Icelandair hefur viðræður við lánardrottna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. október 2018 08:20 Viðræðurnar eru vegna uppfærðar EBITDA-spár félagsins. vísir/rakel Icelandair Group hefur í dag viðræður við þá lánardrottna sína sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum óverðtryggðum skuldabréfum félagsins. Nafnvirði bréfanna eru 190 milljónir dollara, eða um 21,5 milljarðar króna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Icelandair Group og vísað til uppfærðrar EBITDA-spár fyrirtækisins sem birt var hinn 27. ágúst síðastliðinn. „Í ljósi hinnar uppfærðu EBITDA spár er mögulegt að fjárhagslegar kvaðir varðandi hlutfall heildar vaxtaberandi skulda, sem fram koma í greinum 12 (b) og 12 (c) í skilmálum skuldabréfanna, verði ekki uppfylltar samkvæmt uppgjöri þriðja ársfjórðungs félagsins sem ber að birta fyrir lok nóvembermánaðar,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að í ljósi spárinnar sé félagið nú að meta þá möguleika sem eru í stöðunni, „til til að mynda að óska eftir tímabundinni undanþágu frá hinum fjárhagslegu kvöðum frá eigendum skuldabréfanna, breytingum á skilmálum skuldabréfanna eða uppgreiðslu skuldabréfanna að hluta eða uppgreiðslu annarra skulda. Þrátt fyrir möguleika á því að kvaðir skuldabréfanna um hlutfall heildar vaxtaberandi skulda verði ekki uppfylltar þá nam handbært fé Icelandair Group 237 milljónum USD hinn 30. júní sl.“ Tilkynningu Icelandair Group vegna málsins má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Vísað er til uppfærðrar EBITDA spár Icelandair Group sem birt var hinn 27. ágúst sl. og óveðtryggðra skuldabréfa félagsins með auðkennið ISIN NO0010776982 að nafnvirði 190 milljónir USD. Í ljósi hinnar uppfærðu EBITDA spár er mögulegt að fjárhagslegar kvaðir varðandi hlutfall heildar vaxtaberandi skulda, sem fram koma í greinum 12 (b) og 12 (c) í skilmálum skuldabréfanna, verði ekki uppfylltar samkvæmt uppgjöri þriðja ársfjórðungs félagsins sem ber að birta fyrir lok nóvembermánaðar. Í dag hóf Icelandair Group viðræður við fulltrúa skuldabréfaeigenda sem ráða yfir meira en 50% af hinum útgefnu bréfum.Í ljósi hinnar uppfærðu EBITDA spár Icelandair Group er félagið nú að meta þá möguleika sem eru í stöðunni, til að mynda að óska eftir tímabundinni undanþágu frá hinum fjárhagslegu kvöðum frá eigendum skuldabréfanna, breytingum á skilmálum skuldabréfanna eða uppgreiðslu skuldabréfanna að hluta eða uppgreiðslu annarra skulda. Þrátt fyrir möguleika á því að kvaðir skuldabréfanna um hlutfall heildar vaxtaberandi skulda verði ekki uppfylltar þá nam handbært fé Icelandair Group 237 milljónum USD hinn 30. júní sl. Eigið fé nam 530 milljónum USD og eiginfjárhlutfall félagsins var 32%. Bókfært verð varanlegra rekstrarfjármuna nam 673 milljónum USD og fyrirframgreiðslur inn á nýjar flugvélar í efnahagsreikningi námu 143 milljónum USD. Á sama tíma nam heildarfjárhæð vaxtaberandi skulda 343 milljónum USD en þar af voru 121 milljón USD veðtryggðar. Icelandair Group hefur ráðið DNB Bank Markets sem fjárhagslegan ráðgjafa félagsins vegna ofangreinds. Icelandair Tengdar fréttir Á þriðja tug sagt upp hjá Icelandair Uppsagnirnar ná til starfsfólks á ýmsum sviðum og deildum starfsstöðva flugfélagsins í Reykjavík og Keflavík. 27. september 2018 13:01 Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair Ferðaþjónustufyrirtækið er í hópi tuttugu stærstu hluthafa Icelandair Group með um eins prósents eignarhlut. Bláa lónið hefur bætt verulega við hlut sinn undanfarið og meira en þrefaldað hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá áramótum. 19. september 2018 08:00 Fyrirtæki í ferðaþjónustu meðal þeirra sem greiða hæst opinber gjöld Ríkisskattstjóri hefur birt lista yfir þá sem greiða hæstu opinberu gjöldin á landinu. 