Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. október 2018 09:43 Svana Lovísa Kristjánsdóttir og Fanney Ingvarsdóttir buðu upp á duldar auglýsingar á bloggsvæði sínu, að mati Neytendastofu. Vísir Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. Auk þeirra hefur tæknifyrirtækinu Origo hf. og samfélagsmiðlaauglýsingastofunni Sahara Media ehf. verið gert að láta af sömu iðju. Bannið má rekja til bloggfærsla sem Svana og Fanney birtu á bloggsvæði sínu, trendnet.is. Í færslunum var ágæti myndavélar af gerðinni Canon EOS M100 tíundað auk þess sem í færslunum var að finna hlekk á myndavélina og tekið fram að hún fengist í verslun Origo. Engin þessara færslna væri hins vegar merkt sem auglýsing eða með öðrum skýrum hætti greint frá því að færslurnar væru gerðar í viðskiptalegum tilgangi. Aðeins hafi komið fram að myndavélin væri gjöf. Neytendastofa sendi bloggurunum bréf þar sem þeim var gert að gera grein fyrir færslunum; til að mynda hver aðkoma Origo væri að undirbúningi umfjöllunarinnar, hvort þriðji aðili hefði annast samskipti eða milligöngu við Origo vegna umfjöllunarinnar og hvort Origo hefði látið bloggaranum í té myndavél eða endurgjald af einhverju tagi fyrir umfjöllun um vörur fyrirtækisins.Forréttindi að vinna við blogg Í svari sínu segir Svana að hún hafi fengið myndavélina að gjöf, án nokkura kvaða. Origo hafi ekki haft neina aðkomu að því undanskildu að sýna hvernig myndavélin virkaði. Sahara markaðsstofa hafi haft samband að fyrra bragði og sagst vera að vinna með Origo og spurt hvort þeir mættu bjóða bloggaranum myndavél til þess að geta tekið betri myndir fyrir bloggið. Svana sagðist því ekki hafa „fengið greidda krónu hvorki frá Sahara né Origo“ - auk þess sem hún hafi tvívegis í færslunni bent á að myndavélin væri gjöf.Svana Lovísa Kristjánsdóttir hefur getið sér gott orð sem bloggari.Vísir/stefánÍ svari Svönu sagði þar að auki að hún þiggi ekki greiðslur fyrir bloggfærslur „enda væri það gegn siðareglum Trendnet að vera með greiddar færslur,“ áður en hún bætir við að það séu „forréttindi að fá að starfa sem bloggari. Af og til berist gjafir, jafnvel óumbeðnar,“ segir Svana sem segist koma heiðarlega fram og merki þær færslur þar sem um sé að ræða vöru sem hafi verið gjöf og telji það nóg. Svana tiltók einnig að í þeim tilvikum sem hlekkir séu settir í færslur þar sem við á, þá „sé það mikil vinna að merkja og hlekkja fyrirtæki, hönnuði eða annað þegar færslur eru skrifaðar.“ Ef slíkt væri hins vegar ekki gert telur Svana að hún myndi „eyða næstu fimm mánuðum eða jafnvel lengur í að svara fyrirspurnum lesenda um þessar vörur á öllum sínum miðlum, jafnvel símleiðis.“ Í lok bréfsins kallar Svana eftir því að reglur verði gerðar skýrari varðandi „til hvers væri ætlast af bloggurum þar sem flestir væru að gera sitt besta við að koma hreint fram og renni blint í sjóinn hvað reglurnar varði.“Tímasparnaður að greina frá myndavél Svar Fanneyjar var á svipuðum nótum. Hún hafi fengið fyrrnefnda Canon-myndavél að gjöf og að enginn samningur hafi verið gerður milli hennar og Origo. Því hafi henni ekki verið skylt að fjalla um myndavélina. Eftir að hafa notað myndavélina hafi hún hins vegar sjálf ákveðið að fjalla um vélina, þar sem henni þótti hún góð. „Það hafi þó verið af fúsum og frjálsum vilja og að eigin frumkvæði án nokkurs konar fyrirmæla frá söluaðila myndavélarinnar,“ segir í bréfi Fanneyjar. Hún segist fá reglulega fyrirspurnir um hvers konar myndavélar hún sé að nota til þess að taka myndir og vegna þeirra teldi Fanney eðlilegt að það væri tekið fram í færslum þar sem myndavélin sé notuð, hvaða vél sé notuð hverju sinni. „Það sé tímasparnaður vegna fjölda fyrirspurna þess efnis.