Aftur í óvissuna Sveinn Arnarsson skrifar 8. október 2018 06:30 Didar Farid Kareem, Mardin Azeez Mohammed og hinn þriggja ára gamli Darin Mardin Azeez. Fjölskyldan kann vel við sig á Akureyri. Mardin og Didar vona að þau fái að starfa þar sem dýralæknar. Fréttablaðið/Ernir Hjónin Mardin Azeez Mohammed og Didar Farid Kareem komu hingað til lands ásamt syni sínum, Darin Mardin Azeez sem nú er þriggja ára, fyrir ári. „Við komum til Íslands fyrir um ári og sóttum um hæli hér á landi. Við erum í leit að friði. Við höfum svo verið í á þriðja mánuð á Akureyri og liðið afar vel,“ segir Didar. „Svo er annað barn á leiðinni en ég er komin 16 vikur á leið með okkar annað barn.“ Mardin og Didar eru af kúrdískum ættum og bjuggu í Sadiyah sem er lítill bær í Diyala-héraði í miðju Írak. Þau komu hingað frá Frakklandi og við komuna sóttu þau um hæli. Kúrdar eru ríkislaust þjóðarbrot en þeir hafa mátt þola árásir ýmissa þjóða, svo sem Íraka og Tyrkja, en Kúrdar eru stærsta landlausa þjóð heims sem býr að mestu í Tyrklandi, Íran, Írak og í Sýrlandi. Didar segir þau hafa þurft að sæta hótunum heima fyrir og að þjóðerni þeirra sem landlausir Kúrdar standi öryggi þeirra fyrir þrifum. „Við erum ekki örugg á okkar heimaslóðum og þurftum að flýja. Við fengum hótanir því Kúrdar á þessum slóðum búa ekki við neins konar öryggi í dag. Við flúðum heimabæ okkar en á þeim stað sem við bjuggum býr enginn í dag vegna átaka sem hafa sprottið upp síðustu ár.“ Mardin og Didar fengu synjun hjá Útlendingastofnun um að taka málið til efnislegrar meðferðar hér á landi. Sú ákvörðun Útlendingastofnunar, að taka ekki málið til efnislegrar meðferðar og synja þeim um hæli hér á landi, var síðan staðfest af kærunefnd útlendingamála. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda er því að vísa hjónunum aftur til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Eftir synjun um hæli hafa þau reynt að fá dvalarleyfi hér á landi á grunni sérfræðiþekkingar sinnar en heimild er í útlendingalögum til þess. Hins vegar er meginregla laganna sú að til að sækja um dvalarleyfi hér á landi vegna ákvæðisins máttu ekki vera á landinu þegar þú leggur umsóknina inn. Þau hafa því óskað eftir undanþágu frá þeirri meginreglu. „Við erum menntaðir dýralæknar og vilyrði hefur verið gefið fyrir starfi á Akureyri. Við höfum fimm ára háskólanám frá heimalandi okkar og erum bæði með menntun í faginu,“ segir Didar. „Þrátt fyrir þá stöðu sem við búum við hér á Íslandi – að vera í stöðugri bið eftir svörum um að fá landvistarleyfi – þá líður okkur afar vel hér á landi. Fólk hefur tekið okkur opnum örmum og á aðeins einu ári höfum við eignast afar marga vini og að mínu mati eigum við fleiri vini hér á landi nú en við áttum í heimabæ okkar áður en við flúðum þaðan,“ segir Didar. Hún segist óviss um hvað framtíðin ber í skauti sér. „Við vitum ekkert hvað bíður okkar ef við förum aftur til baka og í raun veit það enginn. Við verðum bara að bíða og vona það besta.“ Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur 172 umsækjendum verið synjað um hæli hér á landi og 106 hafa verið fluttir á brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Áttatíu prósentum hælisumsókna fyrstu átta mánuðina hefur annaðhvort verið synjað eða öðru úrræði en að veita einstaklingum hæli hér á landi hefur verið beitt. Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Hjónin Mardin Azeez Mohammed og Didar Farid Kareem komu hingað til lands ásamt syni sínum, Darin Mardin Azeez sem nú er þriggja ára, fyrir ári. „Við komum til Íslands fyrir um ári og sóttum um hæli hér á landi. Við erum í leit að friði. Við höfum svo verið í á þriðja mánuð á Akureyri og liðið afar vel,“ segir Didar. „Svo er annað barn á leiðinni en ég er komin 16 vikur á leið með okkar annað barn.“ Mardin og Didar eru af kúrdískum ættum og bjuggu í Sadiyah sem er lítill bær í Diyala-héraði í miðju Írak. Þau komu hingað frá Frakklandi og við komuna sóttu þau um hæli. Kúrdar eru ríkislaust þjóðarbrot en þeir hafa mátt þola árásir ýmissa þjóða, svo sem Íraka og Tyrkja, en Kúrdar eru stærsta landlausa þjóð heims sem býr að mestu í Tyrklandi, Íran, Írak og í Sýrlandi. Didar segir þau hafa þurft að sæta hótunum heima fyrir og að þjóðerni þeirra sem landlausir Kúrdar standi öryggi þeirra fyrir þrifum. „Við erum ekki örugg á okkar heimaslóðum og þurftum að flýja. Við fengum hótanir því Kúrdar á þessum slóðum búa ekki við neins konar öryggi í dag. Við flúðum heimabæ okkar en á þeim stað sem við bjuggum býr enginn í dag vegna átaka sem hafa sprottið upp síðustu ár.“ Mardin og Didar fengu synjun hjá Útlendingastofnun um að taka málið til efnislegrar meðferðar hér á landi. Sú ákvörðun Útlendingastofnunar, að taka ekki málið til efnislegrar meðferðar og synja þeim um hæli hér á landi, var síðan staðfest af kærunefnd útlendingamála. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda er því að vísa hjónunum aftur til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Eftir synjun um hæli hafa þau reynt að fá dvalarleyfi hér á landi á grunni sérfræðiþekkingar sinnar en heimild er í útlendingalögum til þess. Hins vegar er meginregla laganna sú að til að sækja um dvalarleyfi hér á landi vegna ákvæðisins máttu ekki vera á landinu þegar þú leggur umsóknina inn. Þau hafa því óskað eftir undanþágu frá þeirri meginreglu. „Við erum menntaðir dýralæknar og vilyrði hefur verið gefið fyrir starfi á Akureyri. Við höfum fimm ára háskólanám frá heimalandi okkar og erum bæði með menntun í faginu,“ segir Didar. „Þrátt fyrir þá stöðu sem við búum við hér á Íslandi – að vera í stöðugri bið eftir svörum um að fá landvistarleyfi – þá líður okkur afar vel hér á landi. Fólk hefur tekið okkur opnum örmum og á aðeins einu ári höfum við eignast afar marga vini og að mínu mati eigum við fleiri vini hér á landi nú en við áttum í heimabæ okkar áður en við flúðum þaðan,“ segir Didar. Hún segist óviss um hvað framtíðin ber í skauti sér. „Við vitum ekkert hvað bíður okkar ef við förum aftur til baka og í raun veit það enginn. Við verðum bara að bíða og vona það besta.“ Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur 172 umsækjendum verið synjað um hæli hér á landi og 106 hafa verið fluttir á brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Áttatíu prósentum hælisumsókna fyrstu átta mánuðina hefur annaðhvort verið synjað eða öðru úrræði en að veita einstaklingum hæli hér á landi hefur verið beitt.
Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira