Srdjan Tufegdzic, eða Túfa hefur skrifað undir þriggja ára samning við Grindavík og mun hann því þjálfa liðið í Pepsi-deildinni næsta sumar. Knattspyrnudeild Grindavíkur var rétt í þessu að tilkynna þetta á Facebook síðu sinni.
„Túfa tekur við af Óla Stefáni sem fór til KA nýverið og má því segja að við höfum haft makaskipti á þjálfurum í þessum efnum,“ segir í yfirlýsingu Grindavíkur.
Túfa tók við KA árið 2016 en hann hefur verið hjá norðanmönnum frá árinu 2006, fyrst sem leikmaður og síðar sem þjálfari.
„Túfa er ungur og metnaðarfullur þjálfari og vonumst við til þess að samstarfið verði farsælt. Við viljum bjóða hann velkominn til starfa hjá Grindavík,“ segir einnig í yfirlýsingu Grindavíkur.
Grindavík endaði í tíunda sæti Pepsi-deildarinnar síðasta sumar.
Túfa búinn að semja við Grindavík
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar

Mest lesið


Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum
Körfubolti




Mark Martinez lyfti Inter á toppinn
Fótbolti

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn

„Eigum skilið að finna til“
Enski boltinn


Sigurlíkur Liverpool minnkuðu
Fótbolti