Mörgum brugðið við svikapóst frá lögreglu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. október 2018 06:30 Ríflega hundrað manns tilkynntu svikapóstinn til lögreglu. Fréttablaðið/Anton „Fólki var eðlilega brugðið, þetta virtist koma frá lögreglu og fólk vissi ekki til þess að hafa brotið af sér og skildi ekki hvað málið var,“ segir Daði Gunnarsson rannsóknarlögreglumaður um svikapóstana sem sendir voru út um helgina í nafni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar voru viðtakendur með nokkuð sannfærandi hætti boðaðir í skýrslutöku á lögreglustöðinni á Hverfisgötu vegna ótilgreinds máls og póstinum fylgdi hlekkur sem, ef leiðbeiningum var fylgt til enda, endaði þannig að tölvuþrjótarnir næðu aðgangi að tölvu viðtakanda.Svikapósturinn þykir nokkuð vel heppnaður og málfar og undirbúningur bendir til að einhver viðriðinn þekki til hér á landi.Daði segir að hlekkurinn hafi leitt inn á dæmigerða veiðisíðu þar sem skrá átti niður persónuupplýsingar. „Svo fékkstu skrá til baka og áttir að opna hana. Þegar allt þetta var gert þá var á bak við þetta svokallað spilliforrit (e. malware) sem opnar bakdyr að tölvunni eða „remote access trojan“. Það veitir aðgang að tölvunni þegar þeim hentar. En við vitum ekki hversu margir lentu í því að opna þessar skrár og erum að vinna í að skrifa leiðbeiningar fyrir fólk,“ segir Daði. Hann segir að ríflega hundrað manns hafi haft samband við lögreglu út af málinu. Margir hafi áttað sig á því að hér væri ekki allt með felldu og tilkynnt það. Daði segir greinilegt að tölvuþrjótarnir hafi komist yfir póstlista einhvers staðar. Ekki sé vitað hvar, en það sé eitt af því sem verið er að skoða. Enn sem komið er hefur enginn tilkynnt um að hafa fengið kröfur frá tölvuþrjótunum eða orðið fyrir fjárhagstjóni. Tölvuþrjótarnir undirbjuggu svindlið vel en svo virðist sem viðkomandi hafi keypt lénið logreian.is með stolnum upplýsingum vinsæls bloggara hjá ISNIC. Frá því léni var svo svikapósturinn sendur út.Theódór Ragnar Gíslason.Fréttablaðið/StefánTheódór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis, segir vísbendingar um að þarna hafi Íslendingar komið að. Hann kveðst ekki hafa kafað tæknilega ofan í málið en miðað við það sem fram hafi komið sé það áhugavert. Málfarið í tölvupóstinum sjálfum gefi vísbendingu um að þarna hafi Íslendingur í það minnsta verið með í liði. Þá hafi gefi sú staðreynd að ISNIC-auðkenni hafi verið hakkað til kynna að viðkomandi viti hvernig hlutirnir virki hér á landi. „Þetta er nokkuð svæsin leið. Þú skráir íslenskt lén, hermir eftir pósti frá lögreglu sem er nokkuð flottur, kóperar síðuna þeirra. Það er talsverð vinna á bak við þetta,“ segir Theódór. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
„Fólki var eðlilega brugðið, þetta virtist koma frá lögreglu og fólk vissi ekki til þess að hafa brotið af sér og skildi ekki hvað málið var,“ segir Daði Gunnarsson rannsóknarlögreglumaður um svikapóstana sem sendir voru út um helgina í nafni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar voru viðtakendur með nokkuð sannfærandi hætti boðaðir í skýrslutöku á lögreglustöðinni á Hverfisgötu vegna ótilgreinds máls og póstinum fylgdi hlekkur sem, ef leiðbeiningum var fylgt til enda, endaði þannig að tölvuþrjótarnir næðu aðgangi að tölvu viðtakanda.Svikapósturinn þykir nokkuð vel heppnaður og málfar og undirbúningur bendir til að einhver viðriðinn þekki til hér á landi.Daði segir að hlekkurinn hafi leitt inn á dæmigerða veiðisíðu þar sem skrá átti niður persónuupplýsingar. „Svo fékkstu skrá til baka og áttir að opna hana. Þegar allt þetta var gert þá var á bak við þetta svokallað spilliforrit (e. malware) sem opnar bakdyr að tölvunni eða „remote access trojan“. Það veitir aðgang að tölvunni þegar þeim hentar. En við vitum ekki hversu margir lentu í því að opna þessar skrár og erum að vinna í að skrifa leiðbeiningar fyrir fólk,“ segir Daði. Hann segir að ríflega hundrað manns hafi haft samband við lögreglu út af málinu. Margir hafi áttað sig á því að hér væri ekki allt með felldu og tilkynnt það. Daði segir greinilegt að tölvuþrjótarnir hafi komist yfir póstlista einhvers staðar. Ekki sé vitað hvar, en það sé eitt af því sem verið er að skoða. Enn sem komið er hefur enginn tilkynnt um að hafa fengið kröfur frá tölvuþrjótunum eða orðið fyrir fjárhagstjóni. Tölvuþrjótarnir undirbjuggu svindlið vel en svo virðist sem viðkomandi hafi keypt lénið logreian.is með stolnum upplýsingum vinsæls bloggara hjá ISNIC. Frá því léni var svo svikapósturinn sendur út.Theódór Ragnar Gíslason.Fréttablaðið/StefánTheódór Ragnar Gíslason, tæknistjóri hjá tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis, segir vísbendingar um að þarna hafi Íslendingar komið að. Hann kveðst ekki hafa kafað tæknilega ofan í málið en miðað við það sem fram hafi komið sé það áhugavert. Málfarið í tölvupóstinum sjálfum gefi vísbendingu um að þarna hafi Íslendingur í það minnsta verið með í liði. Þá hafi gefi sú staðreynd að ISNIC-auðkenni hafi verið hakkað til kynna að viðkomandi viti hvernig hlutirnir virki hér á landi. „Þetta er nokkuð svæsin leið. Þú skráir íslenskt lén, hermir eftir pósti frá lögreglu sem er nokkuð flottur, kóperar síðuna þeirra. Það er talsverð vinna á bak við þetta,“ segir Theódór.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira