Ræðu Boris Johnson beðið með mikilli eftirvæntingu Atli Ísleifsson skrifar 2. október 2018 11:32 Boris Johnson sagði af sér sem utanríkisráðherra Bretlands í sumar. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, vonast til að hún geti þétt raðirnar innan breska Íhaldsflokksins og fengið flokkinn að fylkjast á bakvið umdeilda Brexit-áætlun sína, á flokksþingi sem nú fer fram í Birmingham. Þó má telja líklegt að klofningurinn innan flokksins verði enn áþreifanlegri þegar utanríkisráðherrann fyrrverandi, Boris Johnson, flytur sína ræðu á þinginu síðar í dag. Ræðunnar er beðið með mikilli eftirvæntingu, en margir telja að Johnson stefni sjálfur á leiðtogaembættið innan flokksins og þannig skora May á hólm.Skot á May? Þrátt fyrir að vera víðs fjarri hefur Johnson tekist að vekja athygli á flokksþinginu. Mynd af Johnson var mikið í umræðunni á fyrsta degi þingsins þar sem sást til hans hlaupa um í háu grasi. Var það túlkað sem skot á May sem hefur áður sagt að það villtasta sem hún gerði á sínum yngri árum hafi verið að hlaupa yfir hveitiakur án leyfis. Flokksþingið snýst að langstærstum hluta um Brexit og reynir May nú allt til að fá flokkinn til að ná saman um Chequers-áætlun sína um útgöngu.Sagði af sér í sumarJohnson sagði af sér sem utanríkisráðherra fyrr í sumar vegna óánægju sinnar þegar kom að afstöðu May til Brexit. Búist er við að hann muni í ræðu sinni gera tilraun til að auka á óvinsældir May og Brexit-áætlunar hennar. Dominic Raab, ráðherra Brexit-mála, segir Chequers-áætlunina ekki vera fullkomna, en að málamiðlanir séu nauðsynlegar. Johnson hefur sjálfur barist fyrir „hörðu Brexit“. May mun sjálf flytja sína ræðu í fyrramálið og má telja líklegt að viðbrögð flokksfélaga muni ráða úrslitum um framhaldið. Brexit Tengdar fréttir Útiloka ekki að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu eftir allt saman Lófatakið ætlaði enga enda að taka eftir að þingmaður breska Verkamannaflokksins lýsti því yfir á flokksþingi í morgun að enginn gæti lengur útilokað þann möguleika að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu eftir allt saman. Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um málið væri nú í kortunum. 25. september 2018 11:54 Harðnandi tónn gegn stefnu May Gjáin í breska Íhaldsflokknum vegna útgöngumála breikkar og dýpkar. 1. október 2018 06:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, vonast til að hún geti þétt raðirnar innan breska Íhaldsflokksins og fengið flokkinn að fylkjast á bakvið umdeilda Brexit-áætlun sína, á flokksþingi sem nú fer fram í Birmingham. Þó má telja líklegt að klofningurinn innan flokksins verði enn áþreifanlegri þegar utanríkisráðherrann fyrrverandi, Boris Johnson, flytur sína ræðu á þinginu síðar í dag. Ræðunnar er beðið með mikilli eftirvæntingu, en margir telja að Johnson stefni sjálfur á leiðtogaembættið innan flokksins og þannig skora May á hólm.Skot á May? Þrátt fyrir að vera víðs fjarri hefur Johnson tekist að vekja athygli á flokksþinginu. Mynd af Johnson var mikið í umræðunni á fyrsta degi þingsins þar sem sást til hans hlaupa um í háu grasi. Var það túlkað sem skot á May sem hefur áður sagt að það villtasta sem hún gerði á sínum yngri árum hafi verið að hlaupa yfir hveitiakur án leyfis. Flokksþingið snýst að langstærstum hluta um Brexit og reynir May nú allt til að fá flokkinn til að ná saman um Chequers-áætlun sína um útgöngu.Sagði af sér í sumarJohnson sagði af sér sem utanríkisráðherra fyrr í sumar vegna óánægju sinnar þegar kom að afstöðu May til Brexit. Búist er við að hann muni í ræðu sinni gera tilraun til að auka á óvinsældir May og Brexit-áætlunar hennar. Dominic Raab, ráðherra Brexit-mála, segir Chequers-áætlunina ekki vera fullkomna, en að málamiðlanir séu nauðsynlegar. Johnson hefur sjálfur barist fyrir „hörðu Brexit“. May mun sjálf flytja sína ræðu í fyrramálið og má telja líklegt að viðbrögð flokksfélaga muni ráða úrslitum um framhaldið.
Brexit Tengdar fréttir Útiloka ekki að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu eftir allt saman Lófatakið ætlaði enga enda að taka eftir að þingmaður breska Verkamannaflokksins lýsti því yfir á flokksþingi í morgun að enginn gæti lengur útilokað þann möguleika að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu eftir allt saman. Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um málið væri nú í kortunum. 25. september 2018 11:54 Harðnandi tónn gegn stefnu May Gjáin í breska Íhaldsflokknum vegna útgöngumála breikkar og dýpkar. 1. október 2018 06:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Útiloka ekki að Bretland verði áfram í Evrópusambandinu eftir allt saman Lófatakið ætlaði enga enda að taka eftir að þingmaður breska Verkamannaflokksins lýsti því yfir á flokksþingi í morgun að enginn gæti lengur útilokað þann möguleika að Bretland yrði um kyrrt í Evrópusambandinu eftir allt saman. Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um málið væri nú í kortunum. 25. september 2018 11:54
Harðnandi tónn gegn stefnu May Gjáin í breska Íhaldsflokknum vegna útgöngumála breikkar og dýpkar. 1. október 2018 06:00
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“