Aftur í óvissuna Sveinn Arnarsson skrifar 8. október 2018 06:30 Didar Farid Kareem, Mardin Azeez Mohammed og hinn þriggja ára gamli Darin Mardin Azeez. Fjölskyldan kann vel við sig á Akureyri. Mardin og Didar vona að þau fái að starfa þar sem dýralæknar. Fréttablaðið/Ernir Hjónin Mardin Azeez Mohammed og Didar Farid Kareem komu hingað til lands ásamt syni sínum, Darin Mardin Azeez sem nú er þriggja ára, fyrir ári. „Við komum til Íslands fyrir um ári og sóttum um hæli hér á landi. Við erum í leit að friði. Við höfum svo verið í á þriðja mánuð á Akureyri og liðið afar vel,“ segir Didar. „Svo er annað barn á leiðinni en ég er komin 16 vikur á leið með okkar annað barn.“ Mardin og Didar eru af kúrdískum ættum og bjuggu í Sadiyah sem er lítill bær í Diyala-héraði í miðju Írak. Þau komu hingað frá Frakklandi og við komuna sóttu þau um hæli. Kúrdar eru ríkislaust þjóðarbrot en þeir hafa mátt þola árásir ýmissa þjóða, svo sem Íraka og Tyrkja, en Kúrdar eru stærsta landlausa þjóð heims sem býr að mestu í Tyrklandi, Íran, Írak og í Sýrlandi. Didar segir þau hafa þurft að sæta hótunum heima fyrir og að þjóðerni þeirra sem landlausir Kúrdar standi öryggi þeirra fyrir þrifum. „Við erum ekki örugg á okkar heimaslóðum og þurftum að flýja. Við fengum hótanir því Kúrdar á þessum slóðum búa ekki við neins konar öryggi í dag. Við flúðum heimabæ okkar en á þeim stað sem við bjuggum býr enginn í dag vegna átaka sem hafa sprottið upp síðustu ár.“ Mardin og Didar fengu synjun hjá Útlendingastofnun um að taka málið til efnislegrar meðferðar hér á landi. Sú ákvörðun Útlendingastofnunar, að taka ekki málið til efnislegrar meðferðar og synja þeim um hæli hér á landi, var síðan staðfest af kærunefnd útlendingamála. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda er því að vísa hjónunum aftur til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Eftir synjun um hæli hafa þau reynt að fá dvalarleyfi hér á landi á grunni sérfræðiþekkingar sinnar en heimild er í útlendingalögum til þess. Hins vegar er meginregla laganna sú að til að sækja um dvalarleyfi hér á landi vegna ákvæðisins máttu ekki vera á landinu þegar þú leggur umsóknina inn. Þau hafa því óskað eftir undanþágu frá þeirri meginreglu. „Við erum menntaðir dýralæknar og vilyrði hefur verið gefið fyrir starfi á Akureyri. Við höfum fimm ára háskólanám frá heimalandi okkar og erum bæði með menntun í faginu,“ segir Didar. „Þrátt fyrir þá stöðu sem við búum við hér á Íslandi – að vera í stöðugri bið eftir svörum um að fá landvistarleyfi – þá líður okkur afar vel hér á landi. Fólk hefur tekið okkur opnum örmum og á aðeins einu ári höfum við eignast afar marga vini og að mínu mati eigum við fleiri vini hér á landi nú en við áttum í heimabæ okkar áður en við flúðum þaðan,“ segir Didar. Hún segist óviss um hvað framtíðin ber í skauti sér. „Við vitum ekkert hvað bíður okkar ef við förum aftur til baka og í raun veit það enginn. Við verðum bara að bíða og vona það besta.“ Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur 172 umsækjendum verið synjað um hæli hér á landi og 106 hafa verið fluttir á brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Áttatíu prósentum hælisumsókna fyrstu átta mánuðina hefur annaðhvort verið synjað eða öðru úrræði en að veita einstaklingum hæli hér á landi hefur verið beitt. Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Hjónin Mardin Azeez Mohammed og Didar Farid Kareem komu hingað til lands ásamt syni sínum, Darin Mardin Azeez sem nú er þriggja ára, fyrir ári. „Við komum til Íslands fyrir um ári og sóttum um hæli hér á landi. Við erum í leit að friði. Við höfum svo verið í á þriðja mánuð á Akureyri og liðið afar vel,“ segir Didar. „Svo er annað barn á leiðinni en ég er komin 16 vikur á leið með okkar annað barn.“ Mardin og Didar eru af kúrdískum ættum og bjuggu í Sadiyah sem er lítill bær í Diyala-héraði í miðju Írak. Þau komu hingað frá Frakklandi og við komuna sóttu þau um hæli. Kúrdar eru ríkislaust þjóðarbrot en þeir hafa mátt þola árásir ýmissa þjóða, svo sem Íraka og Tyrkja, en Kúrdar eru stærsta landlausa þjóð heims sem býr að mestu í Tyrklandi, Íran, Írak og í Sýrlandi. Didar segir þau hafa þurft að sæta hótunum heima fyrir og að þjóðerni þeirra sem landlausir Kúrdar standi öryggi þeirra fyrir þrifum. „Við erum ekki örugg á okkar heimaslóðum og þurftum að flýja. Við fengum hótanir því Kúrdar á þessum slóðum búa ekki við neins konar öryggi í dag. Við flúðum heimabæ okkar en á þeim stað sem við bjuggum býr enginn í dag vegna átaka sem hafa sprottið upp síðustu ár.“ Mardin og Didar fengu synjun hjá Útlendingastofnun um að taka málið til efnislegrar meðferðar hér á landi. Sú ákvörðun Útlendingastofnunar, að taka ekki málið til efnislegrar meðferðar og synja þeim um hæli hér á landi, var síðan staðfest af kærunefnd útlendingamála. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda er því að vísa hjónunum aftur til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Eftir synjun um hæli hafa þau reynt að fá dvalarleyfi hér á landi á grunni sérfræðiþekkingar sinnar en heimild er í útlendingalögum til þess. Hins vegar er meginregla laganna sú að til að sækja um dvalarleyfi hér á landi vegna ákvæðisins máttu ekki vera á landinu þegar þú leggur umsóknina inn. Þau hafa því óskað eftir undanþágu frá þeirri meginreglu. „Við erum menntaðir dýralæknar og vilyrði hefur verið gefið fyrir starfi á Akureyri. Við höfum fimm ára háskólanám frá heimalandi okkar og erum bæði með menntun í faginu,“ segir Didar. „Þrátt fyrir þá stöðu sem við búum við hér á Íslandi – að vera í stöðugri bið eftir svörum um að fá landvistarleyfi – þá líður okkur afar vel hér á landi. Fólk hefur tekið okkur opnum örmum og á aðeins einu ári höfum við eignast afar marga vini og að mínu mati eigum við fleiri vini hér á landi nú en við áttum í heimabæ okkar áður en við flúðum þaðan,“ segir Didar. Hún segist óviss um hvað framtíðin ber í skauti sér. „Við vitum ekkert hvað bíður okkar ef við förum aftur til baka og í raun veit það enginn. Við verðum bara að bíða og vona það besta.“ Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur 172 umsækjendum verið synjað um hæli hér á landi og 106 hafa verið fluttir á brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Áttatíu prósentum hælisumsókna fyrstu átta mánuðina hefur annaðhvort verið synjað eða öðru úrræði en að veita einstaklingum hæli hér á landi hefur verið beitt.
Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent