Khabib barðist frábærlega og hreinlega niðurlægði Írann í búrinu. Drifinn áfram af hatri í garð Írans vildi hann hreinlega ekki fara af Conor er hann gafst upp.
Conor gjörsamlega búinn á því en nóg af bensíni hjá Khabib sem öskraði að þjálfara og aðstoðarmönnum Conors. Kastaði svo gómnum sínum í þá. Hann lét ekki þar við sitja heldur hoppaði yfir búrið og spólaði í aðstoðarmenn Conors. Hann ætlaði að lemja þá alla saman.
Á svipuðum tíma laumuðu þrír vinir Khabib sér inn í búrið og réðust að Conor. Annar kýldi hann að framan en hinn réðst aftan að Íranum og kýldi hann í hnakkann. Ótrúlegar og skammarlegar senur.
Þeir sem réðust að Conor voru handteknir en síðan sleppt er Conor ákvað að kæra ekki. Khabib hélt stutta ræðu á blaðamannafundi sínum þar sem hann bað ýmsa afsökunar en ekki Conor.
Hér að neðan má sjá þetta brjálæði í Las Vegas.