Evrópusambandið íhugar refsiaðgerðir gegn Búrma vegna ofsókna gegn róhingjum Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2018 17:51 Landamæravörður í Búrma nærri flóttamannabúðum róhingja í Bangaldess. Hundruð þúsunda þeirra flúðu yfir landamærin undan ofsóknum stjórnarhers Búrma. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skoðar nú að beita Búrma viðskiptaþvingunum vegna meðferðar þarlendra stjórnvalda á þjóðarbroti róhingjamúslima. Búrma gæti þannig misst aðgang að evrópskum mörkuðum.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að skýrsla Sameinuðu þjóðanna þar sem her Búrma, stundum einnig þekkt sem Mjanmar, var sakaður um að hafa myrt róhingja með það fyrir augum að þurrka þá út hafi orðið framkvæmdastjórn ESB tilefni til að íhuga refsiaðgerðirnar. Hún vonast til þess að með þeim geti hún fengið stjórnvöld í Búrma til að láta af ofsóknum sínum í garð róhingja. Talið er að refsiaðgerðirnar gætu kostað þúsundir manna starfið í Búrma, ekki síst í vefnaðariðnaði sem landið reiðir sig að miklu leyti á. „Við höfum áhyggjur af áhrifum mögulega aðgerða okkar á þjóðina en við getum ekki hunsað skýrslu SÞ sem lýsir hernaðaraðgerð sem þjóðarmorði,“ hefur Reuters eftir einum evrópskum embættismanni. Áður hefur ESB beitt ferðabönnum og fryst eignir nokkurra forsvarsmanna hers Búrma. Þær ná ekki til æðsta yfirmanns herafla landsins, Min Aung Hlaing herforingja, sem Sameinuðu þjóðirnar telja að ákæra ætti fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu ásamt fimm öðrum. Stjórnvöld í Búrma hafa hafnað niðurstöðum skýrslu SÞ og kallað þær „einhliða“. Hernaðaraðgerðir þeirra í héraði róhingja hafi beinst að uppreisnarmönnum í kjölfar árása þeirra. Evrópusambandið Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Saka Mjanmar um skipulögð ódæði Ódæðin snúast meðal annars um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar og hafa yfirvöld Mjanmar verið sökuð um þjóðarmorð. 24. september 2018 23:24 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skoðar nú að beita Búrma viðskiptaþvingunum vegna meðferðar þarlendra stjórnvalda á þjóðarbroti róhingjamúslima. Búrma gæti þannig misst aðgang að evrópskum mörkuðum.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að skýrsla Sameinuðu þjóðanna þar sem her Búrma, stundum einnig þekkt sem Mjanmar, var sakaður um að hafa myrt róhingja með það fyrir augum að þurrka þá út hafi orðið framkvæmdastjórn ESB tilefni til að íhuga refsiaðgerðirnar. Hún vonast til þess að með þeim geti hún fengið stjórnvöld í Búrma til að láta af ofsóknum sínum í garð róhingja. Talið er að refsiaðgerðirnar gætu kostað þúsundir manna starfið í Búrma, ekki síst í vefnaðariðnaði sem landið reiðir sig að miklu leyti á. „Við höfum áhyggjur af áhrifum mögulega aðgerða okkar á þjóðina en við getum ekki hunsað skýrslu SÞ sem lýsir hernaðaraðgerð sem þjóðarmorði,“ hefur Reuters eftir einum evrópskum embættismanni. Áður hefur ESB beitt ferðabönnum og fryst eignir nokkurra forsvarsmanna hers Búrma. Þær ná ekki til æðsta yfirmanns herafla landsins, Min Aung Hlaing herforingja, sem Sameinuðu þjóðirnar telja að ákæra ætti fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu ásamt fimm öðrum. Stjórnvöld í Búrma hafa hafnað niðurstöðum skýrslu SÞ og kallað þær „einhliða“. Hernaðaraðgerðir þeirra í héraði róhingja hafi beinst að uppreisnarmönnum í kjölfar árása þeirra.
Evrópusambandið Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Saka Mjanmar um skipulögð ódæði Ódæðin snúast meðal annars um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar og hafa yfirvöld Mjanmar verið sökuð um þjóðarmorð. 24. september 2018 23:24 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira
Saka Mjanmar um skipulögð ódæði Ódæðin snúast meðal annars um fjöldamorð, nauðganir og pyntingar og hafa yfirvöld Mjanmar verið sökuð um þjóðarmorð. 24. september 2018 23:24