Gylfi fyllti fimm tugina með draumamarki Ingvar Þór Björnsson skrifar 8. október 2018 07:00 Markasafn Gylfa Þórs Sigurðssonar er sennilega álíka tilkomumikið og skartgripasafn Bretadrottningar. Vísir/Getty Markasafn Gylfa Þórs Sigurðssonar er sennilega álíka tilkomumikið og skartgripasafn Bretadrottningar. Og hann bætti enn einu djásninu í safnið þegar hann skoraði sigurmark Everton gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Þegar 13 mínútur voru til leiksloka, í stöðunni 1-1, fékk Gylfi boltann á miðjum vallarhelmingi Leicester. Hann sneri laglega á James Maddison og lét síðan vaða af löngu færi. Gullfóturinn brást ekki og boltinn söng í skeytunum fjær. Þetta var nítjánda markið sem Gylfi skorar með skoti fyrir utan vítateig síðan hann byrjaði að spila í ensku úrvalsdeildinni. Á þeim tíma hefur enginn skorað fleiri mörk fyrir utan teig en hann. „Þetta er klárlega eitt af mínum bestu mörkum. Það kom á mikilvægum tíma. Þetta var mjög gott mark sem ég er hæstánægður með,“ sagði Gylfi eftir sigurinn á King Power-vellinum. Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, hrósaði Gylfa í hástert eftir leikinn á laugardaginn. „Þetta var stórkostlegt augnablik hjá Gylfa. Hann skoraði og sýndi hversu góður hann er í svona stöðum. Skotið var frábært. Markið tryggði okkur sigur sem mér fannst við eiga skilið,“ sagði portúgalski stjórinn. „Ég veit hversu góður Gylfi er. Það er gott ef þú getur búið til leikstíl sem hentar leikmönnum eins og honum. Hann leggur hart að sér og undirbýr sig á hverjum degi til að geta spilað af þessum krafti. Þetta snýst ekki bara um það sem hann gerir með boltann heldur einnig hvað hann gerir og hvernig hann vinnur þegar við erum ekki með hann.“ Markið á móti Leicester var fimmtugasta mark Gylfa í ensku úrvalsdeildinni. Hann er annar Íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði 55 mörk í ensku úrvalsdeildinni; 54 fyrir Chelsea og eitt fyrir Tottenham. Miðað við hvernig Gylfi hefur byrjað tímabilið verður þess ekki langt að bíða að hann slái met Eiðs Smára. Gylfi hefur nú þegar skorað fjögur mörk í ensku úrvalsdeildinni, jafn mörg og hann gerði á síðasta tímabili. Gylfi hefur alls skorað átta mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Everton, jafn mörg og hann gerði fyrir Tottenham á árunum 2012-14. Meðan hann lék með Swansea City (2012 og 2014-17) skoraði Gylfi 34 mörk. Hann er markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni auk þess að vera sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir liðið (29.). Gylfi hefur í heildina gefið 37 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Í 217 leikjum í þessari erfiðu deild hefur hann því komið með beinum hætti að 87 mörkum. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Markasafn Gylfa Þórs Sigurðssonar er sennilega álíka tilkomumikið og skartgripasafn Bretadrottningar. Og hann bætti enn einu djásninu í safnið þegar hann skoraði sigurmark Everton gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Þegar 13 mínútur voru til leiksloka, í stöðunni 1-1, fékk Gylfi boltann á miðjum vallarhelmingi Leicester. Hann sneri laglega á James Maddison og lét síðan vaða af löngu færi. Gullfóturinn brást ekki og boltinn söng í skeytunum fjær. Þetta var nítjánda markið sem Gylfi skorar með skoti fyrir utan vítateig síðan hann byrjaði að spila í ensku úrvalsdeildinni. Á þeim tíma hefur enginn skorað fleiri mörk fyrir utan teig en hann. „Þetta er klárlega eitt af mínum bestu mörkum. Það kom á mikilvægum tíma. Þetta var mjög gott mark sem ég er hæstánægður með,“ sagði Gylfi eftir sigurinn á King Power-vellinum. Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, hrósaði Gylfa í hástert eftir leikinn á laugardaginn. „Þetta var stórkostlegt augnablik hjá Gylfa. Hann skoraði og sýndi hversu góður hann er í svona stöðum. Skotið var frábært. Markið tryggði okkur sigur sem mér fannst við eiga skilið,“ sagði portúgalski stjórinn. „Ég veit hversu góður Gylfi er. Það er gott ef þú getur búið til leikstíl sem hentar leikmönnum eins og honum. Hann leggur hart að sér og undirbýr sig á hverjum degi til að geta spilað af þessum krafti. Þetta snýst ekki bara um það sem hann gerir með boltann heldur einnig hvað hann gerir og hvernig hann vinnur þegar við erum ekki með hann.“ Markið á móti Leicester var fimmtugasta mark Gylfa í ensku úrvalsdeildinni. Hann er annar Íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði 55 mörk í ensku úrvalsdeildinni; 54 fyrir Chelsea og eitt fyrir Tottenham. Miðað við hvernig Gylfi hefur byrjað tímabilið verður þess ekki langt að bíða að hann slái met Eiðs Smára. Gylfi hefur nú þegar skorað fjögur mörk í ensku úrvalsdeildinni, jafn mörg og hann gerði á síðasta tímabili. Gylfi hefur alls skorað átta mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Everton, jafn mörg og hann gerði fyrir Tottenham á árunum 2012-14. Meðan hann lék með Swansea City (2012 og 2014-17) skoraði Gylfi 34 mörk. Hann er markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni auk þess að vera sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir liðið (29.). Gylfi hefur í heildina gefið 37 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Í 217 leikjum í þessari erfiðu deild hefur hann því komið með beinum hætti að 87 mörkum.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira