Katrín Tanja: Annie Mist sýndi mér að þetta var ekki fjarlægur draumur Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. október 2018 12:00 Saman hafa þær unnið fjóra heimsmeistaratitla. MYND/INSTAGRAM/THEDAVECASTRO Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, segir Annie Mist Þórisdóttur, sem einnig er tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, helstu ástæðu þess að íslenskar stelpur eru svo öflugar í íþróttinni. Annie Mist skaust fram á stjörnuhiminninn árið 2011 þegar að hún varð fyrst heimsmeistari í CrossFit en á þeim tíma vissu fáir Íslendingar um hvað sportið snerist. Ári síðar varði Annie titilinn og varð strax eitt af óskabörnum þjóðarinnar. „Hún ruddi brautina fyrir okkur. Ég held að hún sé ástæðan fyrir því að við eigum svona sterkar crossfit-stelpur og stráka,“ segir Katrín Tanja í hlaðvarpsþætti Snorra Björnssonar en hún vissi hvað bjó að baki þessum heimsmeistaratitlum Anniear þar sem að þær æfðu á sama stað. „Ef þú horfir á einhvern á heimsmeistaramóti sem er bestur er mjög auðvelt að benda á að viðkomandi er fæddur fyrir þetta eins og Usain Bolt í sinni grein. Þetta lítur út fyrir að vera auðvelt þegar að maður er á vellinum og manni gengur vel og ljósin eru á manni,“ segir hún. Katrín Tanja segir frá því í spjallinu við Snorra að þó hún hafi strax verið góð í CrossFit bjóst nú enginn við því að hún yrði sú besta í heiminum. Katrín fylgdist með Annie komast á toppinn og það hvatti hana áfram. Sjálf vann Katrín Tanja heimsmeistaratitilinn árið 2015 og 2016 „Það veit enginn hvað eru margir klukkutímar þarna að baki, heilu árin, blóð, sviti og tár sem hver manneskja þarna er búin að ganga í gegnum,“ segir hún. „Þetta var ekki fjarlægur draumur því þarna var Annie Mist sem að ég sá á hverjum einasta degi. Ég sá í henni hvað þurfti til. Þetta var alls ekki auðvelt. Ég sá að þetta yrði erfitt en ég sá að þetta væri hægt. Það var ótrúlega mikilvægt,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. Allan hlaðvarpsþáttinn má sjá hér að neðan en umræðan um Annie Mist og leið Katrínar á toppinn hefst eftir 24 mínútur. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, segir Annie Mist Þórisdóttur, sem einnig er tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, helstu ástæðu þess að íslenskar stelpur eru svo öflugar í íþróttinni. Annie Mist skaust fram á stjörnuhiminninn árið 2011 þegar að hún varð fyrst heimsmeistari í CrossFit en á þeim tíma vissu fáir Íslendingar um hvað sportið snerist. Ári síðar varði Annie titilinn og varð strax eitt af óskabörnum þjóðarinnar. „Hún ruddi brautina fyrir okkur. Ég held að hún sé ástæðan fyrir því að við eigum svona sterkar crossfit-stelpur og stráka,“ segir Katrín Tanja í hlaðvarpsþætti Snorra Björnssonar en hún vissi hvað bjó að baki þessum heimsmeistaratitlum Anniear þar sem að þær æfðu á sama stað. „Ef þú horfir á einhvern á heimsmeistaramóti sem er bestur er mjög auðvelt að benda á að viðkomandi er fæddur fyrir þetta eins og Usain Bolt í sinni grein. Þetta lítur út fyrir að vera auðvelt þegar að maður er á vellinum og manni gengur vel og ljósin eru á manni,“ segir hún. Katrín Tanja segir frá því í spjallinu við Snorra að þó hún hafi strax verið góð í CrossFit bjóst nú enginn við því að hún yrði sú besta í heiminum. Katrín fylgdist með Annie komast á toppinn og það hvatti hana áfram. Sjálf vann Katrín Tanja heimsmeistaratitilinn árið 2015 og 2016 „Það veit enginn hvað eru margir klukkutímar þarna að baki, heilu árin, blóð, sviti og tár sem hver manneskja þarna er búin að ganga í gegnum,“ segir hún. „Þetta var ekki fjarlægur draumur því þarna var Annie Mist sem að ég sá á hverjum einasta degi. Ég sá í henni hvað þurfti til. Þetta var alls ekki auðvelt. Ég sá að þetta yrði erfitt en ég sá að þetta væri hægt. Það var ótrúlega mikilvægt,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. Allan hlaðvarpsþáttinn má sjá hér að neðan en umræðan um Annie Mist og leið Katrínar á toppinn hefst eftir 24 mínútur.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira