Notaði kennitölu áhrifavalds til að kaupa lénið undir svikapóstana Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2018 20:19 Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. visir/getty Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. Rúv greindi fyrst frá. Í tölvupóstunum sem tölvuþrjóturinn sendi frá sér var að finna spilliforrit sem veitti honum aðgang að öllum gögnum tölvunnar, meðal annars að upplýsingum um heimabanka fólks. Hann notaði kennitölu áhrifavaldsins Thelmu til þess að kaupa lénið „logregian.is“ með það fyrir augum að tölvupósturinn liti út fyrir að hafa verið sendur úr pósthólfi lögreglunnar.Thelma segir málið óþægilegt „Mínar upplýsingar voru notaðar í þetta sem er mjög óþægilegt og krípí,“ útskýrir Thelma Dögg fyrir fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir að fyrir nokkrum dögum hafi viðkomandi hakkað sig inn í heimasíðuna hennar og síðan aftur í gær. Hann hafi þá einnig breytt notendanafninu hennar í „skugga sál“. „Þetta mál er víst bara í vinnslu og fékk ég að vita það að þetta er eitt stærsta mál sem lögreglu hefur borist tengt hakki. Þetta er víst frekar stórt og ég vonast til að þetta leysist sem fyrst. Ég verð samt að viðurkenna að þetta er mjög óþægilegt og ég er svona að pæla í af hverju ég var notuð í þetta,“ sagði Thelma á Instagram en henni var auðsjáanlega nokkuð brugðið. Einblíndi á heimabanka fólksÍ fréttum Stöðvar 2 greindi Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður frá því að margir hafi lent í netóværunni. Hann sagði að spilliforritið veiti algjört aðgengi að tölvunni. „Hann getur séð allt sem stimplað er inn á lyklaborðið. Í þessu tilfelli virðist árásinni vera beint inn á heimabanka fólks til þess að sjá hvað fólk er að gera þar.“ Hér er hægt að lesa sér nánar til um orðið áhrifavaldur: Áhrifavaldur er ekki tískuorð Tengdar fréttir Segir að sá sem sendi svikapóstana hafi einblínt á heimabanka fólks Málið er litið alvarlegum augum innan lögreglunnar 7. október 2018 19:30 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. Rúv greindi fyrst frá. Í tölvupóstunum sem tölvuþrjóturinn sendi frá sér var að finna spilliforrit sem veitti honum aðgang að öllum gögnum tölvunnar, meðal annars að upplýsingum um heimabanka fólks. Hann notaði kennitölu áhrifavaldsins Thelmu til þess að kaupa lénið „logregian.is“ með það fyrir augum að tölvupósturinn liti út fyrir að hafa verið sendur úr pósthólfi lögreglunnar.Thelma segir málið óþægilegt „Mínar upplýsingar voru notaðar í þetta sem er mjög óþægilegt og krípí,“ útskýrir Thelma Dögg fyrir fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir að fyrir nokkrum dögum hafi viðkomandi hakkað sig inn í heimasíðuna hennar og síðan aftur í gær. Hann hafi þá einnig breytt notendanafninu hennar í „skugga sál“. „Þetta mál er víst bara í vinnslu og fékk ég að vita það að þetta er eitt stærsta mál sem lögreglu hefur borist tengt hakki. Þetta er víst frekar stórt og ég vonast til að þetta leysist sem fyrst. Ég verð samt að viðurkenna að þetta er mjög óþægilegt og ég er svona að pæla í af hverju ég var notuð í þetta,“ sagði Thelma á Instagram en henni var auðsjáanlega nokkuð brugðið. Einblíndi á heimabanka fólksÍ fréttum Stöðvar 2 greindi Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður frá því að margir hafi lent í netóværunni. Hann sagði að spilliforritið veiti algjört aðgengi að tölvunni. „Hann getur séð allt sem stimplað er inn á lyklaborðið. Í þessu tilfelli virðist árásinni vera beint inn á heimabanka fólks til þess að sjá hvað fólk er að gera þar.“ Hér er hægt að lesa sér nánar til um orðið áhrifavaldur: Áhrifavaldur er ekki tískuorð
Tengdar fréttir Segir að sá sem sendi svikapóstana hafi einblínt á heimabanka fólks Málið er litið alvarlegum augum innan lögreglunnar 7. október 2018 19:30 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Segir að sá sem sendi svikapóstana hafi einblínt á heimabanka fólks Málið er litið alvarlegum augum innan lögreglunnar 7. október 2018 19:30
Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10