Ekki gætt að hagsmunum fólks með fötlun við rannsókn mála Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. október 2018 06:30 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fór fyrir vinnu starfshópsins. fréttablaðið/anton brink Breyta þarf reglum sem gilda um skýrslutökur af sakborningum og vitnum við meðferð sakamála með það fyrir augum að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. Þetta er niðurstaða starfshóps ríkissaksóknara um meðferð kynferðisbrotamála þegar um fatlaða sakborninga eða brotaþola er að ræða. Skýrslu hópsins var skilað í upphafi árs en hún var kynnt fyrir helgi. Meðal þess sem starfshópurinn leggur til að verði endurskoðað eru dómskýrslur á rannsóknarstigi af vitnum í viðkvæmri stöðu og börnum sem eru þolendur kynferðisbrota. Því er slegið föstu að það geti raskað rannsóknarhagsmunum þegar skýrsla er tekin af brotaþola í kynferðisbrotamáli að viðstöddum verjanda sakbornings, áður en eiginleg skýrsla er tekin af sakborningi sjálfum. Vísað er til nágrannalandanna þar sem fallið hafi verið frá þessu fyrirkomulagi og fyrstu skýrslur teknar án nærveru sakbornings eða verjanda hans sem fái aðgang að skýrslum eftir að sakborningur hefur sjálfur gefið skýrslu. Þá geti hann einnig óskað frekari skýrslutöku af brotaþola á síðari stigum. Starfshópurinn leggur einnig til að sett verði ákvæði í lög um rétt fatlaðra brotaþola eða fólks í viðkvæmri stöðu til að hafa með sér stuðningsaðila við yfirheyrslur, hvort sem er hjá lögreglu eða fyrir dómi. Einnig þurfi að vera í lögum heimild dómara til að kalla til sérkunnáttumenn ef taka á skýrslu af fötluðu fólk en í gildandi lögum nái slík heimild eingöngu til skýrslutöku af börnum. Starfshópurinn telur tölfræði í málaflokknum einnig ábótavant og leggur áherslu á að betri tölfræði verði til um kynferðisbrot sem varða fatlað fólk. Rannsóknir sýni að fatlaðar konur séu í meiri hættu en aðrir á að verða fyrir kynferðisbrotum og mikilvægt að haldið sé utan um tölur í þessum efnum til að varpa megi ljósi á umfang vandans hér á landi. Þá leggur starfshópurinn til að sérútbúin herbergi til skýrslutöku af brotaþolum í kynferðisbrotamálum verði útbúin á öllum lögreglustöðvum á landinu en slík herbergi hafa verið innréttuð á nokkrum stöðvum um landið. Að lokum leggur starfshópurinn áherslu á að unnið verði markvisst að því að innleiða nýjan skilning á fötlun í alla menntun, fræðslu og endurmenntun fagstétta innan refsivörslukerfisins. Efla þurfi fræðslu og meðvitund um fordóma, staðalímyndir og forréttindi. Ríkissaksóknari hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um meðferð slíkra mála og sent dómsmálaráðherra bréf með ábendingum um lagabreytingar. Ekki náðist í Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara eða Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssakóknara vegna málsins. Aðrir í starfshópnum, sem Fréttablaðið náði á, báðust undan viðtali þar sem svo langt er liðið frá því að skýrslunni var skilað. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði áður verið brotið gegn ítrekað Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Sjá meira
Breyta þarf reglum sem gilda um skýrslutökur af sakborningum og vitnum við meðferð sakamála með það fyrir augum að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. Þetta er niðurstaða starfshóps ríkissaksóknara um meðferð kynferðisbrotamála þegar um fatlaða sakborninga eða brotaþola er að ræða. Skýrslu hópsins var skilað í upphafi árs en hún var kynnt fyrir helgi. Meðal þess sem starfshópurinn leggur til að verði endurskoðað eru dómskýrslur á rannsóknarstigi af vitnum í viðkvæmri stöðu og börnum sem eru þolendur kynferðisbrota. Því er slegið föstu að það geti raskað rannsóknarhagsmunum þegar skýrsla er tekin af brotaþola í kynferðisbrotamáli að viðstöddum verjanda sakbornings, áður en eiginleg skýrsla er tekin af sakborningi sjálfum. Vísað er til nágrannalandanna þar sem fallið hafi verið frá þessu fyrirkomulagi og fyrstu skýrslur teknar án nærveru sakbornings eða verjanda hans sem fái aðgang að skýrslum eftir að sakborningur hefur sjálfur gefið skýrslu. Þá geti hann einnig óskað frekari skýrslutöku af brotaþola á síðari stigum. Starfshópurinn leggur einnig til að sett verði ákvæði í lög um rétt fatlaðra brotaþola eða fólks í viðkvæmri stöðu til að hafa með sér stuðningsaðila við yfirheyrslur, hvort sem er hjá lögreglu eða fyrir dómi. Einnig þurfi að vera í lögum heimild dómara til að kalla til sérkunnáttumenn ef taka á skýrslu af fötluðu fólk en í gildandi lögum nái slík heimild eingöngu til skýrslutöku af börnum. Starfshópurinn telur tölfræði í málaflokknum einnig ábótavant og leggur áherslu á að betri tölfræði verði til um kynferðisbrot sem varða fatlað fólk. Rannsóknir sýni að fatlaðar konur séu í meiri hættu en aðrir á að verða fyrir kynferðisbrotum og mikilvægt að haldið sé utan um tölur í þessum efnum til að varpa megi ljósi á umfang vandans hér á landi. Þá leggur starfshópurinn til að sérútbúin herbergi til skýrslutöku af brotaþolum í kynferðisbrotamálum verði útbúin á öllum lögreglustöðvum á landinu en slík herbergi hafa verið innréttuð á nokkrum stöðvum um landið. Að lokum leggur starfshópurinn áherslu á að unnið verði markvisst að því að innleiða nýjan skilning á fötlun í alla menntun, fræðslu og endurmenntun fagstétta innan refsivörslukerfisins. Efla þurfi fræðslu og meðvitund um fordóma, staðalímyndir og forréttindi. Ríkissaksóknari hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um meðferð slíkra mála og sent dómsmálaráðherra bréf með ábendingum um lagabreytingar. Ekki náðist í Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara eða Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssakóknara vegna málsins. Aðrir í starfshópnum, sem Fréttablaðið náði á, báðust undan viðtali þar sem svo langt er liðið frá því að skýrslunni var skilað.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði áður verið brotið gegn ítrekað Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum