Höfum sofið á verðinum hvað það varðar að stýra vinnuálagi Hjörvar Ólafsson skrifar 5. október 2018 09:00 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. vísir/ernir Stjórn KSÍ fékk bréf frá starfsfólki sambandsins í lok ágúst þar sem það lýsir yfir áhyggjum af vinnuálagi. Þar koma fram vangaveltur starfsmanna um að vinnuálag sé á stundum of mikið og tilmæli þeirra um að heilsufari starfsmanna verði meiri gaumur gefinn. Fram kemur í fundargerðinni að stjórn og framkvæmdastjóri KSÍ taki málið alvarlega. Þau munu bregðast við áhyggjum starfsmanna sinna í samráði við heilsufyrirtækið Auðnast sem hefur verið samstarfsaðili sambandsins undanfarin ár. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, ræðir við Fréttablaðið hvernig sambandið hyggst bregðast við áhyggjum starfsmanna sinna. Hjá sambandinu vinna um það bil 20 starfsmenn í fullu starfi sem er ansi lítill starfsmannafjöldi sé mið tekið af öðrum knattspyrnusamböndum. Verkefni sambandsins eru mörg og sum þeirra einkar umfangsmikil. Sú hefð hefur skapast innan sambandsins að starfsmenn einhenda sér í öll þau verkefni sem inna þarf af hendi og er þá ekki ávallt spurt hvort verkefnið eigi að vera á könnu þess sem sinnir því. Fjölmiðlamenn vita það til að mynda að fjölmiðlafulltrúar eru boðnir og búnir að svara fyrirspurnum fjölmiðlamanna jafnvel þótt þær komi utan venjulegs vinnutíma. „Við vitum það vel að umfang starfsemi sambandsins hefur vaxið umtalsvert. Það er til að mynda með reglubundinni þátttöku okkar á stórmótum, fjölgun deilda, bæði í karla- og kvennaflokki og fjölgun liða í deildunum og aukinni fjölmiðlaathygli á íslenskri knattspyrnu. Starfsmenn sambandsins hafa unnið langa vinnudaga og við höfum sofið á verðinum hvað það varðar að stýra vinnuálaginu hjá okkur,“ segir Klara um vinnuálagið innan sambandsins. „Við brugðumst við því að við fundum hversu vinnuálagið var okkur um megn á Evrópumótinu árið 2016 með því að ráða fleiri starfsmenn tímabundið í kringum heimsmeistaramótið í sumar. Það var samt sem áður mikið álag á starfsmönnum þrátt fyrir að þetta hafi verið mun meðfærilegra. Starfsmenn okkar eru ávallt boðnir og búnir að vinna langa vinnudaga, svara fyrirspurnum nánast hvenær sólarhringsins sem er og taka vinnuna með sér heim. Við þurfum að fræða starfsmenn okkar betur um mikilvægi hvíldar, að geta aðskilið vinnu og frítíma og nauðsyn þess að sofa vel,“ segir framkvæmdastjórinn. „Stjórn sambandsins hefur svo verið að vinna í stefnumótun fyrir sambandið og skipulagsbreytingum innan sambandsins. Þar er meðal annars verið að fara yfir það hvernig við getum dreift álaginu betur á milli starfsmannanna og hvort við getum útvistað einhverju af þeim verkefnum sem við sinnum þessa stundina. Þá mun heilsufyrirtækið Auðnast sem gert hefur heilsufarsskoðanir á starfsmönnum okkar undanfarin tvö ár – það er athugun á blóðsykri og blóðþrýstingi og fleira í þeim dúr – gera ítarlegri heilsufarsskoðanir á starfsmönnum sambandsins,“ segir hún. „Það ber hins vegar að undirstrika að í fyrrgreindu bréfi komu ekki fram ásakanir eða kvartanir. Þarna voru einfaldlega vinsamlegar ábendingar sem eru góð áminning um hvað betur megi fara hjá okkur. Innan starfsmannahópsins er afar góður vinnuandi og það sést kannski best á því hversu lengi flestir okkar starfsmenn hafa unnið hér og þeirri staðreynd að fáir starfsmenn hætta hjá okkur í gegnum tíðina,“ segir Klara. