Óttar Yngvason biðst afsökunar á orðum sínum Jakob Bjarnar skrifar 9. október 2018 14:04 Einar K. Guðfinnsson telur ummæli Óttars lykta af mannfyrirlitningu en sá hinn síðarnefndi harmar það að hafa orðað hugsanir sínar illa. Óttar Yngvason, lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar á orðum sínum sem snúa að atvinnuþátttöku útlendinga við fiskeldi vestur á fjörðum. Ummæli hans féllu í þættinum Kastljósi í gærkvöldi í viðtali við Einar Þorsteinsson, einn umsjónarmanna þáttarins, á þá leið að þeir sem aðallega störfuðu við fiskeldi vestur á fjörðum væru örfáir og þá helst Pólverjar eða útlendingar. Óttar stílar yfirlýsingu sína á Einar, en hún er svohljóðandi:„Til Einars, stjórnanda Kastljóss. Vegna orða minna í Kastljósi í gær vill undirritaður taka fram, að þjóðerni þeirra sem vinna í laxeldi er málefninu óviðkomandi. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki orðað þetta betur. Um leið er rétt að benda á, að starfsmannatölur sem ég nefndi áttu einungis við nýbyrjað laxeldi í Patreksfirði. Aðrar starfsmannatölur sem fram komu áttu augljóslega við meintan heildarfjölda allra eldisfyrirtækja á Vestfjörðum. Bestu kveðjur, Óttar Yngvason.“Umdeilt mál Málið tengist hinu umdeilda sjókvíaeldi fyrir vestan en væntanlegt er frumvarp þar sem veita á fyrirtækjum undanþágu frá úrskurði nefndar um umhverfismál, sem felldu rekstrarleyfi þeirra úr gildi. Óttar segir stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum fyrir fyrirhuguðu frumvarpi. Jafnframt segir hann engan grundvöll vera fyrir því að fara framhjá eðlilegu ferli sem væri að leggja mál fyrir dómstóla líkt og fyrirtækin hafa hug á að gera. „Með öðrum aðgerðum er verið að reyna að fara í kringum venjuleg lög og reglur í landinu. Það er í rauninni bara óheimilt og ólöglegt,“ sagði Óttar í samtali við Vísi og segir engan vafa vera á því að stjórnvöld séu að brjóta lög með frumvarpinu. Óttar telur með öðrum orðum að verið sé að taka orð sín úr samhengi, en þau vísuðu til þess að málið væri ekki eins mikilvægt að teknu tilliti til atvinnustigs fyrir vestan og margur vill vera láta. Sakaður um mannfyrirlitningu Strax eftir þáttinn stigu stuðningsmenn sjókvíaeldisins sem og ýmsir aðrir og fordæmdu orð Óttars, og höfðu þau til marks um útlendingaandúð. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, er á því að um sé að ræða einskonar mannfyrirlitningu. „Menn eru náttúrulega miður sín og hneykslaðir á þessum yfirlýsingum sem mér finnst lykta af ákveðinni mannfyrirlitningu og undarlegri afstöðu til útlendinga sem ég hélt satt að segja að væri útdauð í íslensku samfélagi en lengi má manninn reyna,“ sagði Einar í samtali við fréttastofu RÚV. Fiskeldi Tengdar fréttir Lögmaður náttúruverndarsamtaka segir stjórnvöld brjóta lög með frumvarpinu Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem myndi heimila ráðherra fiskeldismála að veita fyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða. 8. október 2018 19:05 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Óttar Yngvason, lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar á orðum sínum sem snúa að atvinnuþátttöku útlendinga við fiskeldi vestur á fjörðum. Ummæli hans féllu í þættinum Kastljósi í gærkvöldi í viðtali við Einar Þorsteinsson, einn umsjónarmanna þáttarins, á þá leið að þeir sem aðallega störfuðu við fiskeldi vestur á fjörðum væru örfáir og þá helst Pólverjar eða útlendingar. Óttar stílar yfirlýsingu sína á Einar, en hún er svohljóðandi:„Til Einars, stjórnanda Kastljóss. Vegna orða minna í Kastljósi í gær vill undirritaður taka fram, að þjóðerni þeirra sem vinna í laxeldi er málefninu óviðkomandi. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki orðað þetta betur. Um leið er rétt að benda á, að starfsmannatölur sem ég nefndi áttu einungis við nýbyrjað laxeldi í Patreksfirði. Aðrar starfsmannatölur sem fram komu áttu augljóslega við meintan heildarfjölda allra eldisfyrirtækja á Vestfjörðum. Bestu kveðjur, Óttar Yngvason.“Umdeilt mál Málið tengist hinu umdeilda sjókvíaeldi fyrir vestan en væntanlegt er frumvarp þar sem veita á fyrirtækjum undanþágu frá úrskurði nefndar um umhverfismál, sem felldu rekstrarleyfi þeirra úr gildi. Óttar segir stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum fyrir fyrirhuguðu frumvarpi. Jafnframt segir hann engan grundvöll vera fyrir því að fara framhjá eðlilegu ferli sem væri að leggja mál fyrir dómstóla líkt og fyrirtækin hafa hug á að gera. „Með öðrum aðgerðum er verið að reyna að fara í kringum venjuleg lög og reglur í landinu. Það er í rauninni bara óheimilt og ólöglegt,“ sagði Óttar í samtali við Vísi og segir engan vafa vera á því að stjórnvöld séu að brjóta lög með frumvarpinu. Óttar telur með öðrum orðum að verið sé að taka orð sín úr samhengi, en þau vísuðu til þess að málið væri ekki eins mikilvægt að teknu tilliti til atvinnustigs fyrir vestan og margur vill vera láta. Sakaður um mannfyrirlitningu Strax eftir þáttinn stigu stuðningsmenn sjókvíaeldisins sem og ýmsir aðrir og fordæmdu orð Óttars, og höfðu þau til marks um útlendingaandúð. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, er á því að um sé að ræða einskonar mannfyrirlitningu. „Menn eru náttúrulega miður sín og hneykslaðir á þessum yfirlýsingum sem mér finnst lykta af ákveðinni mannfyrirlitningu og undarlegri afstöðu til útlendinga sem ég hélt satt að segja að væri útdauð í íslensku samfélagi en lengi má manninn reyna,“ sagði Einar í samtali við fréttastofu RÚV.
Fiskeldi Tengdar fréttir Lögmaður náttúruverndarsamtaka segir stjórnvöld brjóta lög með frumvarpinu Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem myndi heimila ráðherra fiskeldismála að veita fyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða. 8. október 2018 19:05 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Lögmaður náttúruverndarsamtaka segir stjórnvöld brjóta lög með frumvarpinu Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem myndi heimila ráðherra fiskeldismála að veita fyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða. 8. október 2018 19:05