“Fanney Ingvarsdóttir er líklega með þekktari áhrifavöldum landsins.Vísir/StefánÞá bendir Fanney á það í svari sínu að það sé í verkahring söluaðilanna sjálfra að taka fram að þeir séu í ákveðnu samstarfi með tilteknum aðilum, eða gefa skýrar leiðbeiningar til þeirra aðila sem þeir geri samstarfssamning við, að þeir verði að merkja umfjallanir sem auglýsingar. Athugun Neytendastofu ætti því, að mati Fanneyjar, frekar að beinast „til þessara fyrirtækja og að það sé líklega sú leið sem best væri farin til að ná árangri að þessu leyti.“Gjöf er endurgjald Í úrskurði Neytendastofu stendur að bloggfærslur Fanneyjar og Svönu séu dæmi um duldar auglýsingar. Ekki skipti máli á hvaða formi endurgjaldið er, einstaklingar sem fá endurgjald og skrifa um eða dreifa upplýsingum um vörur eða þjónustu fyrirtækja á vefsíðum eða samfélagsmiðlum skulu taka fram að um auglýsingu sé að ræða. „Neytendastofa telur að leggja beri til grundvallar að hinn almenni neytandi átti sig að jafnaði ekki á að um sé að ræða auglýsingu eða markaðssetningu þegar ekki er skýrlega greint frá viðskiptalegum tilgangi umfjöllunar einstaklinga á vefsíðum. Neytendastofa bendir á að jafnvel þótt nafn vöru, þjónustu eða fyrirtækis komi fram í bloggfærslu þá geri það hinum almenna neytanda að jafnaði ekki kleift að gera auðveldlega greinarmun á meðmælum einstaklings annars vegar og auglýsingu í viðskiptalegum tilgangi hins vegar,“ segir í úrskurði Neytendastofa. „Jafnframt telur Neytendastofa að auglýsingar í formi persónulegra meðmæla nýti traust og trúgirni í ríkari mæli en önnur hefðbundin form auglýsinga og markaðssetning gerir. Framangreind atriði leiða til þess að ríkar kröfur verður að gera til kynningar af hálfu aðila sem nota slíka miðla í auglýsingaherferðir sem beint er til neytenda.“ Auglýsing frá upphafi Þar að auki verði bloggarar sem fjalla um vörur á vefsíðum og samfélagsmiðlum að láta koma fram að um auglýsingu sé að ræða hafi þeir fengið eitthvað endurgjald, s.s. vöruna sem fjallað er um að gjöf. Þær upplýsingar þurfa að koma fram strax í byrjun færslunnar svo neytandinn átti sig á því áður en hann les hana að hún sé auglýsing. Merkingin þarf að vera vel staðsett og hafa nægjanlega stórt letur. Ekki er því nægjanlegt að það komi fram í lok færslunnar að um gjöf hafi verið að ræða án þess að fram komi frá hverjum gjöfin er. Neytendastofu þótti ekki nógu skýrt að um auglýsingu væri að ræða í bloggfærslunum. Það sé ósanngjarnt gagnvart neytendum að setja auglýsingu fram í formi stöðufærslna frá einstaklingum án þess að þær séu merktar sem slíkar þannig að neytendur geti með góðu móti áttað sig á að um auglýsingu sé að ræða. Bloggararnir hafi því brotið gegn nokkrum ákvæðum laga um duldar auglýsingar og hefur þeim verið bannað að viðhafa slíka viðskiptahætti í framtíðinni. Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. 17. maí 2017 20:15 Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00 Íslandsbanki og Dominos brutu lög með kostuðum færslum áhrifavalda um Meistaramánuð Neytendastofa hefur bannað Íslandsbanka og Pizza-Pizza ehf., sérleyfishafa Dominos á Íslandi, að nota duldar auglýsingar. 7. júní 2018 19:30 Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Sjá meira
Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. Auk þeirra hefur tæknifyrirtækinu Origo hf. og samfélagsmiðlaauglýsingastofunni Sahara Media ehf. verið gert að láta af sömu iðju. Bannið má rekja til bloggfærsla sem Svana og Fanney birtu á bloggsvæði sínu, trendnet.is. Í færslunum var ágæti myndavélar af gerðinni Canon EOS M100 tíundað auk þess sem í færslunum var að finna hlekk á myndavélina og tekið fram að hún fengist í verslun Origo. Engin þessara færslna væri hins vegar merkt sem auglýsing eða með öðrum skýrum hætti greint frá því að færslurnar væru gerðar í viðskiptalegum tilgangi. Aðeins hafi komið fram að myndavélin væri gjöf. Neytendastofa sendi bloggurunum bréf þar sem þeim var gert að gera grein fyrir færslunum; til að mynda hver aðkoma Origo væri að undirbúningi umfjöllunarinnar, hvort þriðji aðili hefði annast samskipti eða milligöngu við Origo vegna umfjöllunarinnar og hvort Origo hefði látið bloggaranum í té myndavél eða endurgjald af einhverju tagi fyrir umfjöllun um vörur fyrirtækisins.Forréttindi að vinna við blogg Í svari sínu segir Svana að hún hafi fengið myndavélina að gjöf, án nokkura kvaða. Origo hafi ekki haft neina aðkomu að því undanskildu að sýna hvernig myndavélin virkaði. Sahara markaðsstofa hafi haft samband að fyrra bragði og sagst vera að vinna með Origo og spurt hvort þeir mættu bjóða bloggaranum myndavél til þess að geta tekið betri myndir fyrir bloggið. Svana sagðist því ekki hafa „fengið greidda krónu hvorki frá Sahara né Origo“ - auk þess sem hún hafi tvívegis í færslunni bent á að myndavélin væri gjöf.Svana Lovísa Kristjánsdóttir hefur getið sér gott orð sem bloggari.Vísir/stefánÍ svari Svönu sagði þar að auki að hún þiggi ekki greiðslur fyrir bloggfærslur „enda væri það gegn siðareglum Trendnet að vera með greiddar færslur,“ áður en hún bætir við að það séu „forréttindi að fá að starfa sem bloggari. Af og til berist gjafir, jafnvel óumbeðnar,“ segir Svana sem segist koma heiðarlega fram og merki þær færslur þar sem um sé að ræða vöru sem hafi verið gjöf og telji það nóg. Svana tiltók einnig að í þeim tilvikum sem hlekkir séu settir í færslur þar sem við á, þá „sé það mikil vinna að merkja og hlekkja fyrirtæki, hönnuði eða annað þegar færslur eru skrifaðar.“ Ef slíkt væri hins vegar ekki gert telur Svana að hún myndi „eyða næstu fimm mánuðum eða jafnvel lengur í að svara fyrirspurnum lesenda um þessar vörur á öllum sínum miðlum, jafnvel símleiðis.“ Í lok bréfsins kallar Svana eftir því að reglur verði gerðar skýrari varðandi „til hvers væri ætlast af bloggurum þar sem flestir væru að gera sitt besta við að koma hreint fram og renni blint í sjóinn hvað reglurnar varði.“Tímasparnaður að greina frá myndavél Svar Fanneyjar var á svipuðum nótum. Hún hafi fengið fyrrnefnda Canon-myndavél að gjöf og að enginn samningur hafi verið gerður milli hennar og Origo. Því hafi henni ekki verið skylt að fjalla um myndavélina. Eftir að hafa notað myndavélina hafi hún hins vegar sjálf ákveðið að fjalla um vélina, þar sem henni þótti hún góð. „Það hafi þó verið af fúsum og frjálsum vilja og að eigin frumkvæði án nokkurs konar fyrirmæla frá söluaðila myndavélarinnar,“ segir í bréfi Fanneyjar. Hún segist fá reglulega fyrirspurnir um hvers konar myndavélar hún sé að nota til þess að taka myndir og vegna þeirra teldi Fanney eðlilegt að það væri tekið fram í færslum þar sem myndavélin sé notuð, hvaða vél sé notuð hverju sinni. „Það sé tímasparnaður vegna fjölda fyrirspurna þess efnis.“Fanney Ingvarsdóttir er líklega með þekktari áhrifavöldum landsins.Vísir/StefánÞá bendir Fanney á það í svari sínu að það sé í verkahring söluaðilanna sjálfra að taka fram að þeir séu í ákveðnu samstarfi með tilteknum aðilum, eða gefa skýrar leiðbeiningar til þeirra aðila sem þeir geri samstarfssamning við, að þeir verði að merkja umfjallanir sem auglýsingar. Athugun Neytendastofu ætti því, að mati Fanneyjar, frekar að beinast „til þessara fyrirtækja og að það sé líklega sú leið sem best væri farin til að ná árangri að þessu leyti.“Gjöf er endurgjald Í úrskurði Neytendastofu stendur að bloggfærslur Fanneyjar og Svönu séu dæmi um duldar auglýsingar. Ekki skipti máli á hvaða formi endurgjaldið er, einstaklingar sem fá endurgjald og skrifa um eða dreifa upplýsingum um vörur eða þjónustu fyrirtækja á vefsíðum eða samfélagsmiðlum skulu taka fram að um auglýsingu sé að ræða. „Neytendastofa telur að leggja beri til grundvallar að hinn almenni neytandi átti sig að jafnaði ekki á að um sé að ræða auglýsingu eða markaðssetningu þegar ekki er skýrlega greint frá viðskiptalegum tilgangi umfjöllunar einstaklinga á vefsíðum. Neytendastofa bendir á að jafnvel þótt nafn vöru, þjónustu eða fyrirtækis komi fram í bloggfærslu þá geri það hinum almenna neytanda að jafnaði ekki kleift að gera auðveldlega greinarmun á meðmælum einstaklings annars vegar og auglýsingu í viðskiptalegum tilgangi hins vegar,“ segir í úrskurði Neytendastofa. „Jafnframt telur Neytendastofa að auglýsingar í formi persónulegra meðmæla nýti traust og trúgirni í ríkari mæli en önnur hefðbundin form auglýsinga og markaðssetning gerir. Framangreind atriði leiða til þess að ríkar kröfur verður að gera til kynningar af hálfu aðila sem nota slíka miðla í auglýsingaherferðir sem beint er til neytenda.“ Auglýsing frá upphafi Þar að auki verði bloggarar sem fjalla um vörur á vefsíðum og samfélagsmiðlum að láta koma fram að um auglýsingu sé að ræða hafi þeir fengið eitthvað endurgjald, s.s. vöruna sem fjallað er um að gjöf. Þær upplýsingar þurfa að koma fram strax í byrjun færslunnar svo neytandinn átti sig á því áður en hann les hana að hún sé auglýsing. Merkingin þarf að vera vel staðsett og hafa nægjanlega stórt letur. Ekki er því nægjanlegt að það komi fram í lok færslunnar að um gjöf hafi verið að ræða án þess að fram komi frá hverjum gjöfin er. Neytendastofu þótti ekki nógu skýrt að um auglýsingu væri að ræða í bloggfærslunum. Það sé ósanngjarnt gagnvart neytendum að setja auglýsingu fram í formi stöðufærslna frá einstaklingum án þess að þær séu merktar sem slíkar þannig að neytendur geti með góðu móti áttað sig á að um auglýsingu sé að ræða. Bloggararnir hafi því brotið gegn nokkrum ákvæðum laga um duldar auglýsingar og hefur þeim verið bannað að viðhafa slíka viðskiptahætti í framtíðinni.
Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. 17. maí 2017 20:15 Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00 Íslandsbanki og Dominos brutu lög með kostuðum færslum áhrifavalda um Meistaramánuð Neytendastofa hefur bannað Íslandsbanka og Pizza-Pizza ehf., sérleyfishafa Dominos á Íslandi, að nota duldar auglýsingar. 7. júní 2018 19:30 Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Sjá meira
Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. 17. maí 2017 20:15
Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00
Íslandsbanki og Dominos brutu lög með kostuðum færslum áhrifavalda um Meistaramánuð Neytendastofa hefur bannað Íslandsbanka og Pizza-Pizza ehf., sérleyfishafa Dominos á Íslandi, að nota duldar auglýsingar. 7. júní 2018 19:30