Bandaríkin rifta áratuga gömlum „vináttusamningi“ við Íran Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2018 16:00 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Cliff Owen Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að rifta „vináttusamningi“ við Íran sem samþykktur var árið 1955. Það var gert í kjölfar þess að Alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Bandaríkjunum að fella niður refsiaðgerðir gegn Íran sem settar voru á eftir að Donald Trump dró Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Þeim var gert að fella sérstaklega niður refsiaðgerðir sem snúa að mannréttindamálum. Þar er meðal annars átt við bann við sölu á lyfjum, matvælum og flugvélapörtum. Dómurinn segir að bann við sölu slíkra vara gæti leitt til dauða almennra borgara Íran. Íran höfðaði mál vegna aðgerðanna á grundvelli þess að þær brytu gegn áðurnefndum samningi frá 1955. Það var hins vegar löngu fyrir uppreisnina í Íran árið 1979. Fyrir uppreisnina var gott samband á milli ríkjanna en eftir hana gjörbreyttist það. Alþjóðadómstóllinn hefur þó úrskurðað áður að samningurinn sé gildur þrátt fyrir slæmt samband ríkjanna.Eftir úrskurð dómstólsins gaf ríkisstjórn Trump út yfirlýsingu um að hann hefði ekkert um málið að segja. Það sneri að þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Í kjölfarið sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, að Bandaríkin riftu vinuáttusamningnum og það hefði átt að gera það fyrir löngu síðan. Hann sakaði yfirvöld Íran um að misnota Alþjóðadómstólinn.Sérfræðingar segja verulega ólíklegt að úrskurðurinn muni skipta nokkru máli. Bæði ríki hafi hunsað úrskurði dómstólsins áður. Tæknilega séð eru úrskurðir Alþjóðadómstólsins bindandi en hann hefur engar leiðir til að fylgja þeim eftir.Frá því að Bandaríkin slitu sig frá samkomulaginu og beitti Íran refsiaðgerðum hefur efnahagur Íran beðið hnekki. Þá stendur til að Bandaríkin beiti Íran frekari refsiaðgerðum í næsta mánuði. Ekki er ljóst hvaða áhrif úrskurðurinn muni hafa á þær ætlanir, ef einhver. Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að rifta „vináttusamningi“ við Íran sem samþykktur var árið 1955. Það var gert í kjölfar þess að Alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Bandaríkjunum að fella niður refsiaðgerðir gegn Íran sem settar voru á eftir að Donald Trump dró Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Þeim var gert að fella sérstaklega niður refsiaðgerðir sem snúa að mannréttindamálum. Þar er meðal annars átt við bann við sölu á lyfjum, matvælum og flugvélapörtum. Dómurinn segir að bann við sölu slíkra vara gæti leitt til dauða almennra borgara Íran. Íran höfðaði mál vegna aðgerðanna á grundvelli þess að þær brytu gegn áðurnefndum samningi frá 1955. Það var hins vegar löngu fyrir uppreisnina í Íran árið 1979. Fyrir uppreisnina var gott samband á milli ríkjanna en eftir hana gjörbreyttist það. Alþjóðadómstóllinn hefur þó úrskurðað áður að samningurinn sé gildur þrátt fyrir slæmt samband ríkjanna.Eftir úrskurð dómstólsins gaf ríkisstjórn Trump út yfirlýsingu um að hann hefði ekkert um málið að segja. Það sneri að þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Í kjölfarið sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, að Bandaríkin riftu vinuáttusamningnum og það hefði átt að gera það fyrir löngu síðan. Hann sakaði yfirvöld Íran um að misnota Alþjóðadómstólinn.Sérfræðingar segja verulega ólíklegt að úrskurðurinn muni skipta nokkru máli. Bæði ríki hafi hunsað úrskurði dómstólsins áður. Tæknilega séð eru úrskurðir Alþjóðadómstólsins bindandi en hann hefur engar leiðir til að fylgja þeim eftir.Frá því að Bandaríkin slitu sig frá samkomulaginu og beitti Íran refsiaðgerðum hefur efnahagur Íran beðið hnekki. Þá stendur til að Bandaríkin beiti Íran frekari refsiaðgerðum í næsta mánuði. Ekki er ljóst hvaða áhrif úrskurðurinn muni hafa á þær ætlanir, ef einhver.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent