Uppgjör: Hamilton með níu fingur á titlinum Bragi Þórðarson skrifar 9. október 2018 17:45 Hamilton fagnar í Japan. vísir/getty Sautjánda umferðin í Formúlu 1 fór fram um helgina er ekið var á Suzuka brautinni í Japan. Lewis Hamilton vann sinn níunda sigur á tímabilinu á sunnudaginn og hefur fyrir vikið 67 stiga forskot í keppni ökuþóra þegar aðeins fjórar keppnir eru eftir. Sebastian Vettel á Ferrari hefur verið að bítast við Bretann í allt sumar og hafði lengi vel forskot á Bretann. En nú lítur allt út fyrir að Hamilton nái að tryggja sér sinn fimmta titil í Formúlu 1. Rétt eins og Hamilton á Vettel að baki fjóra titla í greininni. Sá þeirra sem vinnur þann fimmta verður því svo sannarlega besti ökumaður þessarar kynslóðar. Þjóðverjinn á enn stærðfræðilega möguleika á titli. Hamilton getur hins vegar tryggt sér titilinn í næstu keppni með sigri, svo lengi sem Vettel verður ekki annar á eftir honum.Ferrari sökudólgur helgarinnar Seigja má að liðið hafi svikið Vettel strax í tímatökum á laugardeginum er það sendi Þjóðverjann út á þurra brautina á regndekkjum. Fyrir vikið ræsti Sebastian áttundi af stað í kappaksturinn. Lítið gekk hjá Vettel á sunnudaginn og var hann dottinn niður í síðasta sætið strax í byrjun keppninnar eftir samstuð við Max Verstappen. Þjóðverjanum tókst þó að lokum að keyra sig upp í sjötta sætið. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Kimi Raikkonen varð fimmti og svo komu Red Bull ökuþórarnir Daniel Ricciardo og Max Verstappen.Hamilton og Bottas ánægðir eftir keppnina í Japan.vísir/gettyMercedes fremstir enn og aftur Aðra keppnina í röð kom Lewis Hamilton í mark í fyrsta sætinu á undan liðsfélaga sínum Valtteri Bottas. Mercedes liðið hefur greinilega tekist að finna einhvern aukakraft í bílum sínum á lokametrum tímabilsins. „Formúla 1 er liðsíþrótt, ég er svo þakklátur að vera í besta liðinu,” sagði Hamilton eftir kappaksturinn. Bæði í byrjun tímabils og um það mitt var Ferrari liðið augljóslega með hraðari bíl í höndunum, en liðið nýtti tækifæri sín illa. Nú eru það þýsku bílarnir sem hafa hraðann og nýta sér það bæði í tímatökum og keppnum. Kappaksturinn í Japan var ansi líflegur fyrir aftan Mercedes bílana og þá sérstaklega um miðjan pakkann. Að lokum voru það Force India bílarnir sem stóð sig best í þeim slag og komu ökumenn liðsins sjöundu og níundu í mark. Magnaður árangur hjá liði sem fór á hausinn í ágúst. Næsta keppni fer fram í Texas fylki í Bandaríkjunum. Braut sem að Lewis Hamilton segist elska, enda er Bretinn farinn að eyða æ meiri tíma vestanhafs. Keppnin fer fram eftir tvær vikur og ef Mercedes liðið heldur áfram á sömu braut gæti vel farið svo að Lewis verður krýndur meistari í Texas. Formúla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Sautjánda umferðin í Formúlu 1 fór fram um helgina er ekið var á Suzuka brautinni í Japan. Lewis Hamilton vann sinn níunda sigur á tímabilinu á sunnudaginn og hefur fyrir vikið 67 stiga forskot í keppni ökuþóra þegar aðeins fjórar keppnir eru eftir. Sebastian Vettel á Ferrari hefur verið að bítast við Bretann í allt sumar og hafði lengi vel forskot á Bretann. En nú lítur allt út fyrir að Hamilton nái að tryggja sér sinn fimmta titil í Formúlu 1. Rétt eins og Hamilton á Vettel að baki fjóra titla í greininni. Sá þeirra sem vinnur þann fimmta verður því svo sannarlega besti ökumaður þessarar kynslóðar. Þjóðverjinn á enn stærðfræðilega möguleika á titli. Hamilton getur hins vegar tryggt sér titilinn í næstu keppni með sigri, svo lengi sem Vettel verður ekki annar á eftir honum.Ferrari sökudólgur helgarinnar Seigja má að liðið hafi svikið Vettel strax í tímatökum á laugardeginum er það sendi Þjóðverjann út á þurra brautina á regndekkjum. Fyrir vikið ræsti Sebastian áttundi af stað í kappaksturinn. Lítið gekk hjá Vettel á sunnudaginn og var hann dottinn niður í síðasta sætið strax í byrjun keppninnar eftir samstuð við Max Verstappen. Þjóðverjanum tókst þó að lokum að keyra sig upp í sjötta sætið. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Kimi Raikkonen varð fimmti og svo komu Red Bull ökuþórarnir Daniel Ricciardo og Max Verstappen.Hamilton og Bottas ánægðir eftir keppnina í Japan.vísir/gettyMercedes fremstir enn og aftur Aðra keppnina í röð kom Lewis Hamilton í mark í fyrsta sætinu á undan liðsfélaga sínum Valtteri Bottas. Mercedes liðið hefur greinilega tekist að finna einhvern aukakraft í bílum sínum á lokametrum tímabilsins. „Formúla 1 er liðsíþrótt, ég er svo þakklátur að vera í besta liðinu,” sagði Hamilton eftir kappaksturinn. Bæði í byrjun tímabils og um það mitt var Ferrari liðið augljóslega með hraðari bíl í höndunum, en liðið nýtti tækifæri sín illa. Nú eru það þýsku bílarnir sem hafa hraðann og nýta sér það bæði í tímatökum og keppnum. Kappaksturinn í Japan var ansi líflegur fyrir aftan Mercedes bílana og þá sérstaklega um miðjan pakkann. Að lokum voru það Force India bílarnir sem stóð sig best í þeim slag og komu ökumenn liðsins sjöundu og níundu í mark. Magnaður árangur hjá liði sem fór á hausinn í ágúst. Næsta keppni fer fram í Texas fylki í Bandaríkjunum. Braut sem að Lewis Hamilton segist elska, enda er Bretinn farinn að eyða æ meiri tíma vestanhafs. Keppnin fer fram eftir tvær vikur og ef Mercedes liðið heldur áfram á sömu braut gæti vel farið svo að Lewis verður krýndur meistari í Texas.
Formúla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira