirði. Aðrar starfsmannatölur sem fram komu áttu augljóslega við meintan heildarfjölda allra eldisfyrirtækja á Vestfjörðum. Bestu kveðjur, Óttar Yngvason.“Umdeilt mál Málið tengist hinu umdeilda sjókvíaeldi fyrir vestan en væntanlegt er frumvarp þar sem veita á fyrirtækjum undanþágu frá úrskurði nefndar um umhverfismál, sem felldu rekstrarleyfi þeirra úr gildi. Óttar segir stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum fyrir fyrirhuguðu frumvarpi. Jafnframt segir hann engan grundvöll vera fyrir því að fara framhjá eðlilegu ferli sem væri að leggja mál fyrir dómstóla líkt og fyrirtækin hafa hug á að gera. „Með öðrum aðgerðum er verið að reyna að fara í kringum venjuleg lög og reglur í landinu. Það er í rauninni bara óheimilt og ólöglegt,“ sagði Óttar í samtali við Vísi og segir engan vafa vera á því að stjórnvöld séu að brjóta lög með frumvarpinu. Óttar telur með öðrum orðum að verið sé að taka orð sín úr samhengi, en þau vísuðu til þess að málið væri ekki eins mikilvægt að teknu tilliti til atvinnustigs fyrir vestan og margur vill vera láta. Sakaður um mannfyrirlitningu Strax eftir þáttinn stigu stuðningsmenn sjókvíaeldisins sem og ýmsir aðrir og fordæmdu orð Óttars, og höfðu þau til marks um útlendingaandúð. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, er á því að um sé að ræða einskonar mannfyrirlitningu. „Menn eru náttúrulega miður sín og hneykslaðir á þessum yfirlýsingum sem mér finnst lykta af ákveðinni mannfyrirlitningu og undarlegri afstöðu til útlendinga sem ég hélt satt að segja að væri útdauð í íslensku samfélagi en lengi má manninn reyna,“ sagði Einar í samtali við fréttastofu RÚV. Fiskeldi Tengdar fréttir Lögmaður náttúruverndarsamtaka segir stjórnvöld brjóta lög með frumvarpinu Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem myndi heimila ráðherra fiskeldismála að veita fyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða. 8. október 2018 19:05 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Óttar Yngvason, lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar á orðum sínum sem snúa að atvinnuþátttöku útlendinga við fiskeldi vestur á fjörðum. Ummæli hans féllu í þættinum Kastljósi í gærkvöldi í viðtali við Einar Þorsteinsson, einn umsjónarmanna þáttarins, á þá leið að þeir sem aðallega störfuðu við fiskeldi vestur á fjörðum væru örfáir og þá helst Pólverjar eða útlendingar. Óttar stílar yfirlýsingu sína á Einar, en hún er svohljóðandi:„Til Einars, stjórnanda Kastljóss. Vegna orða minna í Kastljósi í gær vill undirritaður taka fram, að þjóðerni þeirra sem vinna í laxeldi er málefninu óviðkomandi. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki orðað þetta betur. Um leið er rétt að benda á, að starfsmannatölur sem ég nefndi áttu einungis við nýbyrjað laxeldi í Patreksfirði. Aðrar starfsmannatölur sem fram komu áttu augljóslega við meintan heildarfjölda allra eldisfyrirtækja á Vestfjörðum. Bestu kveðjur, Óttar Yngvason.“Umdeilt mál Málið tengist hinu umdeilda sjókvíaeldi fyrir vestan en væntanlegt er frumvarp þar sem veita á fyrirtækjum undanþágu frá úrskurði nefndar um umhverfismál, sem felldu rekstrarleyfi þeirra úr gildi. Óttar segir stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum fyrir fyrirhuguðu frumvarpi. Jafnframt segir hann engan grundvöll vera fyrir því að fara framhjá eðlilegu ferli sem væri að leggja mál fyrir dómstóla líkt og fyrirtækin hafa hug á að gera. „Með öðrum aðgerðum er verið að reyna að fara í kringum venjuleg lög og reglur í landinu. Það er í rauninni bara óheimilt og ólöglegt,“ sagði Óttar í samtali við Vísi og segir engan vafa vera á því að stjórnvöld séu að brjóta lög með frumvarpinu. Óttar telur með öðrum orðum að verið sé að taka orð sín úr samhengi, en þau vísuðu til þess að málið væri ekki eins mikilvægt að teknu tilliti til atvinnustigs fyrir vestan og margur vill vera láta. Sakaður um mannfyrirlitningu Strax eftir þáttinn stigu stuðningsmenn sjókvíaeldisins sem og ýmsir aðrir og fordæmdu orð Óttars, og höfðu þau til marks um útlendingaandúð. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, er á því að um sé að ræða einskonar mannfyrirlitningu. „Menn eru náttúrulega miður sín og hneykslaðir á þessum yfirlýsingum sem mér finnst lykta af ákveðinni mannfyrirlitningu og undarlegri afstöðu til útlendinga sem ég hélt satt að segja að væri útdauð í íslensku samfélagi en lengi má manninn reyna,“ sagði Einar í samtali við fréttastofu RÚV.
Fiskeldi Tengdar fréttir Lögmaður náttúruverndarsamtaka segir stjórnvöld brjóta lög með frumvarpinu Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem myndi heimila ráðherra fiskeldismála að veita fyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða. 8. október 2018 19:05 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Lögmaður náttúruverndarsamtaka segir stjórnvöld brjóta lög með frumvarpinu Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem myndi heimila ráðherra fiskeldismála að veita fyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða. 8. október 2018 19:05