Fiskurinn fer beint suður á markað meðan fólkinu fækkar á Hólmavík Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2018 21:00 Ingvar Þór Pétursson útgerðarmaður við löndun á bryggjunni á Hólmavík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Smábátar eru orðnir burðarásinn í fiskveiðum frá Hólmavík. Aflinn er þó allur fluttur burt úr byggðarlaginu, sem mátt hefur þola nærri fimmtungs fólksfækkun á undanförnum fimm árum. Þrátt fyrir það er stemmning á bryggjunum þegar bátarnir koma inn til löndunar, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Hólmavík við innanverðan Steingrímsfjörð er stærsta byggðarlag Strandasýslu og helsta þjónustumiðstöð Strandamanna, Kaupfélagið nýtur þess að fá Ísafjarðarumferðina í gegn, hér er rækjuvinnsla en höfnin hefur jafnan verið helsta lífæðin. Eftir að togarinn Hólmadrangur var seldur árið 2000 hafa smábátar verið kjölfestan í hinum hefðbundnu fiskveiðum, og þegar horft er yfir höfnina virðist ekki vera skortur á þeim.Frá Hólmavík. Þar bjuggu 480 manns árið 1995. Núna eru íbúarnir 320 talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Verið er að landa úr línubátnum Hlökk í eigu samnefndrar útgerðar, hún gerir út tvö báta, er sú stærsta á Hólmavík, en hjá henni starfa átta til tíu manns. Aflinn er sóttur í Húnaflóa. Ingvar Þór Pétursson, útgerðarmaður á Hólmavík, segir fiskimiðin mjög góð og þar veiðist þokkalega þessa dagana. „Hann er með 4,6 tonn núna. Við erum alveg sáttir við það, með 32 bala,“ segir Ingvar. Spurður um samfélagið á Hólmavík svarar hann: „Það er bara fínt, mjög gott að vera hérna. Ég hef reyndar hvergi annars staðar búið nema hér þannig að ég þekki svo sem ekkert annað. En það er bara frábært að vera hérna.“ Tölur um íbúaþróun valda þó áhyggjum en um 320 manns búa nú á Hólmavík, voru 480 fyrir aldarfjórðungi. Á síðustu fimm árum hefur fækkað um 70 manns, úr 390 árið 2013. „Það er fólksfækkun núna á seinni árum. Það er ekki góð staða í því.“ -Hvað veldur? „Ég bara veit það ekki hvað er. Ég held að það sé bara svo margt,“ svarar Ingvar.Aflinn veiðist í Húnaflóa, honum er landað á Hólmavík en síðan er hann fluttur beint suður á markað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aflanum er ekið inn í Fiskmarkaðinn á Hólmavík en þangað er von á flutningabíl sem flytur fiskinn burtu. Hann er því ekki unninn á staðnum. „Nei. Þetta fer beint suður, - keyrt suður í nótt og fer á markað.“ -En er ekki eftirsóknarvert að vinna þetta hérna? „Ja, það hefur bara enginn verið tilbúinn til þess,“ svarar Ingvar Þór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Strandabyggð Tengdar fréttir Átján starfsmönnum Arion sagt upp störfum Þá verður afgreiðslu Arion á Hólmavík lokað en við það munu tveir starfsmenn til viðbótar láta af störfum. 22. október 2014 16:40 Allt að 138% verðmunur á kyndingarkostnaði með rafmagni Lægsta raforkuverð landsins er á Akureyri. 1. júní 2015 13:38 Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Smábátar eru orðnir burðarásinn í fiskveiðum frá Hólmavík. Aflinn er þó allur fluttur burt úr byggðarlaginu, sem mátt hefur þola nærri fimmtungs fólksfækkun á undanförnum fimm árum. Þrátt fyrir það er stemmning á bryggjunum þegar bátarnir koma inn til löndunar, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Hólmavík við innanverðan Steingrímsfjörð er stærsta byggðarlag Strandasýslu og helsta þjónustumiðstöð Strandamanna, Kaupfélagið nýtur þess að fá Ísafjarðarumferðina í gegn, hér er rækjuvinnsla en höfnin hefur jafnan verið helsta lífæðin. Eftir að togarinn Hólmadrangur var seldur árið 2000 hafa smábátar verið kjölfestan í hinum hefðbundnu fiskveiðum, og þegar horft er yfir höfnina virðist ekki vera skortur á þeim.Frá Hólmavík. Þar bjuggu 480 manns árið 1995. Núna eru íbúarnir 320 talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Verið er að landa úr línubátnum Hlökk í eigu samnefndrar útgerðar, hún gerir út tvö báta, er sú stærsta á Hólmavík, en hjá henni starfa átta til tíu manns. Aflinn er sóttur í Húnaflóa. Ingvar Þór Pétursson, útgerðarmaður á Hólmavík, segir fiskimiðin mjög góð og þar veiðist þokkalega þessa dagana. „Hann er með 4,6 tonn núna. Við erum alveg sáttir við það, með 32 bala,“ segir Ingvar. Spurður um samfélagið á Hólmavík svarar hann: „Það er bara fínt, mjög gott að vera hérna. Ég hef reyndar hvergi annars staðar búið nema hér þannig að ég þekki svo sem ekkert annað. En það er bara frábært að vera hérna.“ Tölur um íbúaþróun valda þó áhyggjum en um 320 manns búa nú á Hólmavík, voru 480 fyrir aldarfjórðungi. Á síðustu fimm árum hefur fækkað um 70 manns, úr 390 árið 2013. „Það er fólksfækkun núna á seinni árum. Það er ekki góð staða í því.“ -Hvað veldur? „Ég bara veit það ekki hvað er. Ég held að það sé bara svo margt,“ svarar Ingvar.Aflinn veiðist í Húnaflóa, honum er landað á Hólmavík en síðan er hann fluttur beint suður á markað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aflanum er ekið inn í Fiskmarkaðinn á Hólmavík en þangað er von á flutningabíl sem flytur fiskinn burtu. Hann er því ekki unninn á staðnum. „Nei. Þetta fer beint suður, - keyrt suður í nótt og fer á markað.“ -En er ekki eftirsóknarvert að vinna þetta hérna? „Ja, það hefur bara enginn verið tilbúinn til þess,“ svarar Ingvar Þór. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Strandabyggð Tengdar fréttir Átján starfsmönnum Arion sagt upp störfum Þá verður afgreiðslu Arion á Hólmavík lokað en við það munu tveir starfsmenn til viðbótar láta af störfum. 22. október 2014 16:40 Allt að 138% verðmunur á kyndingarkostnaði með rafmagni Lægsta raforkuverð landsins er á Akureyri. 1. júní 2015 13:38 Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Átján starfsmönnum Arion sagt upp störfum Þá verður afgreiðslu Arion á Hólmavík lokað en við það munu tveir starfsmenn til viðbótar láta af störfum. 22. október 2014 16:40
Allt að 138% verðmunur á kyndingarkostnaði með rafmagni Lægsta raforkuverð landsins er á Akureyri. 1. júní 2015 13:38
Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30