20 eru látnir eftir að limmósína var ekið á kyrrstæðan bíl við verslun í bænum Schoharie í New York-fylki í Bandaríkjunum í gær. Samkvæmt heimildum AP voru átján hinna látnu farþegar limmósínunnar en hinir tveir gangandi vegfarendur.
Yfirvöld á svæðinu hafa ekki gert nöfn hinna látnu opinber né heldur gefið út nánari upplýsingar um slysið. Ferðamálaöryggisráð Bandaríkjanna rannsakar nú málið.
Nánar hér.
Fréttin hefur verið uppfærð.
