Ekki slegið af kröfum fyrir áhrifavalda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. október 2018 11:15 Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor í lögfræði. Vísir/Egill Aðalsteinsson Neytendastofa hefur nýverið úrskurðað í nokkrum málum þar sem svokallaðir áhrifavaldar og fyrirtæki eru áminnt fyrir duldar auglýsingar. Lektor í lögfræði segir reglur um þetta skýrar og telur að málum af þessu tagi muni fjölga á næstunni. Nýverið hefur Neytendastofa bannað nokkrum fyrirtækjum og bloggurum að nota duldar auglýsingar. Fyrirtækin hafa ýmist afhent eða haft milligöngu um afhendingu á vöru til bloggara sem á móti hefur fjallað um vöruna. Í öllum málum þóttu færslur ekki skýrlega merktar sem auglýsingar. Lektor í lögfræði og formaður áfrýjunarnefndar neytendamála segir duldum auglýsingum hafa fjölgað mikið og að yfirvöld hér og í nágrannalöndum séu farin að horfa til þess. „Ég held að þetta sé bara bolti sem er að rúlla og eftir því sem við verðum meira meðvituð um þetta og eftir því sem þessum tilvikum fer að fjölga, að þá held ég að neytendayfirvöld muni grípa í taumana. Við erum að sjá það núna og held að við munum sjá það áfram á næstu misserum,“ segir Halldóra Þorsteinsdóttir.Neytenda þarf snemma að vera ljóst að færsla sé í raun auglýsing.Vísir/gettyHún segir auglýsingar sem þessar, þar sem neytendur eru að mæla með vörum fyrir aðra neytendur, hafa aukin áhrif á kauphegðun. Því sé sérstaklega mikilvægt að merkja þær skýrlega. Bloggarar hafa borið því við að reglur um efnið sé óskýrar en Halldóra telur svo ekki vera. „Reglurnar eru alveg skýrar og ég held að það sé alveg ljóst að fyrirtækin þekki þær. Þetta eru reglur sem hafa verið lengi í gildi um að þú eigir að auðkenna auglýsingar. En ég held að vandamálið sem menn standa kannski frammi fyrir núna er þetta ólíka eðli hinna ýmsu samfélagmiðla,“ segir Halldóra. Hún segir nýlega úrskurði og dómaframkvæmd í nágrannalöndum gefa til kynna að málið verði tekið föstum tökum. „Að það verði allavega enginn afsláttur veittur. Jafnvel þótt þetta séu samfélagsmiðlar, að þá sé tekið á þessu þannig að þetta þurfi að vera mjög skýrt. Það sé ekki nógu skýrt að segja til dæmis eftir langa bloggfrærslu: „Já, svo það sé tekið fram að þá er þetta samstarf.“ Neytanda þarf að vera ljóst frekar snemma að þetta sé auglýsing.“ Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43 Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45 Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Neytendur Fleiri fréttir Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Sjá meira
Neytendastofa hefur nýverið úrskurðað í nokkrum málum þar sem svokallaðir áhrifavaldar og fyrirtæki eru áminnt fyrir duldar auglýsingar. Lektor í lögfræði segir reglur um þetta skýrar og telur að málum af þessu tagi muni fjölga á næstunni. Nýverið hefur Neytendastofa bannað nokkrum fyrirtækjum og bloggurum að nota duldar auglýsingar. Fyrirtækin hafa ýmist afhent eða haft milligöngu um afhendingu á vöru til bloggara sem á móti hefur fjallað um vöruna. Í öllum málum þóttu færslur ekki skýrlega merktar sem auglýsingar. Lektor í lögfræði og formaður áfrýjunarnefndar neytendamála segir duldum auglýsingum hafa fjölgað mikið og að yfirvöld hér og í nágrannalöndum séu farin að horfa til þess. „Ég held að þetta sé bara bolti sem er að rúlla og eftir því sem við verðum meira meðvituð um þetta og eftir því sem þessum tilvikum fer að fjölga, að þá held ég að neytendayfirvöld muni grípa í taumana. Við erum að sjá það núna og held að við munum sjá það áfram á næstu misserum,“ segir Halldóra Þorsteinsdóttir.Neytenda þarf snemma að vera ljóst að færsla sé í raun auglýsing.Vísir/gettyHún segir auglýsingar sem þessar, þar sem neytendur eru að mæla með vörum fyrir aðra neytendur, hafa aukin áhrif á kauphegðun. Því sé sérstaklega mikilvægt að merkja þær skýrlega. Bloggarar hafa borið því við að reglur um efnið sé óskýrar en Halldóra telur svo ekki vera. „Reglurnar eru alveg skýrar og ég held að það sé alveg ljóst að fyrirtækin þekki þær. Þetta eru reglur sem hafa verið lengi í gildi um að þú eigir að auðkenna auglýsingar. En ég held að vandamálið sem menn standa kannski frammi fyrir núna er þetta ólíka eðli hinna ýmsu samfélagmiðla,“ segir Halldóra. Hún segir nýlega úrskurði og dómaframkvæmd í nágrannalöndum gefa til kynna að málið verði tekið föstum tökum. „Að það verði allavega enginn afsláttur veittur. Jafnvel þótt þetta séu samfélagsmiðlar, að þá sé tekið á þessu þannig að þetta þurfi að vera mjög skýrt. Það sé ekki nógu skýrt að segja til dæmis eftir langa bloggfrærslu: „Já, svo það sé tekið fram að þá er þetta samstarf.“ Neytanda þarf að vera ljóst frekar snemma að þetta sé auglýsing.“
Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43 Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45 Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Neytendur Fleiri fréttir Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Sjá meira
Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43
Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45