Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Sveinn Arnarsson skrifar 8. október 2018 07:00 Frá fiskeldi í Súgandafirði. NORDIC PHOTOS/GETTY Stjórnsýsla Bregðist stjórnvöld ekki við samstundis er ljóst að úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir sunnanverða Vestfirði að mati forsvarsmanna sveitarfélaga á svæðinu. Formaður stjórnar Arnarlax segir mikilvægt að stjórnvöld grípi í taumana. „Við höfum miklar áhyggjur af stöðunni og erum uggandi yfir stöðu fyrirtækisins og greinarinnar í heild sinni. Ljóst er að inngrip með þessum hætti hefur veruleg áhrif á uppbyggingu félagsins og þær framtíðarvæntingar sem við berum í brjósti,“ segir Kjartan Ólafsson, formaður stjórnar Arnarlax. „Það er alveg ljóst að laxeldi á Íslandi verður ekki byggt upp án tilskilinna leyfa. Arnarlax stendur fjárhagslega sterkt. Það var viðbúið að uppbygging nýrrar atvinnugreinar myndi taka tíma en þetta vitaskuld setur strik í reikninginn varðandi það ferli og tímaáætlanir sem við höfum haft í huga.“ Forsvarsmenn Vesturbyggðar og Tálknafjarðar fóru á fund með formönnum stjórnarflokkanna um helgina og gerðu þeim grein fyrir alvarleika málsins. Sveitarfélögin tvö, með tæplega 1.300 íbúa, telja að um 165 íbúar vinni fyrir fyrirtækin á svæðinu beint auk fjölda verktaka og þjónustufyrirtækja sem tengist fiskeldi. Því sé mikilvægt að skera á þann hnút sem kominn er. Kjartan segir að fyrirtækið hafi ekki stefnt ríkinu til ógildingar á ákvörðun úrskurðarnefndarinnar. „Sú spurning hefur ekki komið upp,“ segir Kjartan og bendir á að það sé stjórnvalda að taka á málinu. „Við hins vegar væntum þess að stjórnvöld muni taka á þessum málum í framhaldi af úrskurði nefndarinnar.“ Á fundinum var sveitarfélögunum tjáð að unnið væri að lausnum til að bregðast við því óvissuástandi sem ríkir fyrir vestan. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi ekki tjá sig um að hvaða lausnum væri unnið. „Ég tel eðlilegt að ráðherrar þeirra málaflokka, sjávarútvegsráðherra og umhverfisráðherra, tjái sig um hvaða lausnir það eru,“ segir Sigurður Ingi. Hvorki náðist í umhverfisráðherra né sjávarútvegsráðherra við vinnslu fréttarinnar í gær. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Stjórnsýsla Bregðist stjórnvöld ekki við samstundis er ljóst að úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir sunnanverða Vestfirði að mati forsvarsmanna sveitarfélaga á svæðinu. Formaður stjórnar Arnarlax segir mikilvægt að stjórnvöld grípi í taumana. „Við höfum miklar áhyggjur af stöðunni og erum uggandi yfir stöðu fyrirtækisins og greinarinnar í heild sinni. Ljóst er að inngrip með þessum hætti hefur veruleg áhrif á uppbyggingu félagsins og þær framtíðarvæntingar sem við berum í brjósti,“ segir Kjartan Ólafsson, formaður stjórnar Arnarlax. „Það er alveg ljóst að laxeldi á Íslandi verður ekki byggt upp án tilskilinna leyfa. Arnarlax stendur fjárhagslega sterkt. Það var viðbúið að uppbygging nýrrar atvinnugreinar myndi taka tíma en þetta vitaskuld setur strik í reikninginn varðandi það ferli og tímaáætlanir sem við höfum haft í huga.“ Forsvarsmenn Vesturbyggðar og Tálknafjarðar fóru á fund með formönnum stjórnarflokkanna um helgina og gerðu þeim grein fyrir alvarleika málsins. Sveitarfélögin tvö, með tæplega 1.300 íbúa, telja að um 165 íbúar vinni fyrir fyrirtækin á svæðinu beint auk fjölda verktaka og þjónustufyrirtækja sem tengist fiskeldi. Því sé mikilvægt að skera á þann hnút sem kominn er. Kjartan segir að fyrirtækið hafi ekki stefnt ríkinu til ógildingar á ákvörðun úrskurðarnefndarinnar. „Sú spurning hefur ekki komið upp,“ segir Kjartan og bendir á að það sé stjórnvalda að taka á málinu. „Við hins vegar væntum þess að stjórnvöld muni taka á þessum málum í framhaldi af úrskurði nefndarinnar.“ Á fundinum var sveitarfélögunum tjáð að unnið væri að lausnum til að bregðast við því óvissuástandi sem ríkir fyrir vestan. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi ekki tjá sig um að hvaða lausnum væri unnið. „Ég tel eðlilegt að ráðherrar þeirra málaflokka, sjávarútvegsráðherra og umhverfisráðherra, tjái sig um hvaða lausnir það eru,“ segir Sigurður Ingi. Hvorki náðist í umhverfisráðherra né sjávarútvegsráðherra við vinnslu fréttarinnar í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45
Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22