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Stjórn KSÍ fékk bréf frá starfsfólki sambandsins í lok ágúst þar sem það lýsir yfir áhyggjum af vinnuálagi. Þar koma fram vangaveltur starfsmanna um að vinnuálag sé á stundum of mikið og tilmæli þeirra um að heilsufari starfsmanna verði meiri gaumur gefinn. Fram kemur í fundargerðinni að stjórn og framkvæmdastjóri KSÍ taki málið alvarlega. Þau munu bregðast við áhyggjum starfsmanna sinna í samráði við heilsufyrirtækið Auðnast sem hefur verið samstarfsaðili sambandsins undanfarin ár. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, ræðir við Fréttablaðið hvernig sambandið hyggst bregðast við áhyggjum starfsmanna sinna. Hjá sambandinu vinna um það bil 20 starfsmenn í fullu starfi sem er ansi lítill starfsmannafjöldi sé mið tekið af öðrum knattspyrnusamböndum. Verkefni sambandsins eru mörg og sum þeirra einkar umfangsmikil. Sú hefð hefur skapast innan sambandsins að starfsmenn einhenda sér í öll þau verkefni sem inna þarf af hendi og er þá ekki ávallt spurt hvort verkefnið eigi að vera á könnu þess sem sinnir því. Fjölmiðlamenn vita það til að mynda að fjölmiðlafulltrúar eru boðnir og búnir að svara fyrirspurnum fjölmiðlamanna jafnvel þótt þær komi utan venjulegs vinnutíma. „Við vitum það vel að umfang starfsemi sambandsins hefur vaxið umtalsvert. Það er til að mynda með reglubundinni þátttöku okkar á stórmótum, fjölgun deilda, bæði í karla- og kvennaflokki og fjölgun liða í deildunum og aukinni fjölmiðlaathygli á íslenskri knattspyrnu. Starfsmenn sambandsins hafa unnið langa vinnudaga og við höfum sofið á verðinum hvað það varðar að stýra vinnuálaginu hjá okkur,“ segir Klara um vinnuálagið innan sambandsins. „Við brugðumst við því að við fundum hversu vinnuálagið var okkur um megn á Evrópumótinu árið 2016 með því að ráða fleiri starfsmenn tímabundið í kringum heimsmeistaramótið í sumar. Það var samt sem áður mikið álag á starfsmönnum þrátt fyrir að þetta hafi verið mun meðfærilegra. Starfsmenn okkar eru ávallt boðnir og búnir að vinna langa vinnudaga, svara fyrirspurnum nánast hvenær sólarhringsins sem er og taka vinnuna með sér heim. Við þurfum að fræða starfsmenn okkar betur um mikilvægi hvíldar, að geta aðskilið vinnu og frítíma og nauðsyn þess að sofa vel,“ segir framkvæmdastjórinn. „Stjórn sambandsins hefur svo verið að vinna í stefnumótun fyrir sambandið og skipulagsbreytingum innan sambandsins. Þar er meðal annars verið að fara yfir það hvernig við getum dreift álaginu betur á milli starfsmannanna og hvort við getum útvistað einhverju af þeim verkefnum sem við sinnum þessa stundina. Þá mun heilsufyrirtækið Auðnast sem gert hefur heilsufarsskoðanir á starfsmönnum okkar undanfarin tvö ár – það er athugun á blóðsykri og blóðþrýstingi og fleira í þeim dúr – gera ítarlegri heilsufarsskoðanir á starfsmönnum sambandsins,“ segir hún. „Það ber hins vegar að undirstrika að í fyrrgreindu bréfi komu ekki fram ásakanir eða kvartanir. Þarna voru einfaldlega vinsamlegar ábendingar sem eru góð áminning um hvað betur megi fara hjá okkur. Innan starfsmannahópsins er afar góður vinnuandi og það sést kannski best á því hversu lengi flestir okkar starfsmenn hafa unnið hér og þeirri staðreynd að fáir starfsmenn hætta hjá okkur í gegnum tíðina,“ segir Klara.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn