Áramótabardagi í kortunum hjá Gunnari | Ég verð að fá bardaga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. október 2018 16:23 Gunnar er klár í að berjast í lok desember. Gunnar Nelson staðfesti í Búrinu á Stöð 2 Sport að hann muni væntanlega berjast næst þann 29. desember. Þá fer fram lokakvöld ársins hjá UFC í Las Vegas. „Við höfum verið að reyna að næla í eitthvað og vorum að horfa í nokkur kvöld. Þar á meðal Toronto þann 8. desember. Það gekk ekki og þar á eftir kemur áramótakvöldið í Las Vegas,“ segir Gunnar en það kvöld er nánar tiltekið þann 29. desember. „Ég er ekki kominn með andstæðing enn sem komið er. Það koma nokkrir til greina en því miður enginn sem er á topp 15. Sá eini sem stóð til boða þar sagði nei því hann er að skipta um þyngdarflokk. Það var Jorge Masvidal. Að öllum líkindum berst ég 29. desember.“ Ef af verður þá mun Gunnar, ólíkt flestum löndum sínum, æfa eins og brjálæðingur í desember og sleppa öllum kræsingunum þessi jólin. „Það er svolítið langt síðan ég barðist og mig langar mikið að komast inn í búrið. Þetta er virkilega flott kvöld. Það verða svo vonandi einhverjir afgangar er ég kem heim,“ segir bardagakappinn léttur. Gunnar segist ekki þekkja nöfnin á strákunum sem talað hefur verið um að hann mæti. „Ég sagði bara við John þjálfara og pabba að ákveða þetta og senda mér hverjum ég mæti. Þá veit ég það bara. Ég vil bara fá bardaga. Auðvitað vildi ég mann á topp 15 en það er ekki í boði eins og er.“ Sjá má Búrið í heild sinni á Stöð 2 Sport í kvöld klukkan 21.35 en þar er farið ítarlega yfir bardagakvöld helgarinnar þar sem Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov mætast í aðalbardaganum. MMA Tengdar fréttir Búrið: Sjaldan langað jafn mikið til þess að berja einhvern Það er komið tæpt ár síðan Gunnar Nelson var rotaður í fyrsta skipti á ferlinum en hann var þá að berjast við augnapotarann Santiago Ponzinibbio. Gunnar dauðlangar að berjast aftur við Argentínumanninn. 24. maí 2018 13:30 Gunnar Nelson meiddur og bardaganum aflýst Bardagamaðurinn Gunnar Nelson meiddist á hné við æfingar um síðustu helgi og hefur bardaganum gegn Neil Magny verið aflýst í kjölfarið. 28. apríl 2018 18:44 Gunnar Nelson: Annað en þegar að við vorum nokkrar hræður að knúsast Gunnar Nelson stefnir á bardaga í haust en hann hefur verið að kenna í risatímum í vikunni. 26. júlí 2018 19:00 Gunnar reyndi að fá annan bardaga gegn augnpotaranum Gunnar Nelson hefur jafnað sig af meiðslum og er að leita að sínum næsta bardaga. Hann bauðst til þess að mæta Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio, sem rotaði Gunnar á síðasta ári. 30. ágúst 2018 14:00 Aðgerðin gekk vel hjá Gunnari sem ætlar að berjast á þessu ári Gunnar Nelson gekkst í dag undir aðgerð á hné vegna meiðsla sem hann varð fyrir á dögunum. Aðgerðin gekk vel að sögn Gunnars. 30. apríl 2018 20:05 Búrið: Gunnar stefnir á endurkomu með Conor í nóvember Gunnar Nelson talar um meiðslin, síðasta tap og framhaldið hjá sér í Búrinu á Vísi. 25. maí 2018 10:23 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Gunnar Nelson staðfesti í Búrinu á Stöð 2 Sport að hann muni væntanlega berjast næst þann 29. desember. Þá fer fram lokakvöld ársins hjá UFC í Las Vegas. „Við höfum verið að reyna að næla í eitthvað og vorum að horfa í nokkur kvöld. Þar á meðal Toronto þann 8. desember. Það gekk ekki og þar á eftir kemur áramótakvöldið í Las Vegas,“ segir Gunnar en það kvöld er nánar tiltekið þann 29. desember. „Ég er ekki kominn með andstæðing enn sem komið er. Það koma nokkrir til greina en því miður enginn sem er á topp 15. Sá eini sem stóð til boða þar sagði nei því hann er að skipta um þyngdarflokk. Það var Jorge Masvidal. Að öllum líkindum berst ég 29. desember.“ Ef af verður þá mun Gunnar, ólíkt flestum löndum sínum, æfa eins og brjálæðingur í desember og sleppa öllum kræsingunum þessi jólin. „Það er svolítið langt síðan ég barðist og mig langar mikið að komast inn í búrið. Þetta er virkilega flott kvöld. Það verða svo vonandi einhverjir afgangar er ég kem heim,“ segir bardagakappinn léttur. Gunnar segist ekki þekkja nöfnin á strákunum sem talað hefur verið um að hann mæti. „Ég sagði bara við John þjálfara og pabba að ákveða þetta og senda mér hverjum ég mæti. Þá veit ég það bara. Ég vil bara fá bardaga. Auðvitað vildi ég mann á topp 15 en það er ekki í boði eins og er.“ Sjá má Búrið í heild sinni á Stöð 2 Sport í kvöld klukkan 21.35 en þar er farið ítarlega yfir bardagakvöld helgarinnar þar sem Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov mætast í aðalbardaganum.
MMA Tengdar fréttir Búrið: Sjaldan langað jafn mikið til þess að berja einhvern Það er komið tæpt ár síðan Gunnar Nelson var rotaður í fyrsta skipti á ferlinum en hann var þá að berjast við augnapotarann Santiago Ponzinibbio. Gunnar dauðlangar að berjast aftur við Argentínumanninn. 24. maí 2018 13:30 Gunnar Nelson meiddur og bardaganum aflýst Bardagamaðurinn Gunnar Nelson meiddist á hné við æfingar um síðustu helgi og hefur bardaganum gegn Neil Magny verið aflýst í kjölfarið. 28. apríl 2018 18:44 Gunnar Nelson: Annað en þegar að við vorum nokkrar hræður að knúsast Gunnar Nelson stefnir á bardaga í haust en hann hefur verið að kenna í risatímum í vikunni. 26. júlí 2018 19:00 Gunnar reyndi að fá annan bardaga gegn augnpotaranum Gunnar Nelson hefur jafnað sig af meiðslum og er að leita að sínum næsta bardaga. Hann bauðst til þess að mæta Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio, sem rotaði Gunnar á síðasta ári. 30. ágúst 2018 14:00 Aðgerðin gekk vel hjá Gunnari sem ætlar að berjast á þessu ári Gunnar Nelson gekkst í dag undir aðgerð á hné vegna meiðsla sem hann varð fyrir á dögunum. Aðgerðin gekk vel að sögn Gunnars. 30. apríl 2018 20:05 Búrið: Gunnar stefnir á endurkomu með Conor í nóvember Gunnar Nelson talar um meiðslin, síðasta tap og framhaldið hjá sér í Búrinu á Vísi. 25. maí 2018 10:23 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Búrið: Sjaldan langað jafn mikið til þess að berja einhvern Það er komið tæpt ár síðan Gunnar Nelson var rotaður í fyrsta skipti á ferlinum en hann var þá að berjast við augnapotarann Santiago Ponzinibbio. Gunnar dauðlangar að berjast aftur við Argentínumanninn. 24. maí 2018 13:30
Gunnar Nelson meiddur og bardaganum aflýst Bardagamaðurinn Gunnar Nelson meiddist á hné við æfingar um síðustu helgi og hefur bardaganum gegn Neil Magny verið aflýst í kjölfarið. 28. apríl 2018 18:44
Gunnar Nelson: Annað en þegar að við vorum nokkrar hræður að knúsast Gunnar Nelson stefnir á bardaga í haust en hann hefur verið að kenna í risatímum í vikunni. 26. júlí 2018 19:00
Gunnar reyndi að fá annan bardaga gegn augnpotaranum Gunnar Nelson hefur jafnað sig af meiðslum og er að leita að sínum næsta bardaga. Hann bauðst til þess að mæta Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio, sem rotaði Gunnar á síðasta ári. 30. ágúst 2018 14:00
Aðgerðin gekk vel hjá Gunnari sem ætlar að berjast á þessu ári Gunnar Nelson gekkst í dag undir aðgerð á hné vegna meiðsla sem hann varð fyrir á dögunum. Aðgerðin gekk vel að sögn Gunnars. 30. apríl 2018 20:05
Búrið: Gunnar stefnir á endurkomu með Conor í nóvember Gunnar Nelson talar um meiðslin, síðasta tap og framhaldið hjá sér í Búrinu á Vísi. 25. maí 2018 10:23