28. september 2018 11:34 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Icelandair Group hefur í dag viðræður við þá lánardrottna sína sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum óverðtryggðum skuldabréfum félagsins. Nafnvirði bréfanna eru 190 milljónir dollara, eða um 21,5 milljarðar króna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Icelandair Group og vísað til uppfærðrar EBITDA-spár fyrirtækisins sem birt var hinn 27. ágúst síðastliðinn. „Í ljósi hinnar uppfærðu EBITDA spár er mögulegt að fjárhagslegar kvaðir varðandi hlutfall heildar vaxtaberandi skulda, sem fram koma í greinum 12 (b) og 12 (c) í skilmálum skuldabréfanna, verði ekki uppfylltar samkvæmt uppgjöri þriðja ársfjórðungs félagsins sem ber að birta fyrir lok nóvembermánaðar,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að í ljósi spárinnar sé félagið nú að meta þá möguleika sem eru í stöðunni, „til til að mynda að óska eftir tímabundinni undanþágu frá hinum fjárhagslegu kvöðum frá eigendum skuldabréfanna, breytingum á skilmálum skuldabréfanna eða uppgreiðslu skuldabréfanna að hluta eða uppgreiðslu annarra skulda. Þrátt fyrir möguleika á því að kvaðir skuldabréfanna um hlutfall heildar vaxtaberandi skulda verði ekki uppfylltar þá nam handbært fé Icelandair Group 237 milljónum USD hinn 30. júní sl.“ Tilkynningu Icelandair Group vegna málsins má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Vísað er til uppfærðrar EBITDA spár Icelandair Group sem birt var hinn 27. ágúst sl. og óveðtryggðra skuldabréfa félagsins með auðkennið ISIN NO0010776982 að nafnvirði 190 milljónir USD. Í ljósi hinnar uppfærðu EBITDA spár er mögulegt að fjárhagslegar kvaðir varðandi hlutfall heildar vaxtaberandi skulda, sem fram koma í greinum 12 (b) og 12 (c) í skilmálum skuldabréfanna, verði ekki uppfylltar samkvæmt uppgjöri þriðja ársfjórðungs félagsins sem ber að birta fyrir lok nóvembermánaðar. Í dag hóf Icelandair Group viðræður við fulltrúa skuldabréfaeigenda sem ráða yfir meira en 50% af hinum útgefnu bréfum.Í ljósi hinnar uppfærðu EBITDA spár Icelandair Group er félagið nú að meta þá möguleika sem eru í stöðunni, til að mynda að óska eftir tímabundinni undanþágu frá hinum fjárhagslegu kvöðum frá eigendum skuldabréfanna, breytingum á skilmálum skuldabréfanna eða uppgreiðslu skuldabréfanna að hluta eða uppgreiðslu annarra skulda. Þrátt fyrir möguleika á því að kvaðir skuldabréfanna um hlutfall heildar vaxtaberandi skulda verði ekki uppfylltar þá nam handbært fé Icelandair Group 237 milljónum USD hinn 30. júní sl. Eigið fé nam 530 milljónum USD og eiginfjárhlutfall félagsins var 32%. Bókfært verð varanlegra rekstrarfjármuna nam 673 milljónum USD og fyrirframgreiðslur inn á nýjar flugvélar í efnahagsreikningi námu 143 milljónum USD. Á sama tíma nam heildarfjárhæð vaxtaberandi skulda 343 milljónum USD en þar af voru 121 milljón USD veðtryggðar. Icelandair Group hefur ráðið DNB Bank Markets sem fjárhagslegan ráðgjafa félagsins vegna ofangreinds.
Icelandair Tengdar fréttir Á þriðja tug sagt upp hjá Icelandair Uppsagnirnar ná til starfsfólks á ýmsum sviðum og deildum starfsstöðva flugfélagsins í Reykjavík og Keflavík. 27. september 2018 13:01 Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair Ferðaþjónustufyrirtækið er í hópi tuttugu stærstu hluthafa Icelandair Group með um eins prósents eignarhlut. Bláa lónið hefur bætt verulega við hlut sinn undanfarið og meira en þrefaldað hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá áramótum. 19. september 2018 08:00 Fyrirtæki í ferðaþjónustu meðal þeirra sem greiða hæst opinber gjöld Ríkisskattstjóri hefur birt lista yfir þá sem greiða hæstu opinberu gjöldin á landinu. 28. september 2018 11:34 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Á þriðja tug sagt upp hjá Icelandair Uppsagnirnar ná til starfsfólks á ýmsum sviðum og deildum starfsstöðva flugfélagsins í Reykjavík og Keflavík. 27. september 2018 13:01
Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair Ferðaþjónustufyrirtækið er í hópi tuttugu stærstu hluthafa Icelandair Group með um eins prósents eignarhlut. Bláa lónið hefur bætt verulega við hlut sinn undanfarið og meira en þrefaldað hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá áramótum. 19. september 2018 08:00
Fyrirtæki í ferðaþjónustu meðal þeirra sem greiða hæst opinber gjöld Ríkisskattstjóri hefur birt lista yfir þá sem greiða hæstu opinberu gjöldin á landinu. 28. september 2018 11:34