„Erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. október 2018 13:38 Icelandair tapaði 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Vísir/Vilhelm „Við erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn,“ segir Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair, um viðræður við fulltrúa skuldabréfaeigenda sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum bréfum í félaginu. Er það gert vegna þess að möguleiki er á því að Icelandair muni ekki standast fjárhagslegar kvaðir sem fylgja skuldabréfunum. Félagið birti uppfærða EBITDA spá í lok ágúst sem var lægri en áður hafði verið gert ráð fyrir. EBITDA er ensk skammstöfun en með henni er átt við afkomu fyrirtækja áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta.Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Miðað við afkomu þá lítur út fyrir að kvaðir bresti,“ segir Bogi Nils en hann bendir á að Icelandair Group sé með sterkan og sveigjanlegan efnahagsreikning, sterkt lausafé og hátt eiginfjárhlutfall ásamt eignum sem eru óveðsettar. „Við höfum mikinn sveigjanleika til að bregðast við þessu,“ segir Bogi. Hann segir að viðræðurnar við eigendur skuldabréfanna ekki snúast um að fá aukið fjármagn. „Við erum bara að fara að setjast yfir þessa möguleika og verður væntanleg rætt um að greiða inn á þetta að öllu leyti eða að fá tímabundna eða varanlega breytingu á þessu kvöðum,“ segir Bogi.Icelandair hefur lagst í hagræðingaraðgerðir vegna versnandi afkomu á undanförnu. Var til að mynda á þriðja tug sagt upp störfum á starfsdeildum félagsins í Reykjavík og Reykjanesbæ í síðustu viku. Icelandair hefur einnig flutt hluta starfsemi símavers flugfélagsins erlendis ásamt bakvinnslu. Þá var einnig tekin ákvörðun um að fækka flugfreyjum og þjónum í hlutastarfi og þeim þess í stað boðið fullt starf hjá flugfélaginu. Icelandair tapaði 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs en spurður hvort frekari hagræðingaraðgerðir séu fyrirhugaðar segir Bogi flugfélagið horfa á alla kostnaðarliði. Vonir standir til að auka tekjurnar og allt sé til skoðunar en ekkert stórkostlegt fram undan á því sviði. „Við erum í rekstri og þurfum að gera betur í dag en í gær.“ Icelandair Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
„Við erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn,“ segir Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair, um viðræður við fulltrúa skuldabréfaeigenda sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum bréfum í félaginu. Er það gert vegna þess að möguleiki er á því að Icelandair muni ekki standast fjárhagslegar kvaðir sem fylgja skuldabréfunum. Félagið birti uppfærða EBITDA spá í lok ágúst sem var lægri en áður hafði verið gert ráð fyrir. EBITDA er ensk skammstöfun en með henni er átt við afkomu fyrirtækja áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta.Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Miðað við afkomu þá lítur út fyrir að kvaðir bresti,“ segir Bogi Nils en hann bendir á að Icelandair Group sé með sterkan og sveigjanlegan efnahagsreikning, sterkt lausafé og hátt eiginfjárhlutfall ásamt eignum sem eru óveðsettar. „Við höfum mikinn sveigjanleika til að bregðast við þessu,“ segir Bogi. Hann segir að viðræðurnar við eigendur skuldabréfanna ekki snúast um að fá aukið fjármagn. „Við erum bara að fara að setjast yfir þessa möguleika og verður væntanleg rætt um að greiða inn á þetta að öllu leyti eða að fá tímabundna eða varanlega breytingu á þessu kvöðum,“ segir Bogi.Icelandair hefur lagst í hagræðingaraðgerðir vegna versnandi afkomu á undanförnu. Var til að mynda á þriðja tug sagt upp störfum á starfsdeildum félagsins í Reykjavík og Reykjanesbæ í síðustu viku. Icelandair hefur einnig flutt hluta starfsemi símavers flugfélagsins erlendis ásamt bakvinnslu. Þá var einnig tekin ákvörðun um að fækka flugfreyjum og þjónum í hlutastarfi og þeim þess í stað boðið fullt starf hjá flugfélaginu. Icelandair tapaði 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs en spurður hvort frekari hagræðingaraðgerðir séu fyrirhugaðar segir Bogi flugfélagið horfa á alla kostnaðarliði. Vonir standir til að auka tekjurnar og allt sé til skoðunar en ekkert stórkostlegt fram undan á því sviði. „Við erum í rekstri og þurfum að gera betur í dag en í gær.“
Icelandair